Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra hefur úthlutað alls 100 milljónum króna til menningar, atvinnuþróunar og nýsköpunar á starfssvæði Eyþings.
Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra hefur úthlutað alls 100 milljónum króna til menningar, atvinnuþróunar og nýsköpunar á starfssvæði Eyþings.
Líf og starf 15. febrúar 2018

100 milljónir í styrki vegna margvíslegra verkefna

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra hefur úthlutað alls 100 milljónum króna til menningar, atvinnuþróunar og nýsköpunar á starfssvæði Eyþings. 
 
Sjóðurinn er samkeppnissjóður og veitir verkefnastyrki til menningarverkefna, atvinnuþróunar og nýsköpunar auk stofn- og rekstrarstyrkja til menningarmála. Hann er hluti af samningi milli Eyþings og ríkisins um Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2015–2019. 
 
Uppbyggingarsjóði bárust samtals 133 umsóknir, þar af 51 til atvinnuþróunar og nýsköpunar og 82 til menningar. Uppbyggingarsjóður samþykkti að veita 85 verkefnum styrkvilyrði að upphæð 100 milljónir króna.  Samtals var sótt um rúmlega 271 milljón í sjóðinn að þessu sinni.
 
Meðal verkefna má nefna að Ágúst Marinó Ágústsson hlaut eina milljón króna til að vinna að spænisframleiðslu. Búnaðarsamband S-Þingeyjarsýslu fékk hálfa milljón vegna verkefnis sem nefnist Matarauður Þingeyjarsýslu, Fræðasetur um forystufé hlaut þrjá styrki, ríflega 2 milljónir í allt, vegna þriggja verkefna, m.a. að koma upp útilistaverki við setrið og annars verkefnis sem ber nafnið Fjalla Bensi. Þá hlaut Hafsteinn Hjálmarsson 750 þúsund krónur til að setja upp kjötvinnslu á Gilsbakka, Heimskautagerðið á Raufarhöfn fékk eina milljón króna og Hjörleifur Hjartarson sömu upphæð til að vinna að hljóðleiðsögn um Dalvík. 
 
Verksmiðjan á Hjalteyri fékk 4 milljónir króna. Kvenfélagið Baugur í Grímsey hlaut styrk til að vinna að atvinnuskapandi hönnun í eynni. Vistorka hlaut tvo styrki, annan vegna verkefnis sem heitir Jarðefnalaus Hrísey og hitt vegna nýtingar á lífrænum úrgangi. Skjálftasetrið á Kópaskeri hlaut styrk og einnig Könnunarsetrið á Húsavík. Þróunarverkefni vegna grænþörunga hlaut sömuleiðis styrk og sjónvarpsstöðin N4 fékk 3,3 milljónir króna vegna verkefnis sem heitir „Uppskrift að góðum degi“. 
Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 15. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Okkar besti maður
Líf og starf 11. desember 2025

Okkar besti maður

Á næsta ári verða 300 ár liðin frá fæðingu Eggerts Ólafssonar. Þegar við svipleg...

Jólablóm frá íslenskum garðyrkjubændum
Líf og starf 8. desember 2025

Jólablóm frá íslenskum garðyrkjubændum

Íslensk blóm gleðja augað. Bæði afskorin blóm og pottaplöntur geta á einn eða an...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 8. desember 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn mun fljótlega upplifa einhvers konar deyfð og myndi helst kjósa að u...

Jólin eru að koma
Líf og starf 5. desember 2025

Jólin eru að koma

Nú fer að líða að hátíð ljóssins og jólasveinanna og því ekki seinna vænna að sk...

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...