Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Aðaláhersla safnsins í gegnum tíðina hefur verið á sjósókn sem er stór hluti af atvinnusögu svæðisins.
Aðaláhersla safnsins í gegnum tíðina hefur verið á sjósókn sem er stór hluti af atvinnusögu svæðisins.
Líf og starf 3. október 2022

Byggðasafn Vestfjarða

Höfundur: Jóna Símonía Bjarnadóttir

Byggðasafn Vestfjarða er staðsett í Neðstakaupstað á Ísafirði. Þar var verslunarstaður á tímum danskrar einokunar og eru hér fjögur hús enn uppistandandi frá þeim tíma; Krambúðin 1760, Faktorshúsið 1765, Tjöruhúsið 1781 og Turnhúsið 1784 til 1785. Sýningar safnsins eru á þremur hæðum í Turnhúsinu.

Aðaláhersla safnsins í gegnum tíðina hefur verið á sjósókn sem er stór hluti af atvinnusögu svæðisins. Á síðari árum hefur fjölbreytnin í sýningum aukist og meiri áhersla verið lögð á daglegt líf fólks og hlut kvenna í sögunni.

Vélsmiðja Guðmundar J. Sigurðssonar á Þingeyri er í eigu safnsins og þar er sannarlega margt að sjá. Við reynum að hafa smiðjuna opna yfir sumartímann og eftir óskum yfir veturinn en smiðjan er enn í notkun og þaðan heyrast gjarnan hljóð sem tilheyra málmsteypunni.

Árið 2020 var hafist handa við að breyta grunnsýningu safnsins með aukinni áherslu á hlut konunnar í sögu útgerðar og fiskvinnslu og hvað allar þessar breytingar þýddu fyrir heimilin. Fyrri hluti sýningarinnar var ætlað að enda á bónuskonunni í frystihúsinu en þá kom babb í bátinn. Eitt af því sem söfn standa stundum frammi fyrir er að tilteknir gripir eru ekki til í safnkostinum og gjarnan illfáanlegir. Þannig hefur bónuskonan okkar ekki enn fengið borðið sitt – ætli einhver lesandi Bændablaðsins viti um eitt?

Fastir starfsmenn safnsins eru 3 og alla jafna 3 sumarstarfsmenn sem og verkefnaráðið fólk. Yfir veturinn erum við að taka á móti skólahópum, vinna í geymslum og við sýningar, m.a. fyrir jól og páska. Líkt og þegar saltfiskvinnslan var hér á árum áður þá þagnar á svæðinu þegar vetrar. Þúsundir manns koma hér að sumri til að njóta svæðisins og heimsækja safnið og því mikill erill. Veturinn er því nýttur vel í faglegt starf enda að mörgu að hyggja. Í vetur verður áfram unnið að grunnsýningunni og tiltekt í geymslum ásamt því að skrá en í ár hefur skráning safngripa verið yfirfarin og endurskoðuð. Næst á dagskránni er að undirbúa Veturnætur í október, þá er líf og fjör á Ísafirði þegar hinir ýmsu aðilar taka sig til og bjóða upp á margs konar dagskrá. Í Neðsta mun myndlist prýða veggi og hver veit nema notalegir tónar muni óma um svæðið.

Haustin eru að auki tíminn sem bátar safnsins eru teknir upp og þeim komið fyrir í vetrargeymslu. Þegar vorar hefst svo undirbúningur að sjósetningu og þá er dyttað að þeim. Eins og er eru einungis tveir bátar á sjó en við vinnum hörðum höndum að því að fjölga þeim og tveir bíða þess að fjármagn fáist í viðhald. Bátar safnsins prýða gjarnan Pollinn en draumurinn er að safnið fái bryggju á safnasvæðið sem myndi gera gestum kleift að skoða bátana.

Í lokin viljum við minna á að safnið er ekki með daglega opnunartíma á veturna en það er sjálfsagt mál að opna fyrir fólk sem hefur áhuga á að koma í heimsókn.

Skylt efni: söfnin í landinu

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 15. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Okkar besti maður
Líf og starf 11. desember 2025

Okkar besti maður

Á næsta ári verða 300 ár liðin frá fæðingu Eggerts Ólafssonar. Þegar við svipleg...

Jólablóm frá íslenskum garðyrkjubændum
Líf og starf 8. desember 2025

Jólablóm frá íslenskum garðyrkjubændum

Íslensk blóm gleðja augað. Bæði afskorin blóm og pottaplöntur geta á einn eða an...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 8. desember 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn mun fljótlega upplifa einhvers konar deyfð og myndi helst kjósa að u...

Jólin eru að koma
Líf og starf 5. desember 2025

Jólin eru að koma

Nú fer að líða að hátíð ljóssins og jólasveinanna og því ekki seinna vænna að sk...

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...