Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Hér eru svipmyndir úr Víkurskóla í Vík í Mýrdal, en krakkarnir buðu gestum í veglega dagskrá í tilefni af Degi íslenskrar tungu.
Hér eru svipmyndir úr Víkurskóla í Vík í Mýrdal, en krakkarnir buðu gestum í veglega dagskrá í tilefni af Degi íslenskrar tungu.
Líf og starf 6. desember 2017

Dagur íslenskrar tungu í Vík

Hinn 16. nóvember var árlegt kaffihúskvöld Víkurskóla haldið.  Löng hefð er fyrir að nemendur bjóði heim gestum á þessu kvöldi og fái rithöfund í heimsókn eða undirbúi sjálfir dagskrá ásamt kennurum.  
 
Síðastliðið vor gerðist Víkurskóli jarðvangsskóli, þar sem hann er einn af þremur skólum í Kötlujarðvanginum. Í jarðvangsskólanum hugum við enn betur en áður að því sem tengist jarðfræði svæðisins.  Þar á meðal er menningar- og söguarfur. Fossar og óskasteinar settu því svip sinn á kvöldið að þessu sinni.  Bekkir 1.–4. b fluttu lagið Vorvindar glaðir og sömdu dans með. 5.–6. bekkur settu á svið leikritið Gullkistan sem byggist á sögunni um gullkistuna í Skógarfossi. 7.–8.b sömdu örsögur um óskasteina og stúlknakór eldri bekkinga söng lagið Óskasteinar. 9.–10. bekkingar léku sér með tungumálið á skemmtilegan hátt, sviðsettu málshætti og áhorfendur gátu upp á. Nemendur bökuðu fyrir kvöldið og gefin var út uppskriftabók.  Þetta var gefandi, lærdómsrík og skemmtileg samvera, þar sem íslenskan var í hávegum höfð og nemendur sýndu í verki að þeir kunna sannarlega að bjóða heim gestum.

11 myndir:

Vetur í stofunni
Líf og starf 26. janúar 2026

Vetur í stofunni

Að ýmsu er að hyggja til að halda pottaplöntum heilbrigðum og fallegum yfir vetr...

Öxin kysst
Líf og starf 26. janúar 2026

Öxin kysst

Þann 12. janúar voru 195 ár liðin frá því að Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigur...

Enn lengur á Biðstofunni, takk!
Líf og starf 16. janúar 2026

Enn lengur á Biðstofunni, takk!

Nú er að hefjast ein skemmtilegasta sjónvarpsveisla ársins með Evrópumótinu í ha...

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 30. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum
Líf og starf 30. desember 2025

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum

Dagana 29. og 30. nóvember fóru fram tvö Íslandsmót. Annars vegar Íslandsmót ein...

Myndflöturinn logar
Líf og starf 28. desember 2025

Myndflöturinn logar

Bjart er yfir sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg. Sýningin heitir Roði en ...

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi
Líf og starf 28. desember 2025

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi

Feðginin Anna Fjóla og pabbi hennar, Gísli B. Björnsson, eru nú á fullum krafti ...

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki
Líf og starf 28. desember 2025

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki

Vopnfirðingurinn Oddný Aðalbjörg Methúsalemsdóttir vann á sinni tíð ötullega að ...