Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Útbreiðsla fjölónæmra baktería í Bretlandi er meiri en áður var talið.
Útbreiðsla fjölónæmra baktería í Bretlandi er meiri en áður var talið.
Mynd / Diego San
Líf og starf 11. júlí 2022

Banvæn baktería í svínakjöti

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Enterococci bakteríur með sérstaklega öflugt ónæmi gagnvart sýklalyfjum fundust í svínakjöti sem stendur breskum neytendum til boða.

Samkvæmt nýrri rannsókn sjálfstæðrar rannsóknarstofu á Bretlandi fundust enterococci bakteríur í 25 sýnum af 103.

Enterococci bakteríurnar í 23 af 25 sýktu sýnunum sýndu ónæmi fyrir minnst einni tegund sýklalyfja. Rannsóknaraðilar hafa sérstakar áhyggjur af því að 13 sýni höfðu að geyma bakteríur sem sýndu ónæmi fyrir sýklalyfinu Vankómýcín en sýkingar af þeirra völdum geta í verstu tilfellum leitt til dauða. Vankómýcín er mjög sterkt og hættumikið sýklalyf af flokki lyfja sem nefnist glýkópeptíð.

Það er með mjög þröngt verkunar svið og einungis notað þegar önnur lyf hafa ekki virkað. The Guardian greinir frá. 

Sýklalyfjaónæmi er vaxandi
vandamál í Evrópu, en ein helsta ástæða fjölgunar fjölónæmra baktería er mikil notkun sýklalyfja í landbúnaði; sérstaklega til þess að fyrirbyggja og meðhöndla sýkingar á verksmiðjubúum.

Vegna fjölgunar á enterococci og öðrum fjölónæmum bakteríum hafa verið framkvæmdar stikkprufur í kjöti í verslunum undanfarin ár. Í rannsókn á vegum breskra stjórnvalda frá árinu 2018 reyndist eitt sýni af hundrað sem voru tekin af svína- og alifuglakjöti vera sýkt, á meðan í áðurnefndri rannsókn fundust enterocicci bakteríur í 25 af 103 sýnum.

Sérstaka athygli vakti að bakteríurnar fundust í kjöti úr lífrænni ræktun, þrátt fyrir að þar sé talsvert minni sýklalyfjanotkun. Þessar niðurstöður sýna að sýklalyfjanotkun er farin úr böndunum innan ákveðinna geira kjötframleiðslunnar, en meira en helmingur sýklalyfja heimsins eru notuð í búfénað.

Vankómýcín sýklalyfið var mikið notað erlendis til þess að auka vaxtarhraða búfénaðar þangað til að Evrópusambandið lagði bann við notkun þess í landbúnaði árið 1997. Taumhald var sett á þetta lyf þar sem sýnt var fram á að mikil notkun þess hefði leitt til fjölgunar baktería með ónæmi fyrir glýkópeptíð sýklalyfjum sem geta dreift sér úr búfénaði yfir í fólk.

Þrátt fyrir að Vankómýcín hafi ekki verið notað í 25 ár hafa rannsóknir sýnt fram á að vegna mikillar notkunar annarra sýklalyfja eru bakteríur með ónæmi fyrir glýkópeptíð sýklalyfjum enn útbreiddar í evrópskum landbúnaði.

Skylt efni: sýklalyfjaónæmi

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.

Blóðþyrst kona vill barnakjöt
Líf og starf 27. nóvember 2025

Blóðþyrst kona vill barnakjöt

Grýlu er fyrst getið á miðöldum en sú Grýla sem við þekkjum stingur upp sínum lú...