Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Íbúar Bakkafjarðar komu saman til fundar á dögunum og fóru yfir stöðu verkefnisins „Betri Bakkafjörður“, sem staðið hefur yfir undanfarin misseri. Fundurinn var vel heppnaður og fjölmennur.
Íbúar Bakkafjarðar komu saman til fundar á dögunum og fóru yfir stöðu verkefnisins „Betri Bakkafjörður“, sem staðið hefur yfir undanfarin misseri. Fundurinn var vel heppnaður og fjölmennur.
Líf og starf 6. október 2021

Betri Bakkafjörður

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Íbúar Bakkafjarðar komu saman til fundar á dögunum og ræddu málefni byggðarlagsins. Fundarefni var staða verkefnisins „Betri Bakkafjörður“, sem staðið hefur yfir undanfarin misseri. Fundurinn var vel heppnaður og fjölmennur.

Gunnar Már Gunnarsson, verkefnisstjóri Betri Bakkafjarðar, fór yfir málin, það sem þegar hefur verið gert og þau verkefni sem eru í höfn hjá verkefnisstjórn. Ýmis verkefni eru í vinnslu, s.s. verkefni sem ber heitið Tanginn og fleiri sem hafa fengið styrki, en alls hafa 23 verkefni fengið styrki og er um að ræða fjölbreytt verkefni sem styrkja eiga byggð á Bakkafirði.

Þá kynnti Kristján Þ. Halldórsson tilurð samfélagssáttmála sem lagður hefur verið fram á milli íbúa við Bakkaflóa, Langanesbyggðar og ríkisins vegna byggðar við Bakkaflóa. Sáttmálinn er í samræmi við skýrslu nefndar fulltrúa fimm ráðherra um málefni Bakkaflóa, sveitarstjórnar Langanesbyggðar og ráðherra sveitarstjórnarmála.

Ekki urðað nema út þennan áratug

Jónas Egilsson, sveitarstjóri í Langanesbyggð, fór einnig yfir sáttmálann en tillaga um hann kom fram á árinu 2017 eftir gagnrýni íbúa sem komið var á framfæri við sveitarstjórn. Hún tók við verkefninu og tengdi saman þá sem taka þátt í því.

Nefndi Jónas sérstaklega tvö mál í sáttmálanum, fræðslumál og framtíð þeirra á Bakkafirði og umhverfismál. Í þeim málaflokki má nefna að gera má ráð fyrir að urðun á Bakkafirði verði ekki haldið úti nema út þennan áratug og ljóst að grípa þarf til úrræða í tíma. Ýmsar lausnir eru í skoðun, m.a. meiri flokkun. Vinnu við sáttmálann er ekki lokið, frekari umræður við íbúa eru eftir og þeirra stofnana sem koma að gerð hans.

Skylt efni: Bakkafjörður

Stærsta plöntusafn í einkaeigu á Íslandi
Líf og starf 21. janúar 2022

Stærsta plöntusafn í einkaeigu á Íslandi

Áhugasamir einstaklingar og fræðimenn á sviði grasafræðinnar hafa verið drjúgir ...

Lesið fyrir hunda á sex bókasöfnum
Líf og starf 21. janúar 2022

Lesið fyrir hunda á sex bókasöfnum

Hverjum hefði dottið það í hug fyrir einhverjum árum að það væri hægt að fara me...

Íslendingur í Belgíu framleiðir osta úr sauðfjármjólk
Líf og starf 17. janúar 2022

Íslendingur í Belgíu framleiðir osta úr sauðfjármjólk

Kokkurinn Jón Aðalsteinsson flutti til Belgíu korteri fyrir hrun. Í dag framleið...

Útsýnispallurinn Baugs-Bjólfur sigraði
Líf og starf 7. janúar 2022

Útsýnispallurinn Baugs-Bjólfur sigraði

Baugs-Bjólfur er heiti á vinnings­tillögu í samkeppni um útsýnisstað við snjófló...

„Mér hefur oft blöskrað ástandið á landinu í nágrenni höfuðborgarinnar“
Líf og starf 6. janúar 2022

„Mér hefur oft blöskrað ástandið á landinu í nágrenni höfuðborgarinnar“

„Ég starfa nú sem líffræðikennari við Menntaskólann við Hamrahlíð en hef lengst ...

Dýrmætt að hafa traustan heimamarkað
Líf og starf 6. janúar 2022

Dýrmætt að hafa traustan heimamarkað

„Það er hefð hjá mörgum hér í kringum okkur að koma í heimsókn á aðventu og fólk...

Veðja á Nígeríu
Líf og starf 5. janúar 2022

Veðja á Nígeríu

Snorri Sigurðsson er lesendum Bændablaðsins líklega vel kunnur enda skrifar hann...

Guðni Ágústsson kom skagfirskum sveiflukóngi rækilega á óvart
Líf og starf 4. janúar 2022

Guðni Ágústsson kom skagfirskum sveiflukóngi rækilega á óvart

Geirmundur Valtýsson hefur sungið fyrir þjóðina í 65 ár og þar af með hljómsveit...