Árni Bragason landgræðslustjóri, Sigríður Heiðmundsdóttir og Viðar Steinarsson á Kaldbak á Rangárvöllum ásamt Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra.
Árni Bragason landgræðslustjóri, Sigríður Heiðmundsdóttir og Viðar Steinarsson á Kaldbak á Rangárvöllum ásamt Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra.
Mynd / Landgræðslan
Líf og starf 14. júní 2022

Bændurnir á Kaldbak og Landvernd hlutu Landgræðsluverðlaunin 2022

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Bændurnir á Kaldbak á Rangárvöllum og Landvernd hlutu Landgræðsluverðlaunin 2022.

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra afhenti þau á ársfundi Landgræðslunnar 27. maí.

Þau eru afhent einstaklingum, félagasamtökum og sveitarfélögum sem hafa þótt sýna góðan árangur við landgræðslu og landbætur og voru fyrst afhent 1990.Í rökstuðningnum fyrir valinu á Kaldbaksbændum er tiltekið að þau Sigríður Heiðmundsdóttir og Viðar Steinarsson hafi stundað öflugt og árangursríkt uppgræðslu- og landbótastarf á jörð sinni – og fleiri svæðum á Rangárvöllum – um áratuga skeið. Svæði sem áður voru ógróinn sandur séu nú meira og minna uppgróin og ekki marga ógróna bletti að finna á jörð þeirra í dag.

Landvernd, landgræðslu- og umhverfisverndarsamtök Íslands hlýtur verðlaunin fyrir „afar öflugt fræðslustarf síðustu árin tengt vernd og endurheimt vistkerfa og sjálfbærri landnýtingu,“ eins og segir í rökstuðningnum. Í því sambandi eru nefnd verkefni eins og Grænfáninn, Vistheimt með skólum, Græðum Ísland (CARE), Öndum léttar, Loftslagsvernd í verki – auk fræðsluritsins Vörsluskylda búfjár sem kom út vorið 2021.

Verðlaunahafarnir fengu afhent Fjöregg landgræðslunnar, verðlaunagripi sem unnir eru úr tré í Eiklistiðju, í Miðhúsum við Egilsstaði.

Árni Bragason landgræðslustjóri, Tryggvi Felixson formaður Landverndar ásamt Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra

 

Skylt efni: Landgræðsla | landbætur

Grasnytjar og þjóðtrú
Líf og starf 6. júlí 2022

Grasnytjar og þjóðtrú

Á síðasta ári gaf Guðrún Bjarnadóttir, eigandi Hespuhússins í Ölfusi, ú...

Líflegt hjá Síldarminjasafninu
Líf og starf 6. júlí 2022

Líflegt hjá Síldarminjasafninu

„Það lítur út fyrir að vertíðin í sumar verði góð, bókanir hafa sjaldan eð...

Arfleið óttans
Líf og starf 5. júlí 2022

Arfleið óttans

Unnur Sólrún Bragadóttir hefur sent frá sér sína fyrstu skáldsögu sem ka...

Iðjagræn fegurð og ævintýraleg tré
Líf og starf 5. júlí 2022

Iðjagræn fegurð og ævintýraleg tré

Ljubljana í Slóveninu er falleg borg með mörgum almenningsgörðum og stórum g...

Græn og læsileg rit
Líf og starf 4. júlí 2022

Græn og læsileg rit

Um þessar mundir eru áskrifenduraðfáíhús Garðyrkjuritið og Skógræktarritið.

Stækka hótel og heilsulind
Líf og starf 4. júlí 2022

Stækka hótel og heilsulind

„Það var komin þörf fyrir stækkun, undanfarin ár hefur mikið verið bókað hjá...

Áskoranir skapa tækifæri
Líf og starf 2. júlí 2022

Áskoranir skapa tækifæri

„Það eru blikur á lofti, því er ekki að neita. Allir stórir liðir í rekstrar...

Vintage Valentino, Gucci, Ganni ...
Líf og starf 1. júlí 2022

Vintage Valentino, Gucci, Ganni ...

Heyrst hefur bak við tjöld tískuunnenda að lúxusveldið Valentino hafi haft þa...