Söngleikurinn er byggður á bókinni Stúart litli eftir E.B. White og samnefndri kvikmynd sem flestir ættu að kannast við.
Söngleikurinn er byggður á bókinni Stúart litli eftir E.B. White og samnefndri kvikmynd sem flestir ættu að kannast við.
Fólk 24. nóvember 2021

Leikfélag Mosfellssveitar sýnir Stúart litla

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Leikfélag Mosfellssveitar var sett á laggirnar síðla árs 1976 og hefur síðan þá verið virkur þáttur í menningarlífi bæjarins – enda hafa yfirleitt verið settar upp tvær veglegar sýningar árlega í bæjarleikhúsinu sem eru afar vel sóttar.
Að auki taka meðlimir gjarnan þátt í þeim fjölda uppákoma og menningarviðburða er Mosfellsbær stendur fyrir og árlega er unnið að sameiginlegri dagskrá og sýningum þeirra aðila er starfa undir merkjum Listaskóla Mosfellsbæjar, en einnig er leiklistarskóli starfræktur fyrir börn og unglinga að sumarlagi.

Nú á dögunum frumsýndi Leikfélag Mosfellssveitar fjölskyldusöngleikinn Stúart litla en flestir ættu að kannast við söguna um músina litlu sem hefur heillað svo marga. Verkið er byggt á samnefndri bók og kvikmynd, en það fjallar um fjölskyldu sem tekur að sér litla mús. Ekki eru allir heimilismeðlimir jafn ánægðir með þá ákvörðun að bjóða hann velkominn í fjölskylduna og tekst Stúart á við ýmiss konar áskoranir og ævintýri.

Listrænir stjórnendur sýningarinnar eru feðginin Elísabet Skagfjörð, sem leikstýrir og Valgeir Skagfjörð, sem semur alla tónlist í sýningunni. Sýnt er alla sunnudaga í nóvember og desember kl 16:00 í Bæjarleikhúsinu í Mosfellsbæ. Miðapantanir í síma 566 7788.

Þakklátur fyrir þau forréttindi sem það eru að fá að veiða í íslenskri náttúru
Fólk 29. nóvember 2021

Þakklátur fyrir þau forréttindi sem það eru að fá að veiða í íslenskri náttúru

„Góð veiðiferð á sér jafnan framhaldslíf í vel sögðum veiðisögum. Sumar þeirra v...

Leikfélag Mosfellssveitar sýnir Stúart litla
Fólk 24. nóvember 2021

Leikfélag Mosfellssveitar sýnir Stúart litla

Nú á dögunum frumsýndi Leikfélag Mosfellssveitar fjölskyldusöngleikinn Stúart li...

Reistu sér kjötvinnslu og sláturhús
Fólk 11. nóvember 2021

Reistu sér kjötvinnslu og sláturhús

Á síðasta ári reistu bændurnir á Grímsstöðum sér kjötvinnslu heima á bænum í Rey...

Leikfélag Sauðárkróks sýnir Ronju ræningjadóttur
Fólk 11. nóvember 2021

Leikfélag Sauðárkróks sýnir Ronju ræningjadóttur

Leikfélag Sauðárkróks hefur sett upp Ronju ræningjadóttur. Skemmtilegt og falleg...

Freyvangsleikhúsið setur upp frumsamið verk - Smán!
Fólk 11. nóvember 2021

Freyvangsleikhúsið setur upp frumsamið verk - Smán!

Leikverkið Smán á sér þá forsögu að vorið 2019 var haldin handritasamkeppni á ve...

Þegar Kjósin ómaði af söng
Fólk 3. nóvember 2021

Þegar Kjósin ómaði af söng

Söngmenning og kórastarf hefur löngum verið stór hluti af menningu Íslendinga og...

Ný barnabók úr  smiðju sauðfjárbónda
Fólk 27. október 2021

Ný barnabók úr smiðju sauðfjárbónda

Bókaútgáfan Sæmundur hefur gefið út barnabók eftir sauðfjárbóndann Guðríði Baldv...

Sveins saga búfræðings
Fólk 13. október 2021

Sveins saga búfræðings

Sveinn Sveinsson hét hann, Aust­firðingur, fæddur á Ormsstöðum í Norðfirði 21. j...