Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Aura – dömupeysa
Líf og starf 26. ágúst 2025

Aura – dömupeysa

Höfundur: Prjónakveðja, stelpurnar í Handverkskúnst www.garn.is

Peysan er prjónuð ofan frá niður. Garnið Onion no 4 er dásamleg blanda af ull og netlutrefjum. Létt og mjúkt garn.

Stærðir: S (M) L (XL) - Yfirvídd: 95 (100) 105 (110) cm. - Sídd: 58 (60) 62 (64) 66 cm mælt frá öxl og niður.

Garn: No. 4 Organic Wool + Nettles frá ONIONKnit - 9 (10) 11 (12) dokkur. Litur á mynd nr 11 douce grøn.

Prjónar: Hringprjónn 60 cm nr 3 og 40 og 60-80 cm nr 3,5. Sokkaprjónar nr 3.

Prjónfesta: 23L x 30 umf á prjóna nr 3,5 = 10 x 10 cm í sléttu prjóni.

Skammstafanir: L = lykkja/ur / br = brugðið / snúið sl = prjónið slétt í aftari lykkjubogann / PM = prjónamerki / T&V= Snúið við, takið fyrstu lykkju óprj af prjóninum með bandið fyrir framan stykkið, sláið um prjóninn (lykkjan verður tvöföld). Þegar þessi lykkja er síðan prjónuð aftur eru eru bæði böndin prjónuð sem 1L.

Útaukning um 2L: Takið upp þráðinn á milli 2ja lykkja, prjónið 1L snúið brugðið og 1L slétt í sömu lykkju, það myndast gat.

Uppskrift: Fitjið upp 104 (104) 112 (112) lykkjur á 40 cm prjón nr 3,5mm. Tengið í hring, setjið prjónamerki sem markar upphaf umferðar og prjónið 4 umferðir slétt. Aukið út í næstu umferð um 8 lykkjur jafnt yfir = 112 (112) 120 (120) lykkjur, prjónið 1 umferð slétt. Upphækkun á bakstykki er prjónuð með German Short rows aðferðinni (ef þú vilt ekki gera upphækkun, hoppar þú yfir þennan kafla).

Staðsetjið annað prjónamerki eftir 56 (58) 60 (62) 64 lykkjur. Prjónið slétt að PM nr 2, færið merki, prjónið 5L slétt. T&V, prjónið brugðið að PM, færið merki, prjónið 5L brugðið, snúið við. Haldið áfram að prjóna fram og til baka og prjónið 5 lykkjur fram yfir síðasta snúning þar til þú hefur prjónað alls 8 sinnum snúning (4 sinnum hvoru megin). Nú má fjarlægja seinna prjónamerkið sem var sett inn.

Prjónið næstu umferð þannig: 2 slétt, *útaukning um 2L, 4 slétt* endurtakið frá *-* út umferð og endið á útaukning um 2L, 2 slétt = 168 lykkjur á prjóninum. Prjónið 13 (14) 15 (16) umferðir slétt. Prjónið útaukningu: 3 slétt, *útaukning um 2L, 6 slétt* endurtakið frá *-* út umferð og endið á útaukning um 2L, 3 slétt = 224 lykkjur á prjóninum . Prjónið 13 (14) 15 (16) umferðir slétt. Prjónið útaukningu: 4 slétt, *útaukning um 2L, 8 slétt* endurtakið frá *-* út umferð og endið á útaukning um 2L, 4 slétt = 280 lykkjur á prjóninum . Prjónið 13 (14) 15 (16) umferðir slétt. Prjónið útaukningu: 5 slétt * útaukning um 2L, 10 slétt* endurtakið frá *-* út umferð og endið á útaukning um 2L, 5 slétt.

Eingöngu stærðir L og XL prjónið næstu umferð þannig 14 slétt *takið upp þráðinn á milli 2ja lykkja og prjónið snúið slétt (myndast ekki gat), 28 lykkjur slétt* endurtakið frá *-* út umferð. Nú eru 336 (336) 348 (348) lykkjur á prjóninum.

Skipting bols og erma: Setjið inn 4 prjónamerki og skiptið stykkinu í bol og ermar þannig: setjið 1. merki eftir 32 (32) 35 (35) lykkjur (ermi), 2. merki eftir næstu 104 (104.) 107 (107) lykkjur (bolur), 3. merki eftir næstu (64) 67 (67) lykkjur (ermi), 4. merki eftir næstu 104 (104) 107 (107) lykkjur (bolur), nú eru 32 (32) 35 (35) lykkjur að upphafsprjónamerki sem tilheyra fyrri ermi. Prjónið í hring og aukið út fyrir laska í 2. hverri umferð með því að prjóna út-H, 1 sl, út-V við hvert prjónamerki sem sett voru inn.

Aukið út þannig:

Stærð S: engin útaukning, prjónið 14 umferðir slétt.

Stærð M: aukið út fyrir laska 3x, prjónið 9 umferðir slétt

Stærð L: aukið út fyrir laska 3x, prjónið 10 umferðir slétt

Stærð XL: aukið út fyrir laska 6x, prjónið 5 umferðir slétt

Setjið lykkjur fyrir ermar á band/ Hannyrðir: Aura – dömupeysa snúru 64 (70) 76 (82) lykkjur, fitjið upp 8 nýjar lykkjur hvoru megin = 220 (232) 242 (254) lykkjur á bol. Prjónið slétt í hring þar til bolur mælist 31 (32) 33 (34) cm (mælt frá skiptingu erma og bols). Skiptið yfir á hringprjón nr 3 og prjónið 14 umferðir stroff: 1L snúið slétt, 1L brugðið. Fellið af með teygjanlegri affellingu þannig: *sláið bandið um prjóninn, prjónið 1 snúið sl, 1 br, lyftið fyrri lykkju ásamt uppáslætti yfir seinni lykkju* endurtakið frá *-* út umferð.

Ermi: Færið ermalykkjurnar 64 (70) 76 (82) á 40 cm hringprjón nr 3,5 og fitjið upp/takið upp 8 lykkjur. Prjónið slétt í hring en í fyrstu umferð aukið út um 12 (12) 12 (12) lykkjur eins og á berustykki þannig að útaukningar komi í beinni línu frá berustykki, þ.e. 12 lykkjur á milli útaukninga = 84 (90) 96 (102) lykkjur á prjóninum. Prjónið slétt þar til ermin mælist 46 (48) 50 (52) cm. Prjónið 1 umferð og fækkið lykkjum jafnt yfir í 42 (44) 48 (52) lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna nr 3 og prjónið 14 umferðir stroff eins og á bol og fellið af með teygjanlegri affellingu.

Frágangur: gangið frá endum, þvoið flíkina og leggið til þerris.

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.

Blóðþyrst kona vill barnakjöt
Líf og starf 27. nóvember 2025

Blóðþyrst kona vill barnakjöt

Grýlu er fyrst getið á miðöldum en sú Grýla sem við þekkjum stingur upp sínum lú...