Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Höskuldur Ari Hauksson, íslenski vínbóndinn í Sviss, var staddur hérlendis á dögunum til að kynna nýtt freyðivín í framleiðslu hjá sér, Perlur.
Höskuldur Ari Hauksson, íslenski vínbóndinn í Sviss, var staddur hérlendis á dögunum til að kynna nýtt freyðivín í framleiðslu hjá sér, Perlur.
Líf og starf 23. maí 2022

Dvergkindur og kryddjurtir töfralausnir í ræktuninni

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir

Höskuldur Ari Hauksson hefur verið vínbóndi í Hünenberg See í kantónunni Zug í miðhluta Sviss um nokkurra ára skeið ásamt konu sinni, Söru Hauksson, og var á Íslandi á dögunum til að kynna nýjustu vöruna sína, freyðivínið Perlur.

Sífellt bætast við nýjar tegundir í vörusafn þeirra hjóna og er stöðug þróunarvinna í gangi á vínekrunum til að gera framleiðsluna skilvirkari.

„Við erum farin að beita dvergkindum af kyninu Ouessant allt árið á ekrunum okkar. Til þess að þetta gangi upp höfum við verið að breyta því hvernig vínviðurinn vex, við látum berin vera uppi og greinarnar svo vaxa niður á móti. Eins höfum við verið að planta nokkur þúsund kryddjurtum á milli vínviðarplantnanna. Í haust stendur svo til að breyta fjórum skikum yfir í „agro-forestry“ með því að planta ýmsum trjám og runnum á ekrunum,“ útskýrir Höskuldur, sem starfaði í fjármálageiranum erlendis í um 20 ár áður en hann fór að þróa sig áfram með víngerð í Sviss með konunni sinni.

„Við erum farin að beita dvergkindum af kyninu Ouessant allt árið á ekrunum okkar til að halda grasi og illgresi í skefjum og hefur gefið góða raun,“ segir Höskuldur.

Lykillinn er fjölbreytileiki í jarðveginum

Í upphafi keypti Höskuldur um eitt tonn af Pinot Noir þrúgum á ári. Áhugamálið stækkaði og árið 2015 tók hann við fyrstu ekrunni sinni í Gordemo í Ticino í ítölskumælandi hluta Sviss. Tveimur árum síðar fór hann út í vínrækt að fullu starfi og tók við býli í Remigen í Aargau í Norðurhluta Sviss, svo við öðru býli skammt frá í Döttingen síðastliðið vor. Í áranna rás hefur ákveðin þróunarvinna verið viðhöfð sem skilar tilætluðum árangri.

„Við erum að breyta því hvernig vínviðurinn vex, þannig að berin séu efst og laufið vex síðan niður á við. Með þessum hætti eru berin nógu hátt uppi til að dvergkindurnar nái ekki til þeirra. Það hefur þann kost í för með sér að við getum leyft kindunum að vera inni á ekrunni allt sumarið, þurfum ekki að slá grasið og þær gefa okkur svo áburð og hjálpa til við að fá meiri fjölbreytileika í flóruna af örverum í jarðveginum. Við notum „holistic grazing“ sem þýðir að við beitum kindunum í þéttum hópi á lítið svæði í einu og færum þær mjög ört. Þetta er kerfi sem Allan Savory gerði vinsælt en það hjálpar til að bæta jarðveginn – eykur á myndun hummus og fjölbreytileika og fjölda örveranna sem eru svo mikilvægar fyrir heilbrigðan jarðveg,“ segir Höskuldur og bætir við:

„Lífkerfið virkar þannig að vínviðurinn ljóstillífar og myndar einfaldar sykrur. Hann gefur síðan stóran hluta af þessum sykri í gegnum ræturnar inn í jarðveginn til þess að ala upp bakteríur og ýmsa sveppi. Þessar örverur nota síðan ensím til þess að leysa upp ýmis snefilefni úr jarðveginum og borga vínviðnum fyrir sykurinn með því að færa honum þessi snefilefni. Örverurnar gegna því lykilhlutverki í bragðmyndun vínsins og það er mikilvægt að hlúa að þeim.“

Kryddjurtir til ýmissa hluta nytsamlegar

Það er að ýmsu að huga í fram- leiðslunni og þó að mesta yfirlegan og umhyggjan fyrir ræktunarsvæðunum sé á vorin, sumrin og fram á haustið er þetta vinna allt árið að sögn Höskuldar. Til viðbótar við dvergkindurnar hafa þau hjónin ræktað margar tegundir kryddjurta á ekrunum sem hafa margvísleg áhrif.

„Kryddjurtirnar hjálpa okkur að fæla frá skordýr sem sækja í berin á haustin þegar þau eru orðin sæt. Jafnframt halda þær kindunum heilbrigðari en kindurnar borða af þeim í örlitlu magni til þess að losna við ýmsa sníkla. Við notum þær líka til að búa til jurtate sem við sprautum á vínviðinn til að styrkja hann gegn sýkingum. Að sjálfsögðu bragðast lambakjötið betur þegar þau eru búin að vera að borða kryddjurtir allt sumarið. Einnig notum við kryddjurtirnar til að búa til tvær útgáfur af drykknum Vermouth svo þetta hefur góð áhrif í okkar framleiðslu,“ segir Höskuldur, sem selur vín sín í nokkrum löndum Evrópu og í ÁTVR hér heima. Það færist einnig í aukana að Íslendingar panti beint af Höskuldi og er opið fyrir pantanir hjá honum til 15. maí næstkomandi fyrir sumarsendingu.

Skylt efni: Vínviður | vínbændur

Arfleið óttans
Líf og starf 5. júlí 2022

Arfleið óttans

Unnur Sólrún Bragadóttir hefur sent frá sér sína fyrstu skáldsögu sem ka...

Iðjagræn fegurð og ævintýraleg tré
Líf og starf 5. júlí 2022

Iðjagræn fegurð og ævintýraleg tré

Ljubljana í Slóveninu er falleg borg með mörgum almenningsgörðum og stórum g...

Græn og læsileg rit
Líf og starf 4. júlí 2022

Græn og læsileg rit

Um þessar mundir eru áskrifenduraðfáíhús Garðyrkjuritið og Skógræktarritið.

Stækka hótel og heilsulind
Líf og starf 4. júlí 2022

Stækka hótel og heilsulind

„Það var komin þörf fyrir stækkun, undanfarin ár hefur mikið verið bókað hjá...

Áskoranir skapa tækifæri
Líf og starf 2. júlí 2022

Áskoranir skapa tækifæri

„Það eru blikur á lofti, því er ekki að neita. Allir stórir liðir í rekstrar...

Vintage Valentino, Gucci, Ganni ...
Líf og starf 1. júlí 2022

Vintage Valentino, Gucci, Ganni ...

Heyrst hefur bak við tjöld tískuunnenda að lúxusveldið Valentino hafi haft þa...

Mest flutt út til Þýskalands og Japan
Líf og starf 1. júlí 2022

Mest flutt út til Þýskalands og Japan

Mest af þeim dúni sem safnað er og unninn hér á landi er flutt út. Árið 202...

Sífellt fleiri vilja skoða Hengifoss
Líf og starf 1. júlí 2022

Sífellt fleiri vilja skoða Hengifoss

Mikil aukning ferðamanna er um svæðið í kringum Hengifoss í Fljótsdal.