Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Aðaláhersla safnsins í gegnum tíðina hefur verið á sjósókn sem er stór hluti af atvinnusögu svæðisins.
Aðaláhersla safnsins í gegnum tíðina hefur verið á sjósókn sem er stór hluti af atvinnusögu svæðisins.
Líf og starf 3. október 2022

Byggðasafn Vestfjarða

Höfundur: Jóna Símonía Bjarnadóttir

Byggðasafn Vestfjarða er staðsett í Neðstakaupstað á Ísafirði. Þar var verslunarstaður á tímum danskrar einokunar og eru hér fjögur hús enn uppistandandi frá þeim tíma; Krambúðin 1760, Faktorshúsið 1765, Tjöruhúsið 1781 og Turnhúsið 1784 til 1785. Sýningar safnsins eru á þremur hæðum í Turnhúsinu.

Aðaláhersla safnsins í gegnum tíðina hefur verið á sjósókn sem er stór hluti af atvinnusögu svæðisins. Á síðari árum hefur fjölbreytnin í sýningum aukist og meiri áhersla verið lögð á daglegt líf fólks og hlut kvenna í sögunni.

Vélsmiðja Guðmundar J. Sigurðssonar á Þingeyri er í eigu safnsins og þar er sannarlega margt að sjá. Við reynum að hafa smiðjuna opna yfir sumartímann og eftir óskum yfir veturinn en smiðjan er enn í notkun og þaðan heyrast gjarnan hljóð sem tilheyra málmsteypunni.

Árið 2020 var hafist handa við að breyta grunnsýningu safnsins með aukinni áherslu á hlut konunnar í sögu útgerðar og fiskvinnslu og hvað allar þessar breytingar þýddu fyrir heimilin. Fyrri hluti sýningarinnar var ætlað að enda á bónuskonunni í frystihúsinu en þá kom babb í bátinn. Eitt af því sem söfn standa stundum frammi fyrir er að tilteknir gripir eru ekki til í safnkostinum og gjarnan illfáanlegir. Þannig hefur bónuskonan okkar ekki enn fengið borðið sitt – ætli einhver lesandi Bændablaðsins viti um eitt?

Fastir starfsmenn safnsins eru 3 og alla jafna 3 sumarstarfsmenn sem og verkefnaráðið fólk. Yfir veturinn erum við að taka á móti skólahópum, vinna í geymslum og við sýningar, m.a. fyrir jól og páska. Líkt og þegar saltfiskvinnslan var hér á árum áður þá þagnar á svæðinu þegar vetrar. Þúsundir manns koma hér að sumri til að njóta svæðisins og heimsækja safnið og því mikill erill. Veturinn er því nýttur vel í faglegt starf enda að mörgu að hyggja. Í vetur verður áfram unnið að grunnsýningunni og tiltekt í geymslum ásamt því að skrá en í ár hefur skráning safngripa verið yfirfarin og endurskoðuð. Næst á dagskránni er að undirbúa Veturnætur í október, þá er líf og fjör á Ísafirði þegar hinir ýmsu aðilar taka sig til og bjóða upp á margs konar dagskrá. Í Neðsta mun myndlist prýða veggi og hver veit nema notalegir tónar muni óma um svæðið.

Haustin eru að auki tíminn sem bátar safnsins eru teknir upp og þeim komið fyrir í vetrargeymslu. Þegar vorar hefst svo undirbúningur að sjósetningu og þá er dyttað að þeim. Eins og er eru einungis tveir bátar á sjó en við vinnum hörðum höndum að því að fjölga þeim og tveir bíða þess að fjármagn fáist í viðhald. Bátar safnsins prýða gjarnan Pollinn en draumurinn er að safnið fái bryggju á safnasvæðið sem myndi gera gestum kleift að skoða bátana.

Í lokin viljum við minna á að safnið er ekki með daglega opnunartíma á veturna en það er sjálfsagt mál að opna fyrir fólk sem hefur áhuga á að koma í heimsókn.

Skylt efni: söfnin í landinu

Sveitasælan sem hristi markaðinn
Líf og starf 2. desember 2022

Sveitasælan sem hristi markaðinn

Svíaríki er talið með stöðugri löndum í heiminum í dag. Ekki bara í efnahagslegu...

Heimasmíðuð leikföng, gjafa- og skrautmunir
Líf og starf 2. desember 2022

Heimasmíðuð leikföng, gjafa- og skrautmunir

Hvað er betra eða notalegra en að byrja jólaundirbúninginn á því að heimsækja jó...

Vinna með bilið milli manns og lands
Líf og starf 30. nóvember 2022

Vinna með bilið milli manns og lands

Ný námsbraut sem ber yfir­skriftina Land verður í boði í LungA skólanum á Seyðis...

Rafbók um landbúnað
Líf og starf 30. nóvember 2022

Rafbók um landbúnað

Á dögunum var gefin út rafbókin Landbúnaður liðinna tíma – búnaðarþættir úr Þing...

Lengi býr að fyrstu gerð
Líf og starf 29. nóvember 2022

Lengi býr að fyrstu gerð

Í síðustu tölublöðum Bændablaðsins hefur saga handverksbrugghúsa á Íslandi verið...

Heiðraðar á haustfundi
Líf og starf 29. nóvember 2022

Heiðraðar á haustfundi

Fjórar félagskonur í Kvenfélagi Þistilfjarðar voru á haustfundi félagsins gerðar...

Glaðlega leikur skugginn í sólskininu
Líf og starf 29. nóvember 2022

Glaðlega leikur skugginn í sólskininu

Steinn Kárason garðyrkju- og umhverfishagfræðingur hefur sent frá sér skáldsögun...

Matreiðslunemar fylgdu nauti alla leið
Líf og starf 28. nóvember 2022

Matreiðslunemar fylgdu nauti alla leið

Íslenskt gæðanaut, verkefni á vegum Bændasamtaka Íslands, bauð nýverið tilvonand...