Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Dúfnaregistur Íslands
Líf og starf 7. maí 2019

Dúfnaregistur Íslands

Höfundur: Vilmundur Hansen

Út er komin bók um sögu dúfunnar og dúfnarækt á Íslandi. Í bókinni er farið yfir sögu dúfna og tengsl þeirra við manninn frá örófi alda og til dagsins í dag. Höfundur er Tumi Kolbeinsson, kennari í Flensborg.

Að sögn Tuma ræktaði hann dúfur sem unglingur í Keflavík. „Satt best að segja var ég á kafi í dúfunum og fannst alltaf vera skortur á lesefni. Það var mikil uppsveifla í dúfnarækt á níunda áratug síðustu aldar, m.a. mikill áhugi á bréfdúfum. Áhuginn dofnaði síðan þegar á leið en ég byrjaði svo aftur fyrir nokkrum árum á ræktuninni með syni mínum þegar mér bauðst kofi sem vinur minn var að losa sig við þegar hann þurfti að stækka við sig.“

Áhuginn rauk upp aftur

„Afleiðingin var að son­urinn fékk smááhuga en gamla áhugamálið spratt aftur upp hjá mér. Í framhaldi af því fór ég að kynna mér sögu og ræktun dúfna betur og panta mér bækur og skrá hjá mér ýmiss konar fróðleik þeim tengdum. Ég fór líka að grúska í sögu dúfnaræktar á Íslandi og viða að mér heimildum.

Eitt af því sem kom mér á óvart þegar ég fór að skoða söguna er hversu dúfur eru tengdari mönnum en halda mætti í fyrstu. Þær tengjast trúar­brögðum, eru aldar sem sendiboðar, skrautfuglar og til átu og dritið var mjög verðmætt fyrir daga tilbúins áburðar. Fjöldi ræktunarafbrigða er ótrúlegur og sum afbrigðanna eru afrakstur ræktunar munka í klaustrum fyrir mörgum öldum.

Í upphafi stóð til að ég skrifaði smá ágrip dúfnaræktar fyrir dúfnasýningu sem ég kom að en þetta vatt upp á sig og úr varð bók.“

Saga og nytjar

Tumi skiptir bókinni í þrjá meginkafla, Sambúð og saga, Dúfur á Íslandi og Atferli og umhirða og er hverjum meginkafla skipt niður í undirkafla þar sem meðal annars er fjallað um dúfnadrit, dúfur í trúarbrögðum, sögu dúfnaræktar á Íslandi, tilhugalíf dúfna, dúfnakofa og ólíkar tegundir dúfna. Bókin er því allt í senn sagnfræðirit, félagsfræðistúdía, ræktunarhandbók og uppspretta áhugaverðra staðreynda með matreiðsluívafi.

Dúfnabókin fyrir þig

Á bókarkápu segir. Hversu oft  hefur þú velt fyrir þér sögu dúfunnar? Hefur þú kannski aldrei leitt hugann að tengslum dúfunnar og mannsins? Hefur þú ræktað dúfur eða gefið þeim brauðmola niðri við tjörn? Þykja þér dúfur ógeðslegar eða gætir þú hugsað þér að hafa þær í matinn? Þá er Dúfnaregistur Íslands bókin fyrir þig.

Auk texta sem bæði er hægt að hafa af gagn og gaman eru í bókinni fjöldi skemmtilegra mynda sem sýna hversu fjölbreytilegar dúfur geta verið og íslensk dúfnarækt gegnum tíðina. Bókaútgáfan Sæmundur gefur bókina út.
 

Jólin eru að koma
Líf og starf 5. desember 2025

Jólin eru að koma

Nú fer að líða að hátíð ljóssins og jólasveinanna og því ekki seinna vænna að sk...

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.