Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Allir eru velkomnir á Dag sauðkindarinnar, sem haldin verður hátíðlegur á Hvolsvelli laugardaginn 14. október.
Allir eru velkomnir á Dag sauðkindarinnar, sem haldin verður hátíðlegur á Hvolsvelli laugardaginn 14. október.
Mynd / MHH
Líf og starf 13. október 2023

Dagur sauðkindarinnar

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Það verður mikið um að vera í reiðhöllinni Skeiðavangi á Hvolsvelli laugardaginn 14. október á „Degi sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu“ á vegum Félags sauðfjárbænda í Rangárvallasýslu.

Fjáreigendur milli Þjórsár og Markarfljóts mega mæta með fé til sýningar en dómar byrja klukkan 10 og sýningin sjálf klukkan 13.

Verðlaun verða veitt fyrir besta hyrnda lambhrútinn, besta kollótta lambhrútinn, bestu kollóttu gimbrin og bestu hyrndu gimbrina. Einnig verða verðlaun fyrir besta veturgamla hrútinn úr kynbótamati ársins 2022 og bestu fimm vetra ána úr kynbótamati ársins 2022.

Auk þess verður ræktunarbú ársins 2022 verðlaunað og sérstök verðlaun verða fyrir þykkasta bakvöðva sýningarinnar. Áhorfendur fá síðan að velja litfegurstu gimbrina úr lömbum sem taka þátt í litasamkeppni dagsins. SS styrkir sýninguna með því að gefa gestum kjötsúpu.

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.

Blóðþyrst kona vill barnakjöt
Líf og starf 27. nóvember 2025

Blóðþyrst kona vill barnakjöt

Grýlu er fyrst getið á miðöldum en sú Grýla sem við þekkjum stingur upp sínum lú...