Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Hildigunnur Jóhannsdóttir skyggnir æðaregg.
Hildigunnur Jóhannsdóttir skyggnir æðaregg.
Líf og starf 30. júní 2022

Dúntekja svipuð og í meðalári

Höfundur: Vilmundur Hansen

„Varp og tínsla hefur gengið vel þaðsemaferogégerekkifrá því að fuglarnir séu ívið fleiri hjá okkur en í fyrra,“ segir Helga María Jóhannesdóttir, æðarbóndi í Skáleyjum, og bætir við að tíðin hafi líka verið þeim hagfelld.

Caption

„Við erum með varp í mörgum eyjum og hólmum og hreiðrin sem við heimsækjum yfir fjögur þúsund og það tekur rúma viku að fara yfir allt varpið. Fuglarnir kjósa að vera nálægt sjó og því eru oft fleiri hreiður á minni hólmum en á stærri eyjum og því fer talsverður tími í að fara á milli varpstöðvanna.“

Helga María segir að þar sem ekki sé búið að fara yfir allt varpið nema einu sinni sé fullsnemmt að segja hvert endanlegt magn af dúni fáist í ár en hún telji að tekjan verði svipuð og í meðalári.

„Það hefur verið þurrt í vor og í slíkri tíð er hægara að tína og vinna dúninn og hann verður líka bæði betri og verðmætari. Eftirspurn og verð fyrir dún sveiflast talsvert á milli ára og það kemur fyrir að við sitjum uppi með tekjuna á milli ára. Á síðasta ári seldum við til dæmis tveggja ára birgðir sem við vorum með í geymslu þannig að afkoman af varpinu er ekki alltaf örugg.“

14 myndir:

„Við vissum að þetta var draumurinn og létum vaða!“
Líf og starf 29. júlí 2022

„Við vissum að þetta var draumurinn og létum vaða!“

Eftir að hafa alið með sér þann draum að gerast bændur í allmörg ár ákváðu...

Heilbrigð og jákvæð sýn á líkamann
Líf og starf 29. júlí 2022

Heilbrigð og jákvæð sýn á líkamann

Í tískuheiminum þetta sumarið má vart snúa sér í hálfhring án þess að ve...

Hafurinn Þorri í Finnafirði
Líf og starf 20. júlí 2022

Hafurinn Þorri í Finnafirði

Þessi glæsilegi hafur, sem heitir Þorri, á heima á bænum Felli í Finnafirði. ...

„Enda eins og ég byrjaði með föður mínum nítján ára gamall“
Líf og starf 20. júlí 2022

„Enda eins og ég byrjaði með föður mínum nítján ára gamall“

Sveinn Björnsson, garðyrkjubóndi á Varmalandi í Reykholti, hefur stundað tó...

Hundur og köttur í fanginu á heimasætunni
Líf og starf 19. júlí 2022

Hundur og köttur í fanginu á heimasætunni

Hundurinn Pipar og heimiliskötturinn á Skorrastað II í Fjarðabyggð í fanginu...

Álftirnar fóru og hafa ekki verið meira til ama
Líf og starf 18. júlí 2022

Álftirnar fóru og hafa ekki verið meira til ama

Eitt af langlífustu umkvörtunarefnum bænda í jarðrækt er ágangur fugla; aðal...

Ennishnjúkur blasir við
Líf og starf 18. júlí 2022

Ennishnjúkur blasir við

Bændablaðinu barst kveðja frá ungum lesanda í Skagafirðinum, henni Bjarkeyju D...

Gróska í norrænni matvælavinnslu og víngerðarlist
Líf og starf 18. júlí 2022

Gróska í norrænni matvælavinnslu og víngerðarlist

Nú, sem fyrr, var keppnin um norrænu matvælaverðlaunin Embluna afar hörð, en v...