Íbúar Bakkafjarðar komu saman til fundar á dögunum og fóru yfir stöðu verkefnisins „Betri Bakkafjörður“, sem staðið hefur yfir undanfarin misseri. Fundurinn var vel heppnaður og fjölmennur.
Íbúar Bakkafjarðar komu saman til fundar á dögunum og fóru yfir stöðu verkefnisins „Betri Bakkafjörður“, sem staðið hefur yfir undanfarin misseri. Fundurinn var vel heppnaður og fjölmennur.
Líf og starf 6. október 2021

Betri Bakkafjörður

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Íbúar Bakkafjarðar komu saman til fundar á dögunum og ræddu málefni byggðarlagsins. Fundarefni var staða verkefnisins „Betri Bakkafjörður“, sem staðið hefur yfir undanfarin misseri. Fundurinn var vel heppnaður og fjölmennur.

Gunnar Már Gunnarsson, verkefnisstjóri Betri Bakkafjarðar, fór yfir málin, það sem þegar hefur verið gert og þau verkefni sem eru í höfn hjá verkefnisstjórn. Ýmis verkefni eru í vinnslu, s.s. verkefni sem ber heitið Tanginn og fleiri sem hafa fengið styrki, en alls hafa 23 verkefni fengið styrki og er um að ræða fjölbreytt verkefni sem styrkja eiga byggð á Bakkafirði.

Þá kynnti Kristján Þ. Halldórsson tilurð samfélagssáttmála sem lagður hefur verið fram á milli íbúa við Bakkaflóa, Langanesbyggðar og ríkisins vegna byggðar við Bakkaflóa. Sáttmálinn er í samræmi við skýrslu nefndar fulltrúa fimm ráðherra um málefni Bakkaflóa, sveitarstjórnar Langanesbyggðar og ráðherra sveitarstjórnarmála.

Ekki urðað nema út þennan áratug

Jónas Egilsson, sveitarstjóri í Langanesbyggð, fór einnig yfir sáttmálann en tillaga um hann kom fram á árinu 2017 eftir gagnrýni íbúa sem komið var á framfæri við sveitarstjórn. Hún tók við verkefninu og tengdi saman þá sem taka þátt í því.

Nefndi Jónas sérstaklega tvö mál í sáttmálanum, fræðslumál og framtíð þeirra á Bakkafirði og umhverfismál. Í þeim málaflokki má nefna að gera má ráð fyrir að urðun á Bakkafirði verði ekki haldið úti nema út þennan áratug og ljóst að grípa þarf til úrræða í tíma. Ýmsar lausnir eru í skoðun, m.a. meiri flokkun. Vinnu við sáttmálann er ekki lokið, frekari umræður við íbúa eru eftir og þeirra stofnana sem koma að gerð hans.

Skylt efni: Bakkafjörður

Lögfræðingur og læknir sem stunda sjálfsþurftarbúskap á Fjarkastokki við Þykkvabæ
Líf og starf 14. október 2021

Lögfræðingur og læknir sem stunda sjálfsþurftarbúskap á Fjarkastokki við Þykkvabæ

Bærinn Fjarkastokkur stendur á bökkum Hólsár, skammt fyrir ofan Þykkvabæ í Rangá...

Bókaunnendur athugið!
Líf og starf 14. október 2021

Bókaunnendur athugið!

Frásagnarlist hefur fylgt mann­kyninu frá alda öðli og þykir greinarhöfundi fátt...

Afkastageta aukin um 40% og fullvinnsla eykst bæði á fóðurbætiefni og til manneldis
Líf og starf 12. október 2021

Afkastageta aukin um 40% og fullvinnsla eykst bæði á fóðurbætiefni og til manneldis

Framkvæmdir hafa staðið yfir við stækkun verksmiðju Íslenska kalkþörungafélagsin...

Betri búrekstur með loftslagsvænni landbúnaði
Líf og starf 12. október 2021

Betri búrekstur með loftslagsvænni landbúnaði

Loftslagsvænn landbúnaður, sam­starfsverkefni stjórnvalda, Ráðgjafarmiðstöðvar l...

Lionskonur í Eyjafjarðarsveit söfnuðu birkifræi
Líf og starf 11. október 2021

Lionskonur í Eyjafjarðarsveit söfnuðu birkifræi

Lionsklúbburinn Sif í Eyjafjarðarsveit lagði Skógræktinni og Landgræðslunni lið ...

Mikil gróska í tilraunaeldhúsi matarfrumkvöðla
Líf og starf 8. október 2021

Mikil gróska í tilraunaeldhúsi matarfrumkvöðla

Um þessar mundir fagnar Eldstæðið eins árs afmæli, en það er tilraunaeldhús í Kó...

Góð aðsókn á Eyfirskan safnadag
Líf og starf 6. október 2021

Góð aðsókn á Eyfirskan safnadag

Eyfirski safnadagurinn var haldinn á dögunum en þann dag opna fjölmörg söfn á Ey...

Betri Bakkafjörður
Líf og starf 6. október 2021

Betri Bakkafjörður

Íbúar Bakkafjarðar komu saman til fundar á dögunum og ræddu málefni byggðarlagsi...