Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Jakob Wayne Robertson mun helga sig áströlskum bökum í vetur.
Jakob Wayne Robertson mun helga sig áströlskum bökum í vetur.
Mynd / ghp
Líf og starf 27. desember 2022

Dund í kófi varð að götubitaverðlaunum

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Jakob Wayne Vikingur Robertson framleiðir ástralskar bökur í nafni Arctic Pies á Eldstæðinu.

Þegar þremur vinum, Jakobi, Landon Habkouk og Lee Nelson, leiddist ládeyðan í kófinu fóru þeir að mundast við að elda bökur frá heimalandinu. Smjördeigsbökurnar, sem gjarnan eru fylltar með kjöti af einhverju tagi, eru eins konar þjóðarréttur í Ástralíu.

„Þetta er kannski eins og pylsur eru fyrir Íslendingum. Hins vegar getur þú fengið bæði gæðabökur, með góðum hráefnum á veitingastað, en líka bensínsstaðabökur sem skyndibita.“

Þegar bökunum fór að fjölga fram yfir næringarþörf félaganna létu þeir vita af sér á Facebook- grúppum Ástrala, Nýsjálendinga, Breta og Suður-Afríkubúa á Íslandi og eftirspurn eftir bökum varð til. Félagarnir ákváðu því að stofna fyrirtæki kringum bökugerðina að gamni.

„Ég fann Eldstæðið fyrir slysni á netinu en þá var það bara að opna. Við vorum með þeim fyrstu hingað inn. Hér gátum við prófað okkur áfram og þróað bökurnar, en við vissum í raun ekkert hvað við værum að gera,“ segir Jakob.

Fyrirtækið var í raun rekið á tveimur litlum samlokugrillum, sem sérsniðin voru að bökubakstri. „Við gátum gert átta bökur á 20 mínútum og þannig tókum við þátt í pop-up mörkuðum hér og þar.“

Í dag bakar Jakob hins vegar allt deig frá grunni, ásamt því að fylla bökurnar með ýmsu góðgæti. Þess má t.d. geta að vegan baka frá Arctic Pies var valin besti grænmetis- göturéttur ársins á götubitahátíðinni Reykjavík Street Food í sumar. Þar hlaut fyrirtækið einnig önnur verðlaun fyrir besta götubitann og óhætt að segja að áströlsku bökurnar falli í góðan jarðveg.

Viðtökurnar hafa orðið til þess að Jakob ætlar eingöngu að einbeita sér að framleiðslunni í vetur. Hann segir samfélag Eldstæðisins eina af forsendum þess að slíkt verkefni gangi upp. „Ég væri eflaust ekki í þessu nema ég væri með þennan stað. Ég hef lært svo mikið, Eva er rosalega hjálpleg, hér er öll aðstaða sem ég þarf. Svo er mikil samvinna meðal þeirra sem nýta aðstöðuna, það er mjög gott að ráðfæra sig við þau og geta aðstoðað aðra. Þetta er eins og lítil fjölskylda.“

Okkar besti maður
Líf og starf 11. desember 2025

Okkar besti maður

Á næsta ári verða 300 ár liðin frá fæðingu Eggerts Ólafssonar. Þegar við svipleg...

Jólablóm frá íslenskum garðyrkjubændum
Líf og starf 8. desember 2025

Jólablóm frá íslenskum garðyrkjubændum

Íslensk blóm gleðja augað. Bæði afskorin blóm og pottaplöntur geta á einn eða an...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 8. desember 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn mun fljótlega upplifa einhvers konar deyfð og myndi helst kjósa að u...

Jólin eru að koma
Líf og starf 5. desember 2025

Jólin eru að koma

Nú fer að líða að hátíð ljóssins og jólasveinanna og því ekki seinna vænna að sk...

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...