Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Bjarni og Anton Helgi hlutu Borgfirsku menningarverðlaunin
Líf og starf 20. september 2022

Bjarni og Anton Helgi hlutu Borgfirsku menningarverðlaunin

Höfundur: Vilmundur Hansen

Stjórn minningarsjóðs Ingibjargar Sigurðardóttur og Guðmundar Böðvarssonar, skálds og bónda á Kirkjubóli í Hvítársíðu, komst að þeirri niðurstöðu að Bjarni Guðmundsson á Hvanneyri og Anton Helgi Jónsson skáld hljóti Borgfirsku menningarverðlaunin árið 2022.

Verðlaunin eru veitt í tveimur flokkum. Annars vegar fyrir menningarmál og hins vegar ljóðlist og voru afhent í Reykholtskirkju sunnudaginn 28. ágúst síðastliðinn.

Fróðleikur um búskaparhætti

Í greinargerð vegna verðlaunanna segir meðal annars að Bjarni Guðmundsson hafi verið ötull við að safna fróðleik um búskaparhætti frá upphafi landnáms til dagsins í dag og að þeim fróðleik hafi hann miðlað í fjölda bóka og rita og hann hljóti menningarverðlaun Minningarsjóðs Ingibjargar Sigurðardóttur og Guðmundar Böðvarssonar.

Einföld sem flókin fyrirbæri skilgreind

Um Anton Helga Jónsson segir að meðal helstu höfundareinkenna hans sé ríkt skopskyn sem með tímanum hefur fengið æ dýpri undirtóna. Hann beitir heimspekilegri nálgun á viðfangsefnin sem geta verið afar hversdagsleg, jarðbundin og líkamleg. Einföld sem flókin fyrirbæri eru skilgreind upp á nýtt með frumlegum og óvæntum hætti, tvíræðni og margræðni eru meðal helstu einkenna í skáldskap hans. Ljóðin afhjúpa hvers kyns mótsagnir mannlegs lífs, bresti samfélagsins en einnig einstaklingsins. Anton Helgi hlaut verðlaunin fyrir ljóðlist.

Um minningarsjóðinn

Minningarsjóður Ingibjargar Sigurðardóttur og Guðmundar Böðvarssonar frá Kirkjubóli í Hvítársíðu var stofnaður 1974 og hlutverk hans er að leggja lið og vekja athygli á því sem vel er gert í menningarmálum í Borgarfirði og ljóðlist á Íslandi. Auk þess að halda á lofti minningu hjóna Ingibjargar Sigurðardóttur og Guðmundar Böðvarssonar, skálds og bónda á Kirkjubóli í Hvítársíðu.

Skylt efni: menningarverðlaun

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.

Blóðþyrst kona vill barnakjöt
Líf og starf 27. nóvember 2025

Blóðþyrst kona vill barnakjöt

Grýlu er fyrst getið á miðöldum en sú Grýla sem við þekkjum stingur upp sínum lú...