Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Haukholt 1
Bærinn okkar 15. apríl 2021

Haukholt 1

Þorsteinn og bróðir hans, Magnús Helgi, keyptu jörðina af foreldrum sínum 2004 og bjuggu félagsbúi til 2014 þegar bústofninum var skipt upp. Steinunn flutti í Haukholt 2012.

Sumarið 2020 keyptu þau svo hlut Magnúsar og konu hans, Alinu. Fjölskylda Þorsteins hefur búið í Haukholtum síðan 1798.

Býli:  Haukholt 1.

Staðsett í sveit: Uppsveit Hruna-mannahrepps.

Ábúendur: Þorsteinn Loftsson og Steinunn Lilja Heiðarsdóttir.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Börnin eru Loftur, 7 ára, Víglundur, bráðum 6 ára, Heiðdís Hanna, 20 mánaða og fjórða barnið kemur um svipað leyti og lömbin.

Oftast ein au-pair, stundum fleiri, stundum færri. Border Collie-tíkurnar Vísa, Grýla og Staka.

Stærð jarðar? Um 470 ha. 

Gerð bús? Sauðfjárbú með hrossarækt.

Fjöldi búfjár og tegundir? Um 350 fjár á vetrarfóðrum og 20 hross.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Þeir eru æði misjafnir, eru þessa dagana mjög litaðir af óléttu húsfrúarinnar og rúningi bóndans úti um allar koppagrundir.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Langflest þeirra mjög skemmtileg en smalamennskur klárlega í miklu uppáhaldi. Að sópa og skafa gólfgrindur líklega þau leiðinlegustu!

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Með svipuðu sniði en vonandi með betri afurðir eftir á og talsvert hærra afurðaverði. Vonandi mun meiri vinnsla afurða heima við.

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í framleiðslu á íslenskum búvörum? Það þarf að stimpla betur inn sérstöðu íslenskrar vöru með tilliti til hreinleika og lítillar sýklalyfjanotkunar, þar koma upprunamerkingar sterkar inn. Það þarf líka að ýta vel undir nýsköpun og vöruþróun í matvælaframleiðslu hérlendis.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Um þessar mundir er ekki á neitt að treysta í þeim efnum! En það þarf mikið að ganga á svo ekki sé til ostur.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Þar sem börnin eru orðin fleiri en foreldrarnir væri lygi að segja eitthvað annað en grjónagrautur.

Foreldrarnir vilja samt koma á framfæri dálæti sínu á góðu lamba- og hrossakjöti.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Síðasta fjallferð er ofarlega á listanum. Fyrsta fjallferðin sem við förum ríðandi saman hjónin, riðið inn fyrir Kerlingarfjöll í blíðskaparveðri (fjórða fjallferðin saman en Steinunn hafði áður trússað), komumst að því á fimmta degi að við ættum von á fjórða barninu og mjög góðir vinir okkar giftu sig við afréttarhliðið. Og við tóku sóttvarnar-réttir. Þær gerast líklega ekki mikið viðburðarríkari, fjallferðirnar.

Svo verðum við að minnast á vel heppnaðar kynbótasýningar á hrossum, erum mjög þakklát fyrir góðan árangur þar.

Kópsvatn
Bærinn okkar 12. maí 2021

Kópsvatn

Hjónin á Kópsvatni fluttu í sveitina haustið 1989 að Jaðri og voru ráðsfólk þar ...

Þórarinsstaðir
Bærinn okkar 29. apríl 2021

Þórarinsstaðir

Ábúendur á Þórarinsstöðum, Styrmir Þorsteinsson og Kristín Erla,  tóku við búska...

Haukholt 1
Bærinn okkar 15. apríl 2021

Haukholt 1

Þorsteinn og bróðir hans, Magnús Helgi, keyptu jörðina af foreldrum sínum 2004 o...

Refsmýri
Bærinn okkar 25. mars 2021

Refsmýri

Björgólfur og Agnes búa í Refsmýri og stunda sauðfjárrækt og skógrækt. 

Þverhamrar 3
Bærinn okkar 11. mars 2021

Þverhamrar 3

Arnór Ari Sigurðsson er fæddur og uppalinn á Breiðdalsvík. Hann er lærður vélvir...

Skjöldólfsstaðir
Bærinn okkar 25. febrúar 2021

Skjöldólfsstaðir

„Tókum við búskap á Skjöldólfsstöðum í Breiðdal í lok árs 2015, bæði fersk úr bú...

Uppsalir
Bærinn okkar 11. febrúar 2021

Uppsalir

Hilmar Smári Birgisson er fæddur og uppalinn á Uppsölum, hann kom inn í búskapin...

Gilá
Bærinn okkar 28. janúar 2021

Gilá

Ingþór Kristmundsson og Ingibjörg Jónsdóttir kaupa Gilá í Vatnsdal í Húnavatnshr...