Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Allir eru velkomnir á Dag sauðkindarinnar, sem haldin verður hátíðlegur á Hvolsvelli laugardaginn 14. október.
Allir eru velkomnir á Dag sauðkindarinnar, sem haldin verður hátíðlegur á Hvolsvelli laugardaginn 14. október.
Mynd / MHH
Líf og starf 13. október 2023

Dagur sauðkindarinnar

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Það verður mikið um að vera í reiðhöllinni Skeiðavangi á Hvolsvelli laugardaginn 14. október á „Degi sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu“ á vegum Félags sauðfjárbænda í Rangárvallasýslu.

Fjáreigendur milli Þjórsár og Markarfljóts mega mæta með fé til sýningar en dómar byrja klukkan 10 og sýningin sjálf klukkan 13.

Verðlaun verða veitt fyrir besta hyrnda lambhrútinn, besta kollótta lambhrútinn, bestu kollóttu gimbrin og bestu hyrndu gimbrina. Einnig verða verðlaun fyrir besta veturgamla hrútinn úr kynbótamati ársins 2022 og bestu fimm vetra ána úr kynbótamati ársins 2022.

Auk þess verður ræktunarbú ársins 2022 verðlaunað og sérstök verðlaun verða fyrir þykkasta bakvöðva sýningarinnar. Áhorfendur fá síðan að velja litfegurstu gimbrina úr lömbum sem taka þátt í litasamkeppni dagsins. SS styrkir sýninguna með því að gefa gestum kjötsúpu.

Vetur í stofunni
Líf og starf 26. janúar 2026

Vetur í stofunni

Að ýmsu er að hyggja til að halda pottaplöntum heilbrigðum og fallegum yfir vetr...

Öxin kysst
Líf og starf 26. janúar 2026

Öxin kysst

Þann 12. janúar voru 195 ár liðin frá því að Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigur...

Enn lengur á Biðstofunni, takk!
Líf og starf 16. janúar 2026

Enn lengur á Biðstofunni, takk!

Nú er að hefjast ein skemmtilegasta sjónvarpsveisla ársins með Evrópumótinu í ha...

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 30. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum
Líf og starf 30. desember 2025

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum

Dagana 29. og 30. nóvember fóru fram tvö Íslandsmót. Annars vegar Íslandsmót ein...

Myndflöturinn logar
Líf og starf 28. desember 2025

Myndflöturinn logar

Bjart er yfir sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg. Sýningin heitir Roði en ...

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi
Líf og starf 28. desember 2025

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi

Feðginin Anna Fjóla og pabbi hennar, Gísli B. Björnsson, eru nú á fullum krafti ...

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki
Líf og starf 28. desember 2025

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki

Vopnfirðingurinn Oddný Aðalbjörg Methúsalemsdóttir vann á sinni tíð ötullega að ...