Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Vesturkot
Bóndinn 8. nóvember 2023

Vesturkot

Vesturkot er vestasti bærinn á Ólafsvallartorfunni og lengst af hefur verið rekin þar hefðbundinn landbúnaður. Foreldrar Huldu keyptu jörðina árið 2005 og síðan þá hefur verið stunduð hrossarækt á bænum og byggingar aðlagaðar að þeirri starfsemi. Hulda og Þórarinn, maður hennar, tóku síðan við rekstrinum árið 2014.

Býli? Vesturkot.

Staðsett í sveit? Skeiða- og Gnúpverjahreppur.

Ábúendur? Hulda Finnsdóttir, Þórarinn Ragnarsson og synir okkar tveir, Einar Ingi, 5 ára og Arnór Elí, 2 ára. 

Fjölskyldustærð (og gæludýra)? Við erum fjögur í heimili og síðan hundarnir Tara og Freyja og kötturinn Ísleifur.

Stærð jarðar?180 ha.

Gerð bús? Hrossaræktarbú

Fjöldi búfjár? Í kringum 80 hross.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Drengjunum er skutlað í leikskólann og síðan er hafist handa við tamningar, þjálfun og umhirðu hrossa. Það stendur yfir fram undir kvöldmat.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin?
Þegar folöldin fæðast og maður röltir út í haga til að sjá hvað maður fékk. Það er alltaf skemmtilegasti tími ársins. Leiðinlegast er að kveðja gamla vini.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár?
Með svipuðum hætti. Vonandi verða komnar fleiri hryssur í ræktun frá Vesturkoti.

Hvað er alltaf til í ísskápnum?
Það er alltaf til mjólk, piparostur, coke zero og collab og líka eitthvað sem enginn vill borða – það endist lengst.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu?
Það fer eftir því hvern þú spyrð. Ætli það sé ekki nautalund hjá eldri kynslóðinni en hakk og spaghettí eða kjúklingur með karrígrjónum hjá þeim yngri.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin?
Þau eru nú flest tengd honum Spuna frá Vesturkoti.
Fyrst þegar hann setti heimsmet 5 vetra á Landsmóti 2011, síðan þegar hann vann A flokkinn á Landsmóti 2014, Íslandsmeistaratitill í fimmgangi og þegar hann hlaut Sleipnisbikarinn á Landsmóti 2018.

Hrossin eiga hug þeirra allan
Bóndinn 30. júní 2025

Hrossin eiga hug þeirra allan

Nú kynnast lesendur þeim Þorsteini Birni Einarssyni og Sigrúnu Rós Helgadóttur e...

Miklir framtíðarmöguleikar
Bóndinn 18. júní 2025

Miklir framtíðarmöguleikar

Í Brekkuhlíð stendur Garðyrkjustöðin Reykás þar sem þau Oddrún Ýr Sigurðardóttir...

Enginn dagur eins
Bóndinn 3. júní 2025

Enginn dagur eins

Nú kynnast lesendur búskapnum á Berustöðum í Ásahreppi en þar er fjölbreyttur bú...

Gaman að mæta í vinnuna
Bóndinn 16. maí 2025

Gaman að mæta í vinnuna

Nú kynnast lesendur búskapnum á Syðra-Skörðugili þar sem stunduð er hrossarækt á...

Fjölbreytt og gefandi starf
Bóndinn 2. maí 2025

Fjölbreytt og gefandi starf

Nú kynnast lesendur búskapnum á Norðurgarði en þar fer m.a. fram mjólkurframleið...

Best í heimi að búa í sveit
Bóndinn 11. apríl 2025

Best í heimi að búa í sveit

Nú kynnast lesendur búskapnum á Lynghóli í Skriðdal en þar er fjölbreytnin í fyr...

Nýfædd folöld toppurinn
Bóndinn 21. mars 2025

Nýfædd folöld toppurinn

Hrossin eiga hug og hjarta fjölskyldunnar á Nautabúi í Hjaltadal. Geta lesendur ...

Hagræðing í stækkun
Bóndinn 7. mars 2025

Hagræðing í stækkun

Í Köldukinn stendur stór- og glæsibýlið Kvíaból en það var útnefnt fyrirmyndarbú...