Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Gönguleiðirnar eru valdar í samráði við heimamenn, allar greiðfærar og 12 til 18 kílómetra langar. Myndir / Arngrímur Viðar Ásgeirsson.
Gönguleiðirnar eru valdar í samráði við heimamenn, allar greiðfærar og 12 til 18 kílómetra langar. Myndir / Arngrímur Viðar Ásgeirsson.
Líf og starf 12. júní 2020

Afslöppun, friðsæld og fegurð

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ferðaskrifstofan Travel East Iceland býður í sumar upp á lúxus gönguferðir í Borgarfirði eystri í samstarfi við Ferðaþjónustuna Álfheima. Boðið er upp á þriggja og fimm daga ferðir þar sem dvalið er á hóteli Álfheima. Auk þess sem boðið er upp á dagsferðir.

Arngrímur Viðar Ásgeirsson, skipuleggjandi ferðanna, segir að ferðirnar séu hugsaðar með þarfir ferðaþyrstra Íslendinga í huga. „Það er mikil aðsókn. Við erum komin með um 60 bókanir, en það er nóg laust því við erum með um 30 brottfarir frá 20. júní fram í miðjan ágúst. Eins og víða annars staðar hurfu allar erlendar bókanir út vegna COVD-19 og því nóg pláss fyrir Íslendinga á hótelinu sem er með 32 herbergi.“

Úr Stórurð.

Víknaslóðir

„Dagsferðirnar eru um Víknaslóðir sem er þekkt göngusvæði frá Héraðsflóa til Seyðisfjarðar. Við einbeitum okkur að norðurhlutanum með Stórurð, Stapavík, Brúnavík, Breiðavík og Dimmadal undir Dyrfjöllum, en þar sem fjölbreytnin á svæðinu er mikil er af nógu að taka og sveigjanleikinn mikill þegar dvalið er á sama næturstað allan tím­ann.“

12 til 18 kílómetra gönguleiðir

Arngrímur segir að gönguleiðirnar séu valdar í samráði við heimamenn og að þær séu allar greiðfærar og 12 til 18 kílómetra langar. Hann segir að bætt hafi verið úr öllum aðbúnaði og þjónustu við ferðamenn á Borgarfirði eystri undanfarin ár. „Uppbygging í gistingu og veitingum hefur verið mikil. Komin er góð aðstaða til að slaka á eftir göngudaga í heitum pottum og gufubaði í Musteri Spa og þá má ekki gleyma því að búið er að malbika veginn um Njarðvíkurskriður og verið að ljúka við malbik á Vatnsskarði eystri, fjallvegi Borgfirðinga.

Gistiaðstaðan á Álfheimum sveita­hóteli.

Þá hafa einhverjir verið að grínast með það að fyrir Íslendinga sem vilja fara í langferð þá sé Borgarfjörður eystri málið því lengra er ekki hægt að komast frá suðvesturhorninu í kílómetrum. Þetta er um 10 tíma ferðalag ef það á að fara á einum degi.


Friðsæld og fegurð

Að sögn Arngríms hefur Borgarfjörður eystri notið aukinna vinsælda síðustu ár, bæði meðal Íslendinga og erlendra ferðamanna og margir sækja í lundann en ekki síður friðsældina og fegurð staðarins.

Nánari upplýsingar um ferðir Travel East Iceland má finna á www.ferdasumar.is og upplýsingar um Borgarfjörð eystri og gönguleiðir á www.borgarfjordureystri.is.

„Það er að sjálfsögðu nauðsynlegt að taka líka bæjarrölt og skoða litla sjávarþorpið Bakkagerði, vitja álfanna í Álfaborg og kíkja á Kjarval í Kirkjunni. Þá eru fjórir veitingastaðir í þorpinu og vonandi verður lifandi tónlist þar að finna þegar líður á sumarið,“ segir Arngrímur að lokum.

Mannlíf á Búnaðarþingi
Líf og starf 25. mars 2024

Mannlíf á Búnaðarþingi

Æðsta samkoma Bændasamtaka Íslands er Búnaðarþing. Í ár stóð það yfir frá fimmtu...

Stjörnuspá 21. mars - 11.  apríl
Líf og starf 21. mars 2024

Stjörnuspá 21. mars - 11. apríl

Vatnsberinn hefur lengi verið að velta því fyrir sér að flytja sig um set og jaf...

Félagsskapur eldri borgara
Líf og starf 19. mars 2024

Félagsskapur eldri borgara

Stofnfundur Félags eldri borgara í Hvalfjarðarsveit var haldinn sunnudaginn 11. ...

Áframhaldandi búseta talin möguleg
Líf og starf 13. mars 2024

Áframhaldandi búseta talin möguleg

Við Langanesströnd sem liggur að botni Bakkaflóa stendur Bakkafjörður ásamt bæði...

Kirkjugarðsklúbburinn
Líf og starf 12. mars 2024

Kirkjugarðsklúbburinn

Halaleikhópurinn víðfrægi tók að sér verkið Kirkjugarðsklúbbinn eftir Ivan Mench...

Bændamótmæli á Íslandi?
Líf og starf 11. mars 2024

Bændamótmæli á Íslandi?

Mótmæli bænda í Evrópu hafa verið í fréttum undanfarin misseri þar sem þeir vald...

Stjörnuspá 7. mars - 21. mars
Líf og starf 8. mars 2024

Stjörnuspá 7. mars - 21. mars

Vatnsberinn hefur alla burði til þess að koma í framkvæmd þeim hugmyndum sem eru...

Lundi
Líf og starf 6. mars 2024

Lundi

Lundi er algengasti fuglinn okkar og jafnframt einn af okkar einkennisfuglum. Ha...