Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Íbúar Bakkafjarðar komu saman til fundar á dögunum og fóru yfir stöðu verkefnisins „Betri Bakkafjörður“, sem staðið hefur yfir undanfarin misseri. Fundurinn var vel heppnaður og fjölmennur.
Íbúar Bakkafjarðar komu saman til fundar á dögunum og fóru yfir stöðu verkefnisins „Betri Bakkafjörður“, sem staðið hefur yfir undanfarin misseri. Fundurinn var vel heppnaður og fjölmennur.
Líf og starf 6. október 2021

Betri Bakkafjörður

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Íbúar Bakkafjarðar komu saman til fundar á dögunum og ræddu málefni byggðarlagsins. Fundarefni var staða verkefnisins „Betri Bakkafjörður“, sem staðið hefur yfir undanfarin misseri. Fundurinn var vel heppnaður og fjölmennur.

Gunnar Már Gunnarsson, verkefnisstjóri Betri Bakkafjarðar, fór yfir málin, það sem þegar hefur verið gert og þau verkefni sem eru í höfn hjá verkefnisstjórn. Ýmis verkefni eru í vinnslu, s.s. verkefni sem ber heitið Tanginn og fleiri sem hafa fengið styrki, en alls hafa 23 verkefni fengið styrki og er um að ræða fjölbreytt verkefni sem styrkja eiga byggð á Bakkafirði.

Þá kynnti Kristján Þ. Halldórsson tilurð samfélagssáttmála sem lagður hefur verið fram á milli íbúa við Bakkaflóa, Langanesbyggðar og ríkisins vegna byggðar við Bakkaflóa. Sáttmálinn er í samræmi við skýrslu nefndar fulltrúa fimm ráðherra um málefni Bakkaflóa, sveitarstjórnar Langanesbyggðar og ráðherra sveitarstjórnarmála.

Ekki urðað nema út þennan áratug

Jónas Egilsson, sveitarstjóri í Langanesbyggð, fór einnig yfir sáttmálann en tillaga um hann kom fram á árinu 2017 eftir gagnrýni íbúa sem komið var á framfæri við sveitarstjórn. Hún tók við verkefninu og tengdi saman þá sem taka þátt í því.

Nefndi Jónas sérstaklega tvö mál í sáttmálanum, fræðslumál og framtíð þeirra á Bakkafirði og umhverfismál. Í þeim málaflokki má nefna að gera má ráð fyrir að urðun á Bakkafirði verði ekki haldið úti nema út þennan áratug og ljóst að grípa þarf til úrræða í tíma. Ýmsar lausnir eru í skoðun, m.a. meiri flokkun. Vinnu við sáttmálann er ekki lokið, frekari umræður við íbúa eru eftir og þeirra stofnana sem koma að gerð hans.

Skylt efni: Bakkafjörður

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.

Blóðþyrst kona vill barnakjöt
Líf og starf 27. nóvember 2025

Blóðþyrst kona vill barnakjöt

Grýlu er fyrst getið á miðöldum en sú Grýla sem við þekkjum stingur upp sínum lú...