Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Félagslífið í Hafnarfirði er afar líflegt en hér að ofan má sjá mynd frá þorrablóti
Félagslífið í Hafnarfirði er afar líflegt en hér að ofan má sjá mynd frá þorrablóti
Mynd / Aðsend
Líf og starf 20. febrúar 2023

Alltaf heitt á könnunni

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Elsta félag eldri borgara á Íslandi má finna í stærðarinnar húsnæði í Flatahrauninu í Hafnarfirði. Stofnsett þann 26. mars 1968 – 55 ára í ár – þá í Góðtemplarahúsinu við Suðurgötu og nefnt Styrktarfélag aldraðra.

Valgerður Sverrisdóttir, formaður Félags eldri borgara í Hafnarfirði.

Var félagið þekkt undir því nafni allt til ársins 1990 en hefur síðan kallast Félag eldri borgara í Hafnarfirði, eða FEBH. „Í Flatahraunið eru allir velkomnir, alltaf heitt á könnunni og hægt að reka inn nefið jafnvel bara til að lesa blöðin þó ekki sé annað.

Það getur svo leitt af sér að fólk spjalli, sjái eitthvað sem vekur áhuga þess, kemur kannski aftur og ákveður að vilja prófa að vera með,“ segir Valgerður Sverrisdóttir, formaður félagsins. „Starfsemin hjá okkur er mjög öflug og endurspeglar í raun þá gleði og vilja fólks til þess að vilja gefa af sér og inn í starfið.“ Er félagið afar virkt og má þess vegna nefna hinar ýmsu skipulagsnefndir.

Það er púttnefnd, uppstillingarnefnd, kjaranefnd, þorrablótsnefnd, til að nefna nokkrar og svo nefnd Gaflarakórsins sem er afar vinsæll.

Valgerður segir að hér sé um góðan og þéttan hóp fólks á sama aldri að ræða sem hefur ærið nóg að gera enda hugðarefnin endalaus og félagsskapurinn frábær. Stundatöfluna má finna á vefsíðunni og um að gera að finna sér eitthvað sem fólki líst á.

„Það er fólk hér á öllum aldri enda erum við ekkert eldri en okkur líður.“

Tók Hafnarfjarðarbær þann pól í hæðina fyrir nokkrum árum að hafa heilsuna í forgangi og njóta meðlimir FEBH góðs af. Heilsuefling Janusar hefur haft yfirsýn yfir mannskapinn og með fá eldri borgarar bæjarins frístundastyrk til eflingar heilsusamlegs lífernis, alls 48 þúsund krónur á ári. Þetta varð hvatning til þess að fjölmargir félagar hófu líkamsrækt sem hefur gert heilmikið
þeim til góða.

„Sveitarfélagið leigir fyrir okkur glæsilegt húsnæði hérna í Flatahrauni og borgar þrjú og hálft stöðugildi starfsfólks. Það væsir því ekki um okkur í Hafnarfirði. Það er hugsað svo vel um þennan aldurshóp, við þurfum ekki að hafa fjárhagslegar áhyggjur er kemur að húsnæðinu heldur fer öll okkar orka í að njóta lífsins.“

Þeir sem hafa áhuga eru hvattir til að líta við – þó ekki væri nema í kaffisopa og lesa blöðin.

Skylt efni: Félag eldri borgara

Lóan
Líf og starf 23. apríl 2024

Lóan

Lóan er komin! Um þessar mundir eru heiðlóur að tínast til landsins en apríl er ...

Jöklapeysur úr íslenskum lopa
Líf og starf 23. apríl 2024

Jöklapeysur úr íslenskum lopa

Mjólkurfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur Pétursson setur nú á fót hönnunarsam...

Að höndla sér hross til reiðar
Líf og starf 22. apríl 2024

Að höndla sér hross til reiðar

Orðsins list kemur að þessu sinni úr Íslendingasögunum.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...

Flugvélarflak í Eyvindarholti
Líf og starf 10. apríl 2024

Flugvélarflak í Eyvindarholti

Við Eyvindarholt undir Eyjafjöllum hefur gömlu flugvélarflaki verið komið fyrir....

„Hann gat ekki beðið“
Líf og starf 10. apríl 2024

„Hann gat ekki beðið“

Bændablaðið er mörgum ansi hjartfólgið enda nýtur blaðið mikils trausts meðal le...

Sefgoði
Líf og starf 10. apríl 2024

Sefgoði

Sefgoði er flækingur af goðaætt og fannst nýverið við Þorlákshöfn. Það er einung...