Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Eldvarnarefni finnast í langreyðum
Líf og starf 27. október 2022

Eldvarnarefni finnast í langreyðum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í sýnatökum Hafrannsóknastofnunar sumarið 2018 voru tekin sýni úr átta þunguðum langreyðum og fóstrum.

Sýni voru tekin úr spiki fullorðnu dýranna en úr bakugga fóstra.

Langreyðarnar voru veiddar á fæðuslóð vestur af landinu. Í öllum sýnunum fundust uppsöfnuð eldvarnarefni.

Halógen eldvarnarefni og klór­parafínefni fundust í 87,5% kúnna og 100% fóstra, á meðan lífrænir fosfatsesterar fundust í öllum kúm og fóstrum. Yfirleitt voru styrkir þessara efna hærri í fóstrum en kúnum, sem er einkennandi fyrir þrávirk efni sem safnast fyrir í lífverum.

Eitruð efni sem valda skaða

Fram kemur á vef Hafrannsókna­stofnunar að eldvarnarefni eru hópur efna sem notuð eru til að minnka brennanleika efna í húsgögnum, raftækjum, byggingarefnum, bílum og textíl. Lengi vel voru slík efni aðallega svokölluð brómeruð eldvarnarefni, en rannsóknir leiddu í ljós að þau voru eitruð og söfnuðust fyrir í lífríkinu þar sem þau geta valdið skaða. Þau geta valdið hormónaójafnvægi, skjaldkirtils­ og lifrarskaða og því voru sum þeirra bönnuð.

Ný efni sem voru þróuð í staðinn, virðast einnig vera skaðleg, þó að áhrif þeirra séu minna þekkt.

Rannsókn á nýju eldvarnarefnunum

Nýlega var birt í ritinu Environmental Pollution grein sem ber fyrirsögnina Transplacental transfer of plasticizers and flame retardants in fin whales (Balaenoptera physalus) from the North Atlantic Ocean. Einn höfunda er Gísli Víkingsson heitinn, fyrrverandi sérfræðingur Hafrannsóknastofnunar.

Rannsóknin tók til þriggja tegunda þessara nýju eldvarnarefna; halógen eldvarnarefni, lífrænir fosfatsestarar og klór­parafínefni. Skoðað var hvort efnin byggðust upp í langreyðum og hvort þessi efni bærust milli móður og fósturs.

Þessar niðurstöður sýna að eldvarnarefni sem notuð eru í dag berast á milli móður og fósturs í langreyðum, sem kallar á frekari rannsóknir á áhrifum þessara efna á líffræði sjávarspendýra.

Okkar besti maður
Líf og starf 11. desember 2025

Okkar besti maður

Á næsta ári verða 300 ár liðin frá fæðingu Eggerts Ólafssonar. Þegar við svipleg...

Jólablóm frá íslenskum garðyrkjubændum
Líf og starf 8. desember 2025

Jólablóm frá íslenskum garðyrkjubændum

Íslensk blóm gleðja augað. Bæði afskorin blóm og pottaplöntur geta á einn eða an...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 8. desember 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn mun fljótlega upplifa einhvers konar deyfð og myndi helst kjósa að u...

Jólin eru að koma
Líf og starf 5. desember 2025

Jólin eru að koma

Nú fer að líða að hátíð ljóssins og jólasveinanna og því ekki seinna vænna að sk...

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f