Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Brúnblesótt hryssa undan Skrýtlu frá Árbæjarhjáleigu 2 og Blesa frá Heysholti.
Brúnblesótt hryssa undan Skrýtlu frá Árbæjarhjáleigu 2 og Blesa frá Heysholti.
Mynd / Eiríkur Vilhelm Sigurðarson
Líf og starf 12. júní 2021

Báru sig vel þrátt fyrir hvassviðri í maílok

Höfundur: HKr.

Víða má nú sjá merar með nýköstuð folöld sín sem eru að feta sín fyrstu spor í þessu lífi. Margir voru því með hugann við þessa fallegu ferfætlinga þegar stormur skall á sunnan- og vestanvert landið síðustu helgina í maí.


Eiríkur Vilhelm Sigurðarson er einn þeirra sem fór að líta eftir folöldunum sem voru í haga í stóðinu í Árbæjarhjáleigu II, Rangárþingi ytra, rétt vestan við Ytri-Rangá sunnudagskvöldið 30. maí.
Eiríkur sagði í samtali við Bændablaðið að fölöldin hafi borið sig nokkuð vel þrátt fyrir rokið, enda var hvorki kalt né mikil rigning. Smellti Eiríkur nokkrum fallegum myndum af folöldunum til að gleðja augu lesenda Bændablaðsins.


Eiríkur starfar annars sem markaðs- og kynningarfulltrúi á Hellu og var ráðinn af Rangárbökkum, þjóðarleikvangi íslenska hestsins ehf., sem framkvæmdastjóri Landsmóts hestamanna 2020. Mótið átti sem kunnugt er að halda á Hellu, en ekkert varð af því vegna COVID-19. Eiríkur stefnir samt ótrauður á að halda mótið sumarið 2022. Segir hann alla aðstöðu á mótsvæðinu vera mjög góða og með stóru og vel búnu tjaldsvæði. Þar er á hverju ári plantað fjölda trjáa til að mynda skjólbelti sem smám saman er að taka á sig svip.


„Þá er búið að skipuleggja lóðir fyrir hesthúsahverfi þarna á svæðinu og þegar búið að úthluta 8 lóðum. Þar fer uppbygging væntanlega af stað í haust,“ segir Einar.

Folaldið hennar Strýtlu.
Caption
Glókolla frá Skarði með folald sitt undan Blesa frá Heysholti.
Caption
Rauðstjörnótt hryssa undan Heklu frá Skarði og Draupni frá Stuðlum.
Caption

Bændur í Bónorðsför
Líf og starf 26. júlí 2021

Bændur í Bónorðsför

Þýska sjónvarpsstöðin RTL heldur um taumana á einum ástsælasta raunveruleikaþætt...

Fjölbreytt sambland af dýra­um­hirðu og kennslu ólíkra listforma
Líf og starf 23. júlí 2021

Fjölbreytt sambland af dýra­um­hirðu og kennslu ólíkra listforma

Sóldís Einarsdóttir, myndlistarkennari, hestakona, hundaþjálfari og hundasnyrtir...

Listi yfir prjónaband
Líf og starf 22. júlí 2021

Listi yfir prjónaband

Áhugi fólks á að prjóna og hekla er gríðarlegur og úrvalið af bandi sömuleiðis m...

Buðu hestamönnum í saltkjötsveislu
Líf og starf 22. júlí 2021

Buðu hestamönnum í saltkjötsveislu

Um hundrað manns mættu til veisluhalda á Króksstöðum í Eyjafjarðarsveit á dögunu...

Spil sem miðlar þekkingu um plöntur
Líf og starf 22. júlí 2021

Spil sem miðlar þekkingu um plöntur

Flóruspilið gengur út á að læra að þekkja algengar íslenskar plöntutegundir. Sto...

Lífsstílslitaðar tískubylgjur eða fordæmi komandi kynslóða?
Líf og starf 22. júlí 2021

Lífsstílslitaðar tískubylgjur eða fordæmi komandi kynslóða?

Með flokkun, moltugerð og almennri meðvitund þegar kemur að því að bjarga heimin...

Gersemar sendar til varðveislu
Líf og starf 22. júlí 2021

Gersemar sendar til varðveislu

Gersemar og gögn úr geymslu Bændasamtakanna send í varðveislu – níu bretti til Þ...

Hraða gerð deiliskipulags vegna nýrra lóða í haust
Líf og starf 21. júlí 2021

Hraða gerð deiliskipulags vegna nýrra lóða í haust

Mikil eftirspurn er eftir lóðum í Varmahlíð í Skagafirði. Þrjár lóðir voru auglý...