Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Árni Bragason landgræðslustjóri, Sigríður Heiðmundsdóttir og Viðar Steinarsson á Kaldbak á Rangárvöllum ásamt Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra.
Árni Bragason landgræðslustjóri, Sigríður Heiðmundsdóttir og Viðar Steinarsson á Kaldbak á Rangárvöllum ásamt Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra.
Mynd / Landgræðslan
Líf og starf 14. júní 2022

Bændurnir á Kaldbak og Landvernd hlutu Landgræðsluverðlaunin 2022

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Bændurnir á Kaldbak á Rangárvöllum og Landvernd hlutu Landgræðsluverðlaunin 2022.

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra afhenti þau á ársfundi Landgræðslunnar 27. maí.

Þau eru afhent einstaklingum, félagasamtökum og sveitarfélögum sem hafa þótt sýna góðan árangur við landgræðslu og landbætur og voru fyrst afhent 1990.Í rökstuðningnum fyrir valinu á Kaldbaksbændum er tiltekið að þau Sigríður Heiðmundsdóttir og Viðar Steinarsson hafi stundað öflugt og árangursríkt uppgræðslu- og landbótastarf á jörð sinni – og fleiri svæðum á Rangárvöllum – um áratuga skeið. Svæði sem áður voru ógróinn sandur séu nú meira og minna uppgróin og ekki marga ógróna bletti að finna á jörð þeirra í dag.

Landvernd, landgræðslu- og umhverfisverndarsamtök Íslands hlýtur verðlaunin fyrir „afar öflugt fræðslustarf síðustu árin tengt vernd og endurheimt vistkerfa og sjálfbærri landnýtingu,“ eins og segir í rökstuðningnum. Í því sambandi eru nefnd verkefni eins og Grænfáninn, Vistheimt með skólum, Græðum Ísland (CARE), Öndum léttar, Loftslagsvernd í verki – auk fræðsluritsins Vörsluskylda búfjár sem kom út vorið 2021.

Verðlaunahafarnir fengu afhent Fjöregg landgræðslunnar, verðlaunagripi sem unnir eru úr tré í Eiklistiðju, í Miðhúsum við Egilsstaði.

Árni Bragason landgræðslustjóri, Tryggvi Felixson formaður Landverndar ásamt Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra

 

Skylt efni: Landgræðsla | landbætur

Sumardagurinn fyrsti
Líf og starf 25. apríl 2024

Sumardagurinn fyrsti

Samkvæmt dagatalinu kemur sumarið 25. apríl. Bændablaðið leitaði því til lesenda...

Lóan
Líf og starf 23. apríl 2024

Lóan

Lóan er komin! Um þessar mundir eru heiðlóur að tínast til landsins en apríl er ...

Jöklapeysur úr íslenskum lopa
Líf og starf 23. apríl 2024

Jöklapeysur úr íslenskum lopa

Mjólkurfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur Pétursson setur nú á fót hönnunarsam...

Að höndla sér hross til reiðar
Líf og starf 22. apríl 2024

Að höndla sér hross til reiðar

Orðsins list kemur að þessu sinni úr Íslendingasögunum.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...

Flugvélarflak í Eyvindarholti
Líf og starf 10. apríl 2024

Flugvélarflak í Eyvindarholti

Við Eyvindarholt undir Eyjafjöllum hefur gömlu flugvélarflaki verið komið fyrir....

„Hann gat ekki beðið“
Líf og starf 10. apríl 2024

„Hann gat ekki beðið“

Bændablaðið er mörgum ansi hjartfólgið enda nýtur blaðið mikils trausts meðal le...