Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Fyrstubekkingar glaðir í bragði með húfurnar sínar.
Fyrstubekkingar glaðir í bragði með húfurnar sínar.
Líf&Starf 3. janúar 2018

Húfur gegn einelti á alla fyrstubekkinga

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
„Hver og ein húfa er með sínu móti, þær eru ólíkar, í mismunandi litum og með ólík mynstur til marks um að við erum öll ólík, hver og einn er einstakur,“ segir Kristín Jóhannesdóttir, skólastjóri í Oddeyrarskóla.
 
Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi gegn einelti sem var í nóvember tóku fjórir kennarar við skólann sig til og prjónuðu húfu á hvern og einn nemanda í fyrsta bekk. Húfurnar eru með áletruninni Gegn einelti. Þær hófu að skipuleggja prjónaskapinn í liðnum mánuði, brettu svo upp ermar og prjónuðu í gríð og erg þar til allir nemendur höfðu fengið húfu á sitt höfuð.
 
Þetta er annað árið í röð sem fyrstubekkingar fá húfu að gjöf í tilefni þessa dags. Kristín segir að hugmyndin hafi verið fengin að láni frá Grunnskólanum á Bolungarvík sem einnig deildi uppskriftum að húfum með kollegum sínum nyrðra. Á öllum húfunum stendur: Gegn einelti. 
 
 
Dugnaðarkonur, þær Linda Óladóttir, Kristín Jóhannesdóttir, Bára Árný Sigþórsdóttir og Hafdís Bjarnadóttir í Oddeyrarskóla og húfurnar góðu.

3 myndir:

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!
Líf&Starf 19. apríl 2022

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!

Nú hefur leikfélag Hólmavíkur sett upp farsann Bót og betrun eftir Michael Coone...

Ef væri ég gullfiskur!
Líf&Starf 28. mars 2022

Ef væri ég gullfiskur!

Spéfarsinn „Ef væri ég gullfiskur“ eftir Árna Ibsen, í flutningi leikfélags Umf....

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði
Líf&Starf 16. mars 2022

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði

Leikfélag Menntaskólans á Ísafirði frumsýndi leikritið „Ekki um ykkur” eftir Gun...

Verndarar láðs & lagar
Líf&Starf 14. mars 2022

Verndarar láðs & lagar

Þegar verndarar láðs og lagar ber á góma er gaman að rekast á þá þar sem maður á...

Flestir gullsmiðir voru bændur
Líf&Starf 28. febrúar 2022

Flestir gullsmiðir voru bændur

Árið 2011 hlaut Dóra Guðbjört Jónsdóttir gullsmiður þakkarviðurkenningu FKA – Fé...

Hann á það skilið? Á hann það skilið?
Líf&Starf 2. febrúar 2022

Hann á það skilið? Á hann það skilið?

Í kaflanum „Misseristalið og tildrög þess“ eftir Þorkel Þorkelsson, í 1. tbl. Sk...