Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Stóra-Mástunga 1
Bærinn okkar 22. febrúar 2023

Stóra-Mástunga 1

Hér kynnumst við þeim Aðalheiði og Bjarna sem búa á blönduðu búi í Skeiða- og Gnjúpverjahreppnum og má með sanni segja að hjá þeim sé líf og fjör alla daga.

Býli? Stóra-Mástunga 1.

Staðsett í sveit? Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Ábúendur? Bjarni Másson og Aðalheiður Einarsdóttir.

Fjölskyldustærð (og gæludýra)? Fjögur börn, þau Már Óskar, 12 ára, Haukur Atli, 7 ára, Þórhildur Ragna, 3 ára og Ragnhildur Steinunn, 2 ára. Að auki eigum við kettina Batman og Elsu og svo lögregluhundinn hann Rex.

Stærð jarðar? 480 ha, 80 ha ræktaðir.

Gerð bús? Blandað bú; mjólkurframleiðsla, sauðfjárrækt, hrossarækt og ferðaþjónusta.

Fjöldi búfjár? 140 nautgripir, 50 kindur og 20 hross.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Hann byrjar og endar í fjósinu, þess á milli hin ýmsu árstíðabundnu verk.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Margt skemmtilegt; fóðra gripina, heyja á sumrin í góðu veðri. Stúdera val á stóðhestum fyrir hryssurnar. Leiðinlegast er svo að handmoka skít og gera við ónýtar girðingar.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár? Meiri mjólkurframleiðsla, fleira sauðfé og hross.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Egg, ostur, mjólk og Opal peli.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lasagne.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Margt eftirminnilegt, en í augnablikinu er það gangsetning á mjaltaþjóni í desember síðastliðnum.

Vesturkot
Bærinn okkar 8. nóvember 2023

Vesturkot

Vesturkot er vestasti bærinn á Ólafsvallartorfunni og lengst af hefur verið reki...

Kirkjubær
Bærinn okkar 17. október 2023

Kirkjubær

Við höfum búið í Kirkjubæ í 8 ár, fluttum beint þangað þegar við útskrifuðumst f...

Skáney
Bærinn okkar 3. október 2023

Skáney

Á Skáney hefur sama ættin búið frá 1909. Lengst af var blandaður hefðbundinn bús...

Syðstu-Fossar
Bærinn okkar 19. september 2023

Syðstu-Fossar

Á Syðstu-Fossum í Borgarfirði búa þau Unnsteinn og Harpa ásamt Snorra, föður Unn...

Krithóll
Bærinn okkar 5. september 2023

Krithóll

Björn er þriðju kynslóðar bóndi á Krithóli, en hann sameinaði jörðina aftur í ei...

Vestri-Leirárgarðar
Bærinn okkar 21. ágúst 2023

Vestri-Leirárgarðar

Á bænum Vestri-Leirárgörðum, Hvalfjarðarsveit er bæði stunduð sauðfjárrækt og hr...

Syðri-Hofdalir
Bærinn okkar 19. júlí 2023

Syðri-Hofdalir

Bærinn Syðri-Hofdalir er staðsettur í Viðvíkursveit, austanvert í Skagafirði, 22...

Nátthagi
Bærinn okkar 5. júlí 2023

Nátthagi

Þrír jarðarpartar keyptir úr Gljúfursjörðinni 1987, 1989 og 2010, samtals 23 hek...