Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Stóra-Mástunga 1
Bærinn okkar 22. febrúar 2023

Stóra-Mástunga 1

Hér kynnumst við þeim Aðalheiði og Bjarna sem búa á blönduðu búi í Skeiða- og Gnjúpverjahreppnum og má með sanni segja að hjá þeim sé líf og fjör alla daga.

Býli? Stóra-Mástunga 1.

Staðsett í sveit? Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Ábúendur? Bjarni Másson og Aðalheiður Einarsdóttir.

Fjölskyldustærð (og gæludýra)? Fjögur börn, þau Már Óskar, 12 ára, Haukur Atli, 7 ára, Þórhildur Ragna, 3 ára og Ragnhildur Steinunn, 2 ára. Að auki eigum við kettina Batman og Elsu og svo lögregluhundinn hann Rex.

Stærð jarðar? 480 ha, 80 ha ræktaðir.

Gerð bús? Blandað bú; mjólkurframleiðsla, sauðfjárrækt, hrossarækt og ferðaþjónusta.

Fjöldi búfjár? 140 nautgripir, 50 kindur og 20 hross.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Hann byrjar og endar í fjósinu, þess á milli hin ýmsu árstíðabundnu verk.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Margt skemmtilegt; fóðra gripina, heyja á sumrin í góðu veðri. Stúdera val á stóðhestum fyrir hryssurnar. Leiðinlegast er svo að handmoka skít og gera við ónýtar girðingar.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár? Meiri mjólkurframleiðsla, fleira sauðfé og hross.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Egg, ostur, mjólk og Opal peli.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lasagne.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Margt eftirminnilegt, en í augnablikinu er það gangsetning á mjaltaþjóni í desember síðastliðnum.

Saurbær
Bærinn okkar 22. mars 2023

Saurbær

Við fáum að líta inn hjá þeim Heiðrúnu og Pétri og gefum þeim orðið:

Starrastaðir
Bærinn okkar 8. mars 2023

Starrastaðir

Á Starrastöðum í gamla Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði hefur sama fjölskyldan bú...

Stóra-Mástunga 1
Bærinn okkar 22. febrúar 2023

Stóra-Mástunga 1

Hér kynnumst við þeim Aðalheiði og Bjarna sem búa á blönduðu búi í Skeiða- og Gn...

Árbakki
Bærinn okkar 8. febrúar 2023

Árbakki

Á Árbakka búa hjónin Hulda Gústafsdóttir og Hinrik Bragason ásamt syni sínum, te...

Birtingaholt
Bærinn okkar 25. janúar 2023

Birtingaholt

Þau Svava og Bogi Pétur tóku við búinu árið 2016 af Mörtu og Ragnari, frænda Bog...

Staður
Bærinn okkar 9. janúar 2023

Staður

Staður er gamalt prestssetur og ættarsaga okkar hófst hér með því að langafi Reb...

Stóra-Fjarðarhorn og Þrúðardalur
Bærinn okkar 12. desember 2022

Stóra-Fjarðarhorn og Þrúðardalur

Seinnipart árs 2016 keyptu þau hjónin Ágúst og Guðfinna jarðirnar Stóra- Fjarðar...

Hvítidalur 2
Bærinn okkar 28. nóvember 2022

Hvítidalur 2

Þau hjónin Þorbjörn Gerðar og Dögg Ingimundardóttir búa á Hvítadal 2 í Saurbæ og...