Dýraríkið í máli og myndum
Líf og starf 4. febrúar 2021

Dýraríkið í máli og myndum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hið íslenska bókmenntafélag hefur sent frá sér bókina Dýraríki eftir Örnólf Thorlacius. Bókin, sem er í tveimur bindum, er í senn uppfull af fróðleik um dýr af öllum stærðum og gerðum, allt frá örsmáum frumdýrum til stærstu spendýra. Stórglæsilegt rit sem nýtist öllum sem hafa hinn minnsta áhuga á náttúrufræði.

Í bókunum er fjallað í máli og myndum um lífsstörf og líkamsgerð dýra, flokkun þeirra og helstu eiginleika, og sagt frá hegðun og sérkennum fjölda einstakra tegunda. Farið er víða yfir og fléttað saman fræðilegum texta og forvitnilegum frásögnum.

Ástríða fyrir fróðleik

Örnólfur var líffræðingur og kennari og kom víða við og er bæði höfundur margra bóka auka þess sem hann var stórvirkur þýðandi. Dýraríkið er hans metnaðarfyllsta ritverk og ber vitni ævilangri ástríðu fyrir hvers kyns fróðleik tengdum dýraríkinu. Örnólfi entist ekki aldur til að fylgja ritinu eftir til útgáfu og sáu Árni Thorlacius lífefnafræðingur, Lárus Thorlacius eðlisfræðingur og Magnús Thorlacius líffræðingur um að ljúka verkinu en allir eru þeir afkomendur Örnólfs.

Frá einfrumungum til hryggdýra

Ritið hefst á almennri umfjöllun um vettvang og sögu dýrafræðinnar, meginflokkun dýra, lífsstörfum þeirra og líkamsgerð. Síðan er mismunandi fylkingum dýraríkisins skipulega lýst, frá einfrumungum til vefdýra, hryggleysingjum til hryggdýra. Fyrra bindið endar á ítarlegri umfjöllun um fugla og í seinna bindinu er sagt frá fiskum, froskdýrum og skriðdýrum og loks okkar nánustu ættingjum á skyldleikatrénu, spendýrunum.


Ritið er ríkulega myndskreytt og því fylgir ítarleg atriðisorðaskrá.

Um 80% af fóðrinu er eigin framleiðsla
Líf og starf 5. mars 2021

Um 80% af fóðrinu er eigin framleiðsla

Svínabúið í Laxárdal II í Skeiða- og Gnúpverjahreppi er stofnað af hjónunum Herð...

Garðyrkjufræðsla fyrir almenning hjá Endurmenntun LbhÍ
Líf og starf 3. mars 2021

Garðyrkjufræðsla fyrir almenning hjá Endurmenntun LbhÍ

Á Garðyrkjuskólanum á Reyk­jum afla nemendur sér­menntunar í garðyrkju­fræð­um o...

Löggan og umboðsmaður barna í heimsókn í Frístundaklúbb Grímsnes- og Grafningshrepp
Líf og starf 1. mars 2021

Löggan og umboðsmaður barna í heimsókn í Frístundaklúbb Grímsnes- og Grafningshrepp

Lögreglumennirnir Þórunn Þrastardóttir og Árni Guðmundsson frá Lögreglunni á Suð...

Dýrin eru í mestu uppáhaldi en getur teiknað og málað hvað sem er
Líf og starf 19. febrúar 2021

Dýrin eru í mestu uppáhaldi en getur teiknað og málað hvað sem er

„Ég heiti Sigríður og bý ásamt eiginmanni mínum, Benedikt Líndal, og yngsta barn...

Í ríki sveppakóngsins
Líf og starf 15. febrúar 2021

Í ríki sveppakóngsins

Sveppir gegna lykilhlutverki í lífríkinu með því að umbreyta plöntu- og dýra­lei...

Tómatar farnir að streyma á markað úr nýja gróðurhúsinu í Friðheimum
Líf og starf 12. febrúar 2021

Tómatar farnir að streyma á markað úr nýja gróðurhúsinu í Friðheimum

Fyrstu tómatarnir sem ræktaðir voru í nýju gróðurhúsi Friðheima í Reykholti voru...

Íslenskur landbúnaður sagður í kjörstöðu til að endurvinna plast sem til fellur í greininni
Líf og starf 9. febrúar 2021

Íslenskur landbúnaður sagður í kjörstöðu til að endurvinna plast sem til fellur í greininni

Sigurður Halldórsson, stofnandi og framkvæmdastjóri plastendur­vinnslunnar Pure ...

Dýraríkið í máli og myndum
Líf og starf 4. febrúar 2021

Dýraríkið í máli og myndum

Hið íslenska bókmenntafélag hefur sent frá sér bókina Dýraríki eftir Örnólf Thor...