Ennishnjúkur blasir við
Mynd / Bjarkey Dalrós Rúnarsdóttir
Líf og starf 18. júlí 2022

Ennishnjúkur blasir við

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Bændablaðinu barst kveðja frá ungum lesanda í Skagafirðinum, henni Bjarkeyju Dalrós, en greinilegt er að hún er efnilegur ljósmyndari. Við gefum henni orðið:

„Ég heiti Bjarkey Dalrós Rúnarsdóttir og ég er 14 ára og bý á Grindum í Deildardal. Mig langaði að senda ykkur mynd sem ég tók í reiðtúr á skagfirsku sumarkvöldi. Fyrir miðju er fjallið Ennishnjúkur og til vinstri við hann er Unadalur og Deildardalur til hægri. Hesturinn aftur á móti heitir Bragur frá Grindum og er 6 vetra gamall :)“

Bjarkeyju þökkum við kveðjuna, en gaman er að geta þess að fjallið Ennishnjúkur sem blasir hér við hátt og tignarlegt, rúmlega 700 metrar, er vinsælt til gönguferða. Fyrir nokkrum árum var sett upplýsingaskilti við upphaf gönguleiðar á Ennishnjúk, en það má finna við bæinn Enni í Unadal. Fjallið er eitt þeirra sem má finna í bókinni Íslensk Bæjarfjöll.

„Við vissum að þetta var draumurinn og létum vaða!“
Líf og starf 29. júlí 2022

„Við vissum að þetta var draumurinn og létum vaða!“

Eftir að hafa alið með sér þann draum að gerast bændur í allmörg ár ákváðu...

Heilbrigð og jákvæð sýn á líkamann
Líf og starf 29. júlí 2022

Heilbrigð og jákvæð sýn á líkamann

Í tískuheiminum þetta sumarið má vart snúa sér í hálfhring án þess að ve...

Hafurinn Þorri í Finnafirði
Líf og starf 20. júlí 2022

Hafurinn Þorri í Finnafirði

Þessi glæsilegi hafur, sem heitir Þorri, á heima á bænum Felli í Finnafirði. ...

„Enda eins og ég byrjaði með föður mínum nítján ára gamall“
Líf og starf 20. júlí 2022

„Enda eins og ég byrjaði með föður mínum nítján ára gamall“

Sveinn Björnsson, garðyrkjubóndi á Varmalandi í Reykholti, hefur stundað tó...

Hundur og köttur í fanginu á heimasætunni
Líf og starf 19. júlí 2022

Hundur og köttur í fanginu á heimasætunni

Hundurinn Pipar og heimiliskötturinn á Skorrastað II í Fjarðabyggð í fanginu...

Álftirnar fóru og hafa ekki verið meira til ama
Líf og starf 18. júlí 2022

Álftirnar fóru og hafa ekki verið meira til ama

Eitt af langlífustu umkvörtunarefnum bænda í jarðrækt er ágangur fugla; aðal...

Ennishnjúkur blasir við
Líf og starf 18. júlí 2022

Ennishnjúkur blasir við

Bændablaðinu barst kveðja frá ungum lesanda í Skagafirðinum, henni Bjarkeyju D...

Gróska í norrænni matvælavinnslu og víngerðarlist
Líf og starf 18. júlí 2022

Gróska í norrænni matvælavinnslu og víngerðarlist

Nú, sem fyrr, var keppnin um norrænu matvælaverðlaunin Embluna afar hörð, en v...