Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Dr. Ólafur R. Dýrmundsson gerður að heiðursfélaga
Fólk 8. desember 2017

Dr. Ólafur R. Dýrmundsson gerður að heiðursfélaga

Aðalfundur Eigenda- og ræktendafélags landnámshænsna (ERL) fór fram 12. nóvember síðastliðinn í Félagsheimili Ásatrúarfélagsins, Síðumúla 15 í Reykjavík. Fundurinn var auglýstur þann 5. nóvember en fresta þurfti fundi um viku vegna veðurs.
 
Á fundinum fóru fram hefðbundin aðalfundarstörf. Skýrsla stjórnar fyrir starfsárið 2017 var lesinn, reikningar voru samþykktir, kosningar fóru fram og önnur mál voru rædd. Stjórn félagsins skipa: Hugi Ármannsson formaður, Valgerður Auðunsdóttir gjaldkeri og Magnús Ingimarsson ritari. Í varastjórn sitja Gréta Björg Erlendsdóttir og Ingi Vignir Gunnlaugsson.
 
Dr. Ólafur R. Dýrmundsson var gerður að heiðursfélaga í ERL. Hann hefur átt mikið og gott samstarf við félagsmenn og stjórn ERL undanfarin ár og hefur sýnt félaginu og starfi þess einstakan áhuga og velvild. 
Á fundinum var margt rætt, má þar nefna:
 
Rætt um námskeiðahald. Félagið ásamt Endurmenntun LbhÍ skipulögðu námskeið um landnámshænuna og hænsnahald sem féll niður því lágmarksþátttaka náðist ekki. Stjórn var falið að endurhugsa fyrirkomulag námskeiðisins og leggja drög að annarri tilraun.
 
Á heimasíðu félagsins www.haena.is hefur verið hægt að senda stjórn póst eða sækja um vottun á ræktunarstofni í gegnum þar til gerð skráningarform. Það hefur þó komið í ljós að þær tilkynningar sem þarna hafa verið sendar um nokkurt skeið hafa ekki borist stjórninni. Stjórn ERL hvetur því alla sem notað hafa þetta samskiptaform að ítreka umsóknir sínar með því að hringja í stjórnarmeðlimi eða senda póst a m.ingimars@gmail.com.
 
Vottun landnámshænsna á ræktunarbúum kom einnig til tals. Þetta er langtímaverkefni sem er stór liður í verndun stofnsins fyrir blöndun við aðra hænsnastofna. Félagið hefur boðið félagsmönnum sínum gjaldfrjálsa úttekt í samræmi við útlitsstaðal ERL. Þó nokkrir bíða heimsóknar og var stjórn falið að skipuleggja 2–4 víðtækar ferðir vegna vottunar á næsta ári með skipulögðum hætti. Nú þegar hafa 29 ræktunarbú hlotið vottun af hálfu félagsins og halda fugla sem standast útlit og atferliseinkenni landnámshænunnar. Sjá má lista yfir þessa ræktendur í 1. tölublaði Landnámshænunnar 2017.
Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Fólk 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Fólk 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!
Fólk 19. apríl 2022

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!

Nú hefur leikfélag Hólmavíkur sett upp farsann Bót og betrun eftir Michael Coone...

Ef væri ég gullfiskur!
Fólk 28. mars 2022

Ef væri ég gullfiskur!

Spéfarsinn „Ef væri ég gullfiskur“ eftir Árna Ibsen, í flutningi leikfélags Umf....

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði
Fólk 16. mars 2022

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði

Leikfélag Menntaskólans á Ísafirði frumsýndi leikritið „Ekki um ykkur” eftir Gun...

Verndarar láðs & lagar
Fólk 14. mars 2022

Verndarar láðs & lagar

Þegar verndarar láðs og lagar ber á góma er gaman að rekast á þá þar sem maður á...

Flestir gullsmiðir voru bændur
Fólk 28. febrúar 2022

Flestir gullsmiðir voru bændur

Árið 2011 hlaut Dóra Guðbjört Jónsdóttir gullsmiður þakkarviðurkenningu FKA – Fé...

Hann á það skilið? Á hann það skilið?
Fólk 2. febrúar 2022

Hann á það skilið? Á hann það skilið?

Í kaflanum „Misseristalið og tildrög þess“ eftir Þorkel Þorkelsson, í 1. tbl. Sk...