Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Folaldið Jóla-Drífa með móður sinni, Litbrá frá Sölvholti.
Folaldið Jóla-Drífa með móður sinni, Litbrá frá Sölvholti.
Mynd / Páll Imsland
Líf og starf 16. janúar 2017

Ævintýrið um Jóla-Drífu

Höfundur: Páll Imsland
Hryssan Litbrá frá Sölvholti, sem fædd er vorið 2012, kastaði sínu fyrsta folaldi núna nokkrum dögum fyrir jól og fékk sú litla nafnið Jóla-Drífa. 
 
Hún fannst í snjónum á að giska dags- eða tveggja daga gömul á sólstöðum og er fædd svo nærri vetrarsólstöðum að hún hefur líklega aldrei litið mót hnígandi sól. 
 
Jóla-Drífa er spræk og hefur ekki tekið drífuna sem gerði á hana nýfædda nærri sér.
 
Litbrá var í stóði sumarið 2015 en hefur ekki fyljast eins og hinar hryssurnar eða misst fyl snemma. Hins vegar hefur hún verið móttækileg um miðjan janúar 2016 og þá fest fang. Um það leyti var verið að taka hauststóðin heim til að snyrta þau, örmerkja og gefa ormalyf, raga niður í hópa fyrir vetrarbeit, taka sláturhross og seld folöld úr hópunum og fjarlægja stóðhestana, sem gagnast höfðu hryssunum um sumarið og annað þess háttar. 
 
Óvist um faðernið
 
Folarnir tveir höfðu unað með hryssunum um haustið í sátt og samlyndi í tveim hjörðum sem gátu þó haft samgang. Í haustbeitarhópinn komust líka stutta stund fjórir veturgamlir folar ógeltir, eins og getur gerst, og enginn veit því að sinni hver faðir Jóla-Drífu er, en það finnst út úr því áður yfir lýkur, annaðhvort út frá litaerfðum eða með DNA-greiningu.
 
Jóla-Drífa er spræk og hefur ekki tekið drífuna sem gerði á hana nýfædda nærri sér. Hún er nú á húsi við besta atlæti og unir hag sínum vel, leikur sér og þroskast vel. Móðir hennar er brúnlitförótt en sjálf er Jóla-Drífa ennþá aðeins rauð að sjá, hvað sem síðar kemur í ljós.
Safnað fyrir Einstök börn
Líf og starf 26. apríl 2024

Safnað fyrir Einstök börn

Stóðhestaveisla Eiðfaxa var haldin 13. apríl í HorseDay-höllinni á Ingólfshvoli ...

Umhverfisvænar blómaskreytingar
Líf og starf 25. apríl 2024

Umhverfisvænar blómaskreytingar

Náttúruleg fegurð var í fyrirrúmi á námskeiði um blómaskreytingar í Garðyrkjuskó...

Sumardagurinn fyrsti
Líf og starf 25. apríl 2024

Sumardagurinn fyrsti

Samkvæmt dagatalinu kemur sumarið 25. apríl. Bændablaðið leitaði því til lesenda...

Lóan
Líf og starf 23. apríl 2024

Lóan

Lóan er komin! Um þessar mundir eru heiðlóur að tínast til landsins en apríl er ...

Jöklapeysur úr íslenskum lopa
Líf og starf 23. apríl 2024

Jöklapeysur úr íslenskum lopa

Mjólkurfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur Pétursson setur nú á fót hönnunarsam...

Að höndla sér hross til reiðar
Líf og starf 22. apríl 2024

Að höndla sér hross til reiðar

Orðsins list kemur að þessu sinni úr Íslendingasögunum.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...