Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Kristján Helgi við Centaurinn, merkilegu dráttarvélina sem hann gerði upp af sinni alkunnu snilld. Eitt af því sem er sérstætt við þessa „liðstýrðu vél“ er að bremsur fyrirfinnast ekki á henni og það þarf að snúa henni í gang.
Kristján Helgi við Centaurinn, merkilegu dráttarvélina sem hann gerði upp af sinni alkunnu snilld. Eitt af því sem er sérstætt við þessa „liðstýrðu vél“ er að bremsur fyrirfinnast ekki á henni og það þarf að snúa henni í gang.
Líf og starf 25. nóvember 2021

Centaur-dráttarvél, árgerð 1934 er komin til Hvanneyrar

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Það var hátíðarstund á Land­búnaðar­safni Íslands á Hvanneyri laugardaginn 6. nóvember þegar Kristján Helgi Bjartmarsson þúsund­þjalasmiður kom með Centaur-dráttarvél á kerru á Hvann­eyri og færði safninu vélina til varðveislu.

Kristján Helgi hefur notað síðustu sjö ár við að gera vélina upp en hún var í eigu Þjóðminjasafns Íslands. Dráttarvélin, sem hafði það hlutverk að leysa íslenska hestinn af hólmi í störfum sínum, kom fyrst að bænum Jódísarstöðum í Eyjafirði 1934 en fór síðan á Mælifell í Skagafirði þar sem Kristján Helgi ólst upp.

„Það er ómetanlegt fyrir söfnin að eiga slíka hagleiksmenn að eins og Kristján Helga, sem vinna óeigingjarnt starf til varðveislu tækniminja landsins,“ segir RagnhildurHelga Jónsdóttir, forstöðumaður safnsins.

Kristján Helgi og Ragnhildur tókust formlega í hendur eftir að vélin hafði verið afhent Landbúnaðarsafni Íslands á Hvanneyri.

Áður en vélin var sett inn á sinn stað í Halldórsfjósi fengu nokkrir að aka henni á hlaðinu á Hvanneyri, þeirra á meðal var Ragnhildur Helga. Þess má geta að Kristján Helgi hélt skrá yfir vinnu við Centaurinn og skilaði Þjóðminjasafninu skýrslu um framvindu og lok uppgerðarinnar. Ótal myndir, bæði fyrir og eftir viðgerð fylgdu skýrslunni. 

Dvergkindur og kryddjurtir töfralausnir í ræktuninni
Líf og starf 23. maí 2022

Dvergkindur og kryddjurtir töfralausnir í ræktuninni

Höskuldur Ari Hauksson hefur verið vínbóndi í Hünenberg See í kantónunni Zug í m...

Áburður á norðausturhornið
Líf og starf 20. maí 2022

Áburður á norðausturhornið

Bændur hafa undanfarið verið í óða önn að bera áburð á tún sín, sumir eru enn að...

Matland er nýr vefmiðill og markaðstorg sem er helgað íslenskum matvælum
Líf og starf 17. maí 2022

Matland er nýr vefmiðill og markaðstorg sem er helgað íslenskum matvælum

Tjörvi Bjarnason er kunnur af störfum sínum í útgáfu- og kynningarmálum fyrir Bæ...

Pottaplöntur við íslenskar aðstæður
Líf og starf 16. maí 2022

Pottaplöntur við íslenskar aðstæður

Allt í blóma er ný íslensk bók sem fjalar um ræktun pottaplantan við íslenskar a...

Innsýn í blóðmerahald á Íslandi
Líf og starf 13. maí 2022

Innsýn í blóðmerahald á Íslandi

Í erindi sem hún hélt á Búnaðarþingi veitti Bóel Anna Þórisdóttir innsýn inn í b...

Illgresi andskotans
Líf og starf 12. maí 2022

Illgresi andskotans

Nýverið sendi Þorsteinn Úlfar Björnsson frá sér bók sem hann kallar Illgresi and...

Ungmennasamband Eyjafjarðar 100 ára
Líf og starf 9. maí 2022

Ungmennasamband Eyjafjarðar 100 ára

Ungmennasamband Eyja­fjarðar, UMSE, fagnaði 100 ára afmæli sínu með hófi í Lauga...

Vörur smáframleiðenda matvæla orðnar sýnilegri og aðgengilegri neytendum
Líf og starf 4. maí 2022

Vörur smáframleiðenda matvæla orðnar sýnilegri og aðgengilegri neytendum

Lyfjafræðingurinn og sinneps­framleiðandinn Svava Hrönn Guðmundsdóttir er nýr fo...