Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Fyrstu áratugina var aðalstarf félagsins að styrkja skógrækt á sem flestum jörðum sýslunnar.
Fyrstu áratugina var aðalstarf félagsins að styrkja skógrækt á sem flestum jörðum sýslunnar.
Líf og starf 9. maí 2023

Afmælisár Skógræktarfélags Suður-Þingeyinga

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Skógræktarfélag Suður-Þingeyinga mun blása til afmælishátíðar í Fossselsskógi þann 24. júní nk. af tilefni þess að 80 ár eru síðan félagið var stofnað.

Skógræktarfélagið var stofnað 19. apríl 1943 og er sambandsfélag deilda sem stofnaðar voru í hreppum Þingeyjarsýslu. Fossselsskógur hefur verið helsta skógræktarsvæði félagsins.

„Fyrstu áratugina var aðalstarf félagsins að hvetja til og styrkja skógrækt á sem flestum jörðum í sýslunni og skógarreitirnir urðu liðlega eitt hundrað. Árið 1960 tók félagið á leigu helming af Fossselsskógi og 1966 fékk félagið leigusamning um allan skóginn. Næstu áratugi varð skógurinn aðalræktunarsvæði félagsins. Auk Fossselsskógar hefur félagið gróðursett umtalsvert svæði í Hjallaheiði í Reykjadal. Hin síðari ár hefur
umhirða og nýting skóganna orðið aðalverkefni félagsins. Félagið hefur tekjur af höggi jólatrjáa og trén í Fossselsskógi hafa nú náð nýtingarstærð og munu næstu áratugi skila umtalsverðum viðarafla,“ segir í tilkynningu frá Agnesi Þ. Guðbergsdóttur, formanni Skógræktarfélags Suður-Þingeyinga.

Nú verði grisjun og nýting skógarins mikilvægur þáttur í starfsemi félagsins. „Gömlu heimilisskógarnir eru yndisreitir á fjölmörgum bæjum í sýslunni og skógar félagsins í Fossseli og á Hjallaheiði eru fögur útivistarsvæði. Kolefnisbinding úr andrúmslofti er orðin mikilvægur hluti skógræktar á Íslandi og skógar félagsins binda árlega mikið kolefni og munu gera um langa framtíð.“

Nánari upplýsingar um dagskrá afmælishátíðarinnar verða auglýstar þegar nær dregur.

Vetur í stofunni
Líf og starf 26. janúar 2026

Vetur í stofunni

Að ýmsu er að hyggja til að halda pottaplöntum heilbrigðum og fallegum yfir vetr...

Öxin kysst
Líf og starf 26. janúar 2026

Öxin kysst

Þann 12. janúar voru 195 ár liðin frá því að Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigur...

Enn lengur á Biðstofunni, takk!
Líf og starf 16. janúar 2026

Enn lengur á Biðstofunni, takk!

Nú er að hefjast ein skemmtilegasta sjónvarpsveisla ársins með Evrópumótinu í ha...

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 30. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum
Líf og starf 30. desember 2025

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum

Dagana 29. og 30. nóvember fóru fram tvö Íslandsmót. Annars vegar Íslandsmót ein...

Myndflöturinn logar
Líf og starf 28. desember 2025

Myndflöturinn logar

Bjart er yfir sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg. Sýningin heitir Roði en ...

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi
Líf og starf 28. desember 2025

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi

Feðginin Anna Fjóla og pabbi hennar, Gísli B. Björnsson, eru nú á fullum krafti ...

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki
Líf og starf 28. desember 2025

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki

Vopnfirðingurinn Oddný Aðalbjörg Methúsalemsdóttir vann á sinni tíð ötullega að ...