Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Svava H. Guðmundsdóttir kynnir sinnepið sitt á Bragðagarði í Grasagarðinum í Laugardal. Hún segist þurfa að herða á framleiðslunni vegna vaxandi eftirspurnar.
Svava H. Guðmundsdóttir kynnir sinnepið sitt á Bragðagarði í Grasagarðinum í Laugardal. Hún segist þurfa að herða á framleiðslunni vegna vaxandi eftirspurnar.
Mynd / Aðsend
Líf og starf 8. nóvember 2023

Einu sinni hugmynd en nú þekkt gæðavara

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Fyrir þrjátíu og sjö árum fékk Svava H. Guðmundsdóttir þá hugmynd að þróa og framleiða eigið sinnep. Í dag er það þekkt vara.

Svava, sem er formaður Samtaka smáframleiðenda matvæla (SSFM), segir að í byrjun hafi sinnepsframleiðslan aðeins verið til fjölskyldunota en árið 2014 hafi hún tekið af skarið og hafið framleiðslu sinnepsins fyrir almenna sölu.

En af hverju sinnep? „Ég bjó lengi í Svíþjóð og vandist þar á að nota skánskt sinnep í gljáa á jólaskinku og hamborgarhrygg,“ segir Svava. „Þar sem sinnep af þeirri gerð fékkst ekki hér var einfaldast að framleiða það sjálf.“

Aðspurð um leiðina frá hugmynd til framleiðslu segir hún að sú leið hafi verið heldur flókin og megi þar nefna leyfin, að finna framleiðslustað og koma vörunni í sölu.

„Ég tel mig hafa verið mjög heppna og hef kynnst mörgu flottu fagfólki, til dæmis hjá Matís þar sem ég hóf framleiðsluna, í Eldstæðinu sem er deilieldhús þar sem ég framleiði í dag og hjá Samtökum smáframleiðenda matvæla (SSFM). Ekki má gleyma þeim ótal mörgu smáframleiðendum sem hafa stutt mig og gefið mér ótal góð ráð.“

Mætir aukinni eftirspurn

SVAVA sinnep er handverks-framleiðsla sem fer fram í Eldstæðinu. Svava sér sjálf um framleiðsluna, sem er þar af leiðandi ekki mjög umfangsmikil en á uppleið vegna aukinnar eftirspurnar. Hún segist ekki vera með fólk í vinnu, en fjölskylda og vinir hjálpi til.

Sinnepið er selt hér innanlands og ekki ráðgert að sækja út fyrir landsteina að markaði. Svava heldur úti vefnum sinnep.is og þar er, auk upplýsinga um vöruna, að finna nokkrar fyrirtaks uppskriftir.

Þegar talið berst að nýsköpunar­umhverfi dagsins í dag telur Svava það nokkuð flókið hjá smáframleiðendum matvæla en með tilkomu Samtaka smáframleiðenda matvæla hefi það batnað.

„Þekking almennings á gæðum og tilvist afurða smáframleiðenda hefur aukist. Sölutækifærum í verslunum landsins hefur fjölgað. Ég veit ekki hvort frumkvöðlaumhverfið hjá smáframleiðendum er erfiðara hjá konum en körlum, hef sjálf ekki orðið vör við mismunun og held að það fari meira eftir verkefnum og frumkvöðlinum sjálfum. Það sem er mest aðkallandi í dag er að samræma og einfalda regluverkið fyrir greinina,“ segir hún.

Góður undirbúningur lykill

Svava hvetur þá sem eru að huga að smáframleiðslu til að hugsa hugmyndina vel, tala við frumkvöðla sem komnir eru af stað í framleiðslu og setja sig í samband við SSFM, Matís og aðra aðila í greininni.

Um það hvað helst sé á döfinni hjá SSFM segir hún það vera að halda áfram að styðja félagsmenn og veita þeim ráðgjöf ásamt því að vera gátt inn til smáframleiðenda matvæla og miðla gagnlegum upplýsingum til þeirra.

„Líka að halda áfram að vinna að því að regluverkið í kringum smáframleiðslu matvæla verði samræmt og einfaldað.“

Jólin eru að koma
Líf og starf 5. desember 2025

Jólin eru að koma

Nú fer að líða að hátíð ljóssins og jólasveinanna og því ekki seinna vænna að sk...

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f