Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Sveit Infocapital varð Íslandsmeistari í sveitakeppni í bridds eftir harða úrslitakeppni. Í öðru sæti varð sveit Karls Sigurhjartarsonar. 
„Íslandsmótið var óvenjuspennandi í þetta skiptið og í raun var hörkuspenna hvaða sveit næði gullinu allt fram á síðustu spil,“ segir Matthías Imsland
Sveit Infocapital varð Íslandsmeistari í sveitakeppni í bridds eftir harða úrslitakeppni. Í öðru sæti varð sveit Karls Sigurhjartarsonar. „Íslandsmótið var óvenjuspennandi í þetta skiptið og í raun var hörkuspenna hvaða sveit næði gullinu allt fram á síðustu spil,“ segir Matthías Imsland
Mynd / Björn Þorláksson
Líf og starf 20. maí 2025

Að landa vonlausum samningi

Höfundur: Björn Þorláksson

Hafi maður nokkru sinni séð vonlausan samning skríða heim var það í fyrstu umferð úrslita Íslandsmótsins í sveitakeppni þegar Sævar Þorbjörnsson í sveit Karls Sigurhjartar kom þremur gröndum heim gegn Vigni Haukssyni og Gunnlaugi Sævarssyni í sveit Hótels Norðurljósa. Austur gefur – allir á hættu.

Sævar spilaði samninginn í norður. Vestur hafði hindrað í hjarta og út kom hjartakóngur hjá austri og meira hjarta. Vignir Hauksson sat í vestur, hann drap með ásnum og spilaði tígli í þriðja slag. Sagnhafi hélt áfram með tígulinn í fjórða slag. Vörnin er nú komin með tvo tígulslagi, sagnhafi einn tígulslag en annar til reiðu í holu. Nú eru fyrir sagnhafa í augsýn þrír laufslagir, einn hjartaslagur, tveir á spaða og tveir á tígul. Sem er ekki nóg. Enn vantar einn slag.

Sævar sá að möguleiki væri á að hægt yrði að skvísa austur í svörtu litunum ef skipting spilanna væri þannig. Hann tók rauðu slagina tvo og spilaði svo öllum svörtu háspilunum, slag eftir slag. Gunnlaugur í austur varð um síðir að kasta frá sér valdinu. 9. slagurinn í húsi – þrátt fyrir óleguna í laufi í sögulegu spili. Vörnin gat gert betur en mjög vel spilað hjá Sævari og kennir okkur að gefast aldrei upp.

Skylt efni: bridds

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.

Blóðþyrst kona vill barnakjöt
Líf og starf 27. nóvember 2025

Blóðþyrst kona vill barnakjöt

Grýlu er fyrst getið á miðöldum en sú Grýla sem við þekkjum stingur upp sínum lú...