Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Brúnblesótt hryssa undan Skrýtlu frá Árbæjarhjáleigu 2 og Blesa frá Heysholti.
Brúnblesótt hryssa undan Skrýtlu frá Árbæjarhjáleigu 2 og Blesa frá Heysholti.
Mynd / Eiríkur Vilhelm Sigurðarson
Líf og starf 12. júní 2021

Báru sig vel þrátt fyrir hvassviðri í maílok

Höfundur: HKr.

Víða má nú sjá merar með nýköstuð folöld sín sem eru að feta sín fyrstu spor í þessu lífi. Margir voru því með hugann við þessa fallegu ferfætlinga þegar stormur skall á sunnan- og vestanvert landið síðustu helgina í maí.


Eiríkur Vilhelm Sigurðarson er einn þeirra sem fór að líta eftir folöldunum sem voru í haga í stóðinu í Árbæjarhjáleigu II, Rangárþingi ytra, rétt vestan við Ytri-Rangá sunnudagskvöldið 30. maí.
Eiríkur sagði í samtali við Bændablaðið að fölöldin hafi borið sig nokkuð vel þrátt fyrir rokið, enda var hvorki kalt né mikil rigning. Smellti Eiríkur nokkrum fallegum myndum af folöldunum til að gleðja augu lesenda Bændablaðsins.


Eiríkur starfar annars sem markaðs- og kynningarfulltrúi á Hellu og var ráðinn af Rangárbökkum, þjóðarleikvangi íslenska hestsins ehf., sem framkvæmdastjóri Landsmóts hestamanna 2020. Mótið átti sem kunnugt er að halda á Hellu, en ekkert varð af því vegna COVID-19. Eiríkur stefnir samt ótrauður á að halda mótið sumarið 2022. Segir hann alla aðstöðu á mótsvæðinu vera mjög góða og með stóru og vel búnu tjaldsvæði. Þar er á hverju ári plantað fjölda trjáa til að mynda skjólbelti sem smám saman er að taka á sig svip.


„Þá er búið að skipuleggja lóðir fyrir hesthúsahverfi þarna á svæðinu og þegar búið að úthluta 8 lóðum. Þar fer uppbygging væntanlega af stað í haust,“ segir Einar.

Folaldið hennar Strýtlu.
Caption
Glókolla frá Skarði með folald sitt undan Blesa frá Heysholti.
Caption
Rauðstjörnótt hryssa undan Heklu frá Skarði og Draupni frá Stuðlum.
Caption

Vetur í stofunni
Líf og starf 26. janúar 2026

Vetur í stofunni

Að ýmsu er að hyggja til að halda pottaplöntum heilbrigðum og fallegum yfir vetr...

Öxin kysst
Líf og starf 26. janúar 2026

Öxin kysst

Þann 12. janúar voru 195 ár liðin frá því að Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigur...

Enn lengur á Biðstofunni, takk!
Líf og starf 16. janúar 2026

Enn lengur á Biðstofunni, takk!

Nú er að hefjast ein skemmtilegasta sjónvarpsveisla ársins með Evrópumótinu í ha...

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 30. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum
Líf og starf 30. desember 2025

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum

Dagana 29. og 30. nóvember fóru fram tvö Íslandsmót. Annars vegar Íslandsmót ein...

Myndflöturinn logar
Líf og starf 28. desember 2025

Myndflöturinn logar

Bjart er yfir sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg. Sýningin heitir Roði en ...

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi
Líf og starf 28. desember 2025

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi

Feðginin Anna Fjóla og pabbi hennar, Gísli B. Björnsson, eru nú á fullum krafti ...

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki
Líf og starf 28. desember 2025

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki

Vopnfirðingurinn Oddný Aðalbjörg Methúsalemsdóttir vann á sinni tíð ötullega að ...