Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Áhöfnin á Ísleifi heppna, þeir Aron Garðar Másson og Gunnar Logi  Malmquist Einarsson, tóku sér smá hlé frá því að þjónusta ákaft ísáhugafólk í Hörpu til að sinna fyrirsætustörfum fyrir Bændablaðið.
Áhöfnin á Ísleifi heppna, þeir Aron Garðar Másson og Gunnar Logi Malmquist Einarsson, tóku sér smá hlé frá því að þjónusta ákaft ísáhugafólk í Hörpu til að sinna fyrirsætustörfum fyrir Bændablaðið.
Mynd / HKr.
Fólk 13. mars 2018

Ísbúðin Ísleifur heppni kætir bragðlauka landans

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Ísbúðin Ísleifur heppni hefur vakið mikla athygli fyrir gott og ferskt bragð hvar sem ísinn hefur verið í boði. 
 
Þar sem eitthvað sérstakt er um að vera má alveg eins búast við því að félagarnir frá Ísbúðinni Ísleifi heppna séu á staðnum. Þannig var það líka á Matarmarkaði Búrsins í Hörpu um síðustu helgi. Þar sýndu aðstandendur Ísleifs listir sínar og buðu gestum og gangandi að smakka ís sem er engum öðrum líkur. 
Á bak við Ísleif heppna standa feðgarnir Einar Ólafsson arkitekt, sem var á árum áður þekktur skíðakappi frá Ísafirði, og matreiðslumaðurinn Gunnar Logi Malmquist Einarsson. 
 
Þegar tíðindamann Bænda­blaðsins bar að garði á Matarmarkaði Búrsins sl. sunnudag voru Gunnar Logi og Aron Garðar Másson að gefa gestum ís að smakka.
 
Búðin er annars með aðsetur í Hlemmi – Mathöll og hafa eigendur einnig verið með eins konar „popup“ á hinum ýmsu viðburðum. Þannig mátti sjá þá félaga á opnun á nýjum sýningarsal Bílasölu Benna fyrir skömmu og hafa þeir víða troðið upp með sín tæki og tól. 

Skylt efni: ísgerð | Ísleifur heppni

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Fólk 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Fólk 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!
Fólk 19. apríl 2022

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!

Nú hefur leikfélag Hólmavíkur sett upp farsann Bót og betrun eftir Michael Coone...

Ef væri ég gullfiskur!
Fólk 28. mars 2022

Ef væri ég gullfiskur!

Spéfarsinn „Ef væri ég gullfiskur“ eftir Árna Ibsen, í flutningi leikfélags Umf....

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði
Fólk 16. mars 2022

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði

Leikfélag Menntaskólans á Ísafirði frumsýndi leikritið „Ekki um ykkur” eftir Gun...

Verndarar láðs & lagar
Fólk 14. mars 2022

Verndarar láðs & lagar

Þegar verndarar láðs og lagar ber á góma er gaman að rekast á þá þar sem maður á...

Flestir gullsmiðir voru bændur
Fólk 28. febrúar 2022

Flestir gullsmiðir voru bændur

Árið 2011 hlaut Dóra Guðbjört Jónsdóttir gullsmiður þakkarviðurkenningu FKA – Fé...

Hann á það skilið? Á hann það skilið?
Fólk 2. febrúar 2022

Hann á það skilið? Á hann það skilið?

Í kaflanum „Misseristalið og tildrög þess“ eftir Þorkel Þorkelsson, í 1. tbl. Sk...