Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Árni Bragason landgræðslustjóri, Sigríður Heiðmundsdóttir og Viðar Steinarsson á Kaldbak á Rangárvöllum ásamt Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra.
Árni Bragason landgræðslustjóri, Sigríður Heiðmundsdóttir og Viðar Steinarsson á Kaldbak á Rangárvöllum ásamt Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra.
Mynd / Landgræðslan
Líf og starf 14. júní 2022

Bændurnir á Kaldbak og Landvernd hlutu Landgræðsluverðlaunin 2022

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Bændurnir á Kaldbak á Rangárvöllum og Landvernd hlutu Landgræðsluverðlaunin 2022.

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra afhenti þau á ársfundi Landgræðslunnar 27. maí.

Þau eru afhent einstaklingum, félagasamtökum og sveitarfélögum sem hafa þótt sýna góðan árangur við landgræðslu og landbætur og voru fyrst afhent 1990.Í rökstuðningnum fyrir valinu á Kaldbaksbændum er tiltekið að þau Sigríður Heiðmundsdóttir og Viðar Steinarsson hafi stundað öflugt og árangursríkt uppgræðslu- og landbótastarf á jörð sinni – og fleiri svæðum á Rangárvöllum – um áratuga skeið. Svæði sem áður voru ógróinn sandur séu nú meira og minna uppgróin og ekki marga ógróna bletti að finna á jörð þeirra í dag.

Landvernd, landgræðslu- og umhverfisverndarsamtök Íslands hlýtur verðlaunin fyrir „afar öflugt fræðslustarf síðustu árin tengt vernd og endurheimt vistkerfa og sjálfbærri landnýtingu,“ eins og segir í rökstuðningnum. Í því sambandi eru nefnd verkefni eins og Grænfáninn, Vistheimt með skólum, Græðum Ísland (CARE), Öndum léttar, Loftslagsvernd í verki – auk fræðsluritsins Vörsluskylda búfjár sem kom út vorið 2021.

Verðlaunahafarnir fengu afhent Fjöregg landgræðslunnar, verðlaunagripi sem unnir eru úr tré í Eiklistiðju, í Miðhúsum við Egilsstaði.

Árni Bragason landgræðslustjóri, Tryggvi Felixson formaður Landverndar ásamt Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra

 

Skylt efni: Landgræðsla | landbætur

Helsingi
Líf og starf 2. júní 2023

Helsingi

Helsingi er önnur af þremur gæsum sem eru fargestir hérna á Íslandi. Þær verpa í...

Stúdentar fluttir í Sögu
Líf og starf 1. júní 2023

Stúdentar fluttir í Sögu

Félagsstofnun stúdenta og Háskóli Íslands hafa unnið að því að breyta Hótel Sögu...

Þessi þögla týpa
Líf og starf 1. júní 2023

Þessi þögla týpa

Bændablaðið fékk til prufu rafmagns-liðlétting frá Giant. Þessi græja er á marga...

Sexföld stækkun útiræktunar grænmetis
Líf og starf 1. júní 2023

Sexföld stækkun útiræktunar grænmetis

Garðyrkjubændurnir Auðunn Árnason og María C. Wang á Böðmóðsstöðum í Bláskógabyg...

Bambahús hasla sér völl
Líf og starf 31. maí 2023

Bambahús hasla sér völl

Hugmyndin að Bambahúsunum varð til í ársbyrjun 2020 hjá fjölskyldu í Bolungarvík...

Fullvinnsla afurða í Heiðmörk
Líf og starf 30. maí 2023

Fullvinnsla afurða í Heiðmörk

Skógræktarfélag Reykjavíkur starfrækir einu viðarvinnsluna á suðvesturhorninu. S...

Starfshópur um útrýmingu á riðuveiki
Líf og starf 30. maí 2023

Starfshópur um útrýmingu á riðuveiki

Yfirdýralæknir hefur lagt til við matvælaráðherra að myndaður verði hópur sem mu...

Snjór í sauðburði
Líf og starf 29. maí 2023

Snjór í sauðburði

Tíðarfarið í maí hefur ekki verið hagstætt fyrir sauðburð. Kalt var í veðri og v...