Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Söngleikurinn er byggður á bókinni Stúart litli eftir E.B. White og samnefndri kvikmynd sem flestir ættu að kannast við.
Söngleikurinn er byggður á bókinni Stúart litli eftir E.B. White og samnefndri kvikmynd sem flestir ættu að kannast við.
Líf&Starf 24. nóvember 2021

Leikfélag Mosfellssveitar sýnir Stúart litla

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Leikfélag Mosfellssveitar var sett á laggirnar síðla árs 1976 og hefur síðan þá verið virkur þáttur í menningarlífi bæjarins – enda hafa yfirleitt verið settar upp tvær veglegar sýningar árlega í bæjarleikhúsinu sem eru afar vel sóttar.
Að auki taka meðlimir gjarnan þátt í þeim fjölda uppákoma og menningarviðburða er Mosfellsbær stendur fyrir og árlega er unnið að sameiginlegri dagskrá og sýningum þeirra aðila er starfa undir merkjum Listaskóla Mosfellsbæjar, en einnig er leiklistarskóli starfræktur fyrir börn og unglinga að sumarlagi.

Nú á dögunum frumsýndi Leikfélag Mosfellssveitar fjölskyldusöngleikinn Stúart litla en flestir ættu að kannast við söguna um músina litlu sem hefur heillað svo marga. Verkið er byggt á samnefndri bók og kvikmynd, en það fjallar um fjölskyldu sem tekur að sér litla mús. Ekki eru allir heimilismeðlimir jafn ánægðir með þá ákvörðun að bjóða hann velkominn í fjölskylduna og tekst Stúart á við ýmiss konar áskoranir og ævintýri.

Listrænir stjórnendur sýningarinnar eru feðginin Elísabet Skagfjörð, sem leikstýrir og Valgeir Skagfjörð, sem semur alla tónlist í sýningunni. Sýnt er alla sunnudaga í nóvember og desember kl 16:00 í Bæjarleikhúsinu í Mosfellsbæ. Miðapantanir í síma 566 7788.

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!
Líf&Starf 19. apríl 2022

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!

Nú hefur leikfélag Hólmavíkur sett upp farsann Bót og betrun eftir Michael Coone...

Ef væri ég gullfiskur!
Líf&Starf 28. mars 2022

Ef væri ég gullfiskur!

Spéfarsinn „Ef væri ég gullfiskur“ eftir Árna Ibsen, í flutningi leikfélags Umf....

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði
Líf&Starf 16. mars 2022

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði

Leikfélag Menntaskólans á Ísafirði frumsýndi leikritið „Ekki um ykkur” eftir Gun...

Verndarar láðs & lagar
Líf&Starf 14. mars 2022

Verndarar láðs & lagar

Þegar verndarar láðs og lagar ber á góma er gaman að rekast á þá þar sem maður á...

Flestir gullsmiðir voru bændur
Líf&Starf 28. febrúar 2022

Flestir gullsmiðir voru bændur

Árið 2011 hlaut Dóra Guðbjört Jónsdóttir gullsmiður þakkarviðurkenningu FKA – Fé...

Hann á það skilið? Á hann það skilið?
Líf&Starf 2. febrúar 2022

Hann á það skilið? Á hann það skilið?

Í kaflanum „Misseristalið og tildrög þess“ eftir Þorkel Þorkelsson, í 1. tbl. Sk...