Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Reynir Hauksson og spænska flamencolistafólkið spilar í Salnum í Kópavogi dagana 25. og 26. maí.
Reynir Hauksson og spænska flamencolistafólkið spilar í Salnum í Kópavogi dagana 25. og 26. maí.
Líf og starf 20. maí 2019

Borgfirskur gítarleikari slær tóninn með spænsku listafólki

Höfundur: Ritstjórn
Reynir Hauksson, gítarleikari frá Hvanneyri, sem búsettur er í Granada á Spáni, kemur hingað til lands í mánuðinum og heldur flamenco-tónleika ásamt fríðu föruneyti. 
 
Í Salnum í Kópavogi munu Íslendingar og Spánverjar sameinast í eldheitum dansi, tilfinningaþrungnum söng og suðrænum gítarleik. Boðið verður upp á það allra helsta úr heimi flamenco með nokkrum fremstu listamönnum Granada. 
 
Til þess að hita upp fyrir sýningarnar í Kópavogi verða þrennir dúettatónleikar haldnir nokkrum dögum áður, í Borgarnesi, á Hvanneyri og í Reykjavík. Þá munu Reynir og spænsku listamennirnir bjóða upp á sk. „masterklass“ þar sem þátttakendum býðst að fræðast um ýmis grunvallaratriði tón- og danslista. 
 
Kristinn R. Ólafsson verður kynnir á sýningunum í Salnum. Miðasala er á vefnum tix.is.
 
Dúett-tónleikar
Landnámssetrið – þri. 21. maí kl. 20.30
Mengi – mið. 22. maí kl. 21.00
Hvanneyri Pub – fim. 23. maí kl. 20.30
 
Sýningar
Salurinn í Kópavogi, lau. 25. maí kl. 21.00
Salurinn í Kópavogi, sun. 26. maí kl. 21.00 (aukatónleikar)
 
Masterklass í Salnum, 25. maí kl. 15.00. Dans-, söng- og gítarkennsla ásamt fyrirlestri.
 

Reynir Hauksson með Alhambra-höllina í Granada í Andalúsíu í baksýn.
 

Kristinn R. Ólafsson verður kynnir á tónleikunum í Salnum í Kópavogi.
 
Jólin eru að koma
Líf og starf 5. desember 2025

Jólin eru að koma

Nú fer að líða að hátíð ljóssins og jólasveinanna og því ekki seinna vænna að sk...

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.