Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Góð aðsókn var á jólamarkaðinn í Ásgarði, enda margt fallegt og forvitnilegt þar að skoða.
Góð aðsókn var á jólamarkaðinn í Ásgarði, enda margt fallegt og forvitnilegt þar að skoða.
Mynd / smh
Fólk 19. desember 2017

Hápunktur ársins á handverkstæðinu

Höfundur: smh
Hápunktur hvers árs í Ásgarði, handverkstæðisins í Álafosskvosinni í Mosfellsbæ, er jólamarkaðurinn sem jafnan er haldinn fyrstu helgina í desember. Ásgarður er verndaður vinnustaður, en þar vinna 22 starfsmenn að smíðum og listmunagerð allan ársins hring, undir handleiðslu níu starfsmanna.
 
Jólamarkaðurinn var haldinn laugardaginn 2. desember síðastliðinn og var fjöldi manns kominn í Braggann, smiðjuna þar sem munirnir voru sýndir, fljótlega eftir opnun á hádegi. Kaffihlaðborð var svo í sjálfum Ásgarðinum, steinsnar frá. 
 
Hjörtur Garð­arsson, einn leiðbeinendanna í Bragganum, sagði gestum frá því sem fyrir augu bar á markaðnum. „Á trésmíðaverkstæðinu smíðum við alls konar tréleikföng og listmuni af ýmsum gerðum. Við erum með ákveðna línu í barnaleikföngum sem við erum alltaf með í framleiðslu og svo fyrir þennan hátíðardag okkar smíðum við líka sérstaka jólamuni. Svo erum við líka með listasmiðju og þar er unnið úr hornum, leðri og kopar til dæmis – auk þess sem þar er mikið ofið. Við höldum okkur mest við íslenskt hráefni, en koparinn og nautgripahornin þurfum við reyndar að flytja inn þar sem fátt er yfirleitt af slíku í boði hér á landi. Við vinnum samt talsvert úr íslenskum hreindýrahornum og eitthvað úr hrútshornum.“ 
 
Þetta er aðaldagurinn en verslunin opin flesta daga
 
„Þetta er aðaldagurinn okkar en verslunin, sem stendur fyrir ofan Ásgarð, er þó opin flesta daga,“ segir Hjörtur Garðarsson. 

10 myndir:

Skylt efni: Ásgarður | jólamarkaður

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Fólk 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Fólk 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!
Fólk 19. apríl 2022

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!

Nú hefur leikfélag Hólmavíkur sett upp farsann Bót og betrun eftir Michael Coone...

Ef væri ég gullfiskur!
Fólk 28. mars 2022

Ef væri ég gullfiskur!

Spéfarsinn „Ef væri ég gullfiskur“ eftir Árna Ibsen, í flutningi leikfélags Umf....

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði
Fólk 16. mars 2022

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði

Leikfélag Menntaskólans á Ísafirði frumsýndi leikritið „Ekki um ykkur” eftir Gun...

Verndarar láðs & lagar
Fólk 14. mars 2022

Verndarar láðs & lagar

Þegar verndarar láðs og lagar ber á góma er gaman að rekast á þá þar sem maður á...

Flestir gullsmiðir voru bændur
Fólk 28. febrúar 2022

Flestir gullsmiðir voru bændur

Árið 2011 hlaut Dóra Guðbjört Jónsdóttir gullsmiður þakkarviðurkenningu FKA – Fé...

Hann á það skilið? Á hann það skilið?
Fólk 2. febrúar 2022

Hann á það skilið? Á hann það skilið?

Í kaflanum „Misseristalið og tildrög þess“ eftir Þorkel Þorkelsson, í 1. tbl. Sk...