Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Bjarni og Anton Helgi hlutu Borgfirsku menningarverðlaunin
Líf og starf 20. september 2022

Bjarni og Anton Helgi hlutu Borgfirsku menningarverðlaunin

Höfundur: Vilmundur Hansen

Stjórn minningarsjóðs Ingibjargar Sigurðardóttur og Guðmundar Böðvarssonar, skálds og bónda á Kirkjubóli í Hvítársíðu, komst að þeirri niðurstöðu að Bjarni Guðmundsson á Hvanneyri og Anton Helgi Jónsson skáld hljóti Borgfirsku menningarverðlaunin árið 2022.

Verðlaunin eru veitt í tveimur flokkum. Annars vegar fyrir menningarmál og hins vegar ljóðlist og voru afhent í Reykholtskirkju sunnudaginn 28. ágúst síðastliðinn.

Fróðleikur um búskaparhætti

Í greinargerð vegna verðlaunanna segir meðal annars að Bjarni Guðmundsson hafi verið ötull við að safna fróðleik um búskaparhætti frá upphafi landnáms til dagsins í dag og að þeim fróðleik hafi hann miðlað í fjölda bóka og rita og hann hljóti menningarverðlaun Minningarsjóðs Ingibjargar Sigurðardóttur og Guðmundar Böðvarssonar.

Einföld sem flókin fyrirbæri skilgreind

Um Anton Helga Jónsson segir að meðal helstu höfundareinkenna hans sé ríkt skopskyn sem með tímanum hefur fengið æ dýpri undirtóna. Hann beitir heimspekilegri nálgun á viðfangsefnin sem geta verið afar hversdagsleg, jarðbundin og líkamleg. Einföld sem flókin fyrirbæri eru skilgreind upp á nýtt með frumlegum og óvæntum hætti, tvíræðni og margræðni eru meðal helstu einkenna í skáldskap hans. Ljóðin afhjúpa hvers kyns mótsagnir mannlegs lífs, bresti samfélagsins en einnig einstaklingsins. Anton Helgi hlaut verðlaunin fyrir ljóðlist.

Um minningarsjóðinn

Minningarsjóður Ingibjargar Sigurðardóttur og Guðmundar Böðvarssonar frá Kirkjubóli í Hvítársíðu var stofnaður 1974 og hlutverk hans er að leggja lið og vekja athygli á því sem vel er gert í menningarmálum í Borgarfirði og ljóðlist á Íslandi. Auk þess að halda á lofti minningu hjóna Ingibjargar Sigurðardóttur og Guðmundar Böðvarssonar, skálds og bónda á Kirkjubóli í Hvítársíðu.

Skylt efni: menningarverðlaun

Mannlíf á Búnaðarþingi
Líf og starf 25. mars 2024

Mannlíf á Búnaðarþingi

Æðsta samkoma Bændasamtaka Íslands er Búnaðarþing. Í ár stóð það yfir frá fimmtu...

Stjörnuspá 21. mars - 11.  apríl
Líf og starf 21. mars 2024

Stjörnuspá 21. mars - 11. apríl

Vatnsberinn hefur lengi verið að velta því fyrir sér að flytja sig um set og jaf...

Félagsskapur eldri borgara
Líf og starf 19. mars 2024

Félagsskapur eldri borgara

Stofnfundur Félags eldri borgara í Hvalfjarðarsveit var haldinn sunnudaginn 11. ...

Áframhaldandi búseta talin möguleg
Líf og starf 13. mars 2024

Áframhaldandi búseta talin möguleg

Við Langanesströnd sem liggur að botni Bakkaflóa stendur Bakkafjörður ásamt bæði...

Kirkjugarðsklúbburinn
Líf og starf 12. mars 2024

Kirkjugarðsklúbburinn

Halaleikhópurinn víðfrægi tók að sér verkið Kirkjugarðsklúbbinn eftir Ivan Mench...

Bændamótmæli á Íslandi?
Líf og starf 11. mars 2024

Bændamótmæli á Íslandi?

Mótmæli bænda í Evrópu hafa verið í fréttum undanfarin misseri þar sem þeir vald...

Stjörnuspá 7. mars - 21. mars
Líf og starf 8. mars 2024

Stjörnuspá 7. mars - 21. mars

Vatnsberinn hefur alla burði til þess að koma í framkvæmd þeim hugmyndum sem eru...

Lundi
Líf og starf 6. mars 2024

Lundi

Lundi er algengasti fuglinn okkar og jafnframt einn af okkar einkennisfuglum. Ha...