Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Útbreiðsla fjölónæmra baktería í Bretlandi er meiri en áður var talið.
Útbreiðsla fjölónæmra baktería í Bretlandi er meiri en áður var talið.
Mynd / Diego San
Líf og starf 11. júlí 2022

Banvæn baktería í svínakjöti

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Enterococci bakteríur með sérstaklega öflugt ónæmi gagnvart sýklalyfjum fundust í svínakjöti sem stendur breskum neytendum til boða.

Samkvæmt nýrri rannsókn sjálfstæðrar rannsóknarstofu á Bretlandi fundust enterococci bakteríur í 25 sýnum af 103.

Enterococci bakteríurnar í 23 af 25 sýktu sýnunum sýndu ónæmi fyrir minnst einni tegund sýklalyfja. Rannsóknaraðilar hafa sérstakar áhyggjur af því að 13 sýni höfðu að geyma bakteríur sem sýndu ónæmi fyrir sýklalyfinu Vankómýcín en sýkingar af þeirra völdum geta í verstu tilfellum leitt til dauða. Vankómýcín er mjög sterkt og hættumikið sýklalyf af flokki lyfja sem nefnist glýkópeptíð.

Það er með mjög þröngt verkunar svið og einungis notað þegar önnur lyf hafa ekki virkað. The Guardian greinir frá. 

Sýklalyfjaónæmi er vaxandi
vandamál í Evrópu, en ein helsta ástæða fjölgunar fjölónæmra baktería er mikil notkun sýklalyfja í landbúnaði; sérstaklega til þess að fyrirbyggja og meðhöndla sýkingar á verksmiðjubúum.

Vegna fjölgunar á enterococci og öðrum fjölónæmum bakteríum hafa verið framkvæmdar stikkprufur í kjöti í verslunum undanfarin ár. Í rannsókn á vegum breskra stjórnvalda frá árinu 2018 reyndist eitt sýni af hundrað sem voru tekin af svína- og alifuglakjöti vera sýkt, á meðan í áðurnefndri rannsókn fundust enterocicci bakteríur í 25 af 103 sýnum.

Sérstaka athygli vakti að bakteríurnar fundust í kjöti úr lífrænni ræktun, þrátt fyrir að þar sé talsvert minni sýklalyfjanotkun. Þessar niðurstöður sýna að sýklalyfjanotkun er farin úr böndunum innan ákveðinna geira kjötframleiðslunnar, en meira en helmingur sýklalyfja heimsins eru notuð í búfénað.

Vankómýcín sýklalyfið var mikið notað erlendis til þess að auka vaxtarhraða búfénaðar þangað til að Evrópusambandið lagði bann við notkun þess í landbúnaði árið 1997. Taumhald var sett á þetta lyf þar sem sýnt var fram á að mikil notkun þess hefði leitt til fjölgunar baktería með ónæmi fyrir glýkópeptíð sýklalyfjum sem geta dreift sér úr búfénaði yfir í fólk.

Þrátt fyrir að Vankómýcín hafi ekki verið notað í 25 ár hafa rannsóknir sýnt fram á að vegna mikillar notkunar annarra sýklalyfja eru bakteríur með ónæmi fyrir glýkópeptíð sýklalyfjum enn útbreiddar í evrópskum landbúnaði.

Skylt efni: sýklalyfjaónæmi

Vetur í stofunni
Líf og starf 26. janúar 2026

Vetur í stofunni

Að ýmsu er að hyggja til að halda pottaplöntum heilbrigðum og fallegum yfir vetr...

Öxin kysst
Líf og starf 26. janúar 2026

Öxin kysst

Þann 12. janúar voru 195 ár liðin frá því að Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigur...

Enn lengur á Biðstofunni, takk!
Líf og starf 16. janúar 2026

Enn lengur á Biðstofunni, takk!

Nú er að hefjast ein skemmtilegasta sjónvarpsveisla ársins með Evrópumótinu í ha...

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 30. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum
Líf og starf 30. desember 2025

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum

Dagana 29. og 30. nóvember fóru fram tvö Íslandsmót. Annars vegar Íslandsmót ein...

Myndflöturinn logar
Líf og starf 28. desember 2025

Myndflöturinn logar

Bjart er yfir sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg. Sýningin heitir Roði en ...

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi
Líf og starf 28. desember 2025

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi

Feðginin Anna Fjóla og pabbi hennar, Gísli B. Björnsson, eru nú á fullum krafti ...

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki
Líf og starf 28. desember 2025

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki

Vopnfirðingurinn Oddný Aðalbjörg Methúsalemsdóttir vann á sinni tíð ötullega að ...