Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Dagur Jarðar 22. apríl.
Dagur Jarðar 22. apríl.
Líf og starf 22. apríl 2025

Endurnýjanleg orka þema á degi Jarðar

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Alþjóðlegur dagur Jarðar er 22. apríl. Sjónum er nú beint að endurnýjanlegri orku.

Í ár er dagur Jarðar helgaður endurnýjanlegri orku, undir yfirskriftinni „Our Power, Our Planet“. Á vefsíðunni earthday.org má sjá hvatningu til Jarðarbúa um að sameinast í átaki til að þrefalda alþjóðlega framleiðslu á hreinni raforku fyrir árið 2030. Að því megi stuðla með beinum og óbeinum aðgerðum, mótmælum, hvatningu til stjórnvalda, samtali og kennslu, svo eitthvað sé nefnt.

Bein áhrif á heilbrigði

Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) er talið að um 3,8 milljarðar manna nái ekki tilskildu orkulágmarki (e. Modern Energy Management, MEM). Það þýðir að raforkunotkun þeirra pr. mann er undir 1.000 kílóvattsstundum (kWh) en það er gjarnan viðmið um þröskuld til að draga úr fátækt.

Endurnýjanleg orka er talin geta breytt þessu ástandi; bætt lífskjör og heilsufar. Loftmengun af völdum brennslu jarðefnaeldsneytis er tengd hjartaáföllum, öndunarfærasjúkdómum, heilablóðfalli og astma og gæti minni loftmengun dregið verulega úr öndunarfæraog hjarta- og æðasjúkdómum. Þá er heilsa kvenna sögð sérstaklega útsett fyrir áhrifum af loft- og vatnsmengun, sem leiði til brjóstakrabbameins, eggjastokkasjúkdóma og heilsufarsáhættu mæðra.

Milliríkjanefndin um loftslagsbreytingar (IPCC) bendir á að minni losun gróðurhúsalofttegunda minnki heilsufarsáhættu sem tengist loftslagsbreytingum, svo sem hitabylgjum, flóðum og útbreiðslu smitsjúkdóma. Því sé þörfin fyrir endurnýjanlega orku óhemjumikilvæg.

Gríðarleg tækifæri

Endurnýjanleg orka er sögð fela í sér gríðarstórt efnahagslegt tækifæri og líkur leiddar að því að hún muni skapa 14 milljónir nýrra starfa á heimsvísu. Árið 2023 var endurnýjanleg orka, um allan heim, virði 1,21 billjónar Bandaríkjadala og er spáð að virðið muni vaxa um 17,2% árlega frá 2024 til 2030.

Endurnýjanlegir orkugjafar framleiða rafmagn án þess að framleiða koltvísýring, helstu gróðurhúsalofttegundina. Aftur á móti veldur jarðefnaeldsneyti mikilli losun gróðurhúsalofttegunda og á því mestan þátt í hlýnun jarðar, segja Sameinuðu þjóðirnar. Gnægð endurnýjanlegra orkugjafa séu í kringum okkur; sólin, vindur, vatn, úrgangur og hiti frá jörðinni.

Dagur Jarðar er árlega helgaður fræðslu um umhverfismál. Til hans var í upphafi stofnað af bandaríska öldungadeildarþingmanninum Gaylord Nelson árið 1970. Sameinuðu þjóðirnar gerðu hann svo að alþjóðlegum og árlegum degi Jarðar. 

Dagur Jarðar og Disney

Á alþjóðlegum degi Jarðar 22. apríl hyggjast forsvarsmenn National Geographic, í samvinnu við Disney, frumsýna heimildarmyndina Leyndarmál mörgæsanna (e. Secrets of the Penguins) þar sem sjá má meðal margs nýstárlegs fyrstu drónamyndir í heimi af mörgæsaungum, þar sem þeir stökkva fram af 20 metra háu bjargi til að taka fyrsta sundsprettinn. Í fyrra var minna um hafís en nokkru sinni áður og þá neyddust ungarnir til að fara í sjóinn áður en fjaðrir þeirra voru orðnar nægjanlega vatnsheldar. Vísindamenn telja að þetta hafi valdið dauða tugþúsunda unga.

National Geographic Society hefur vakið áhuga fólks á lífríki og umhverfi Jarðarinnar allt frá árinu 1888. NGS er ein stærsta vísinda- og menntastofnun í heiminum sem ekki er rekin í hagnaðarskyni. Áherslur eru m.a. landafræði, fornleifafræði og náttúrufræði, umhverfisvernd og efling sögulegrar geymdar.

Skylt efni: Dagur Jarðar

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.

Blóðþyrst kona vill barnakjöt
Líf og starf 27. nóvember 2025

Blóðþyrst kona vill barnakjöt

Grýlu er fyrst getið á miðöldum en sú Grýla sem við þekkjum stingur upp sínum lú...