Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Birtingaholt
Bærinn okkar 25. janúar 2023

Birtingaholt

Þau Svava og Bogi Pétur tóku við búinu árið 2016 af Mörtu og Ragnari, frænda Boga, en Bogi hafði þá starfað við búið í 4 ár. Búið er rekið með svipuðu sniði síðan þá, keyptir voru nýir mjaltaþjónar en þeir sem voru fyrir voru komnir til ára sinna. Einnig hafa þau hjón bætt við kindum og hestum á búið.

Býli: Birtingaholt 1.

Staðsett í sveit: Í Hrunamannahreppi.

Ábúendur: Bogi Pétur og Svava.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Eigum þrjú börn; Sigrúnu Björk, 11 ára, Karítas, 8 ára og Breka Guðlaug, 3 ára. Tvo hunda; Rökkva, 12 ára og Perlu, sem er hvolpur. Inniköttinn Tímon og tvær fjósakisur, Litlu Kisu og Mæju.

Stærð jarðar: 430 ha, 150 ræktaðir.

Gerð bús: Blandaður búskapur með mjólkurframleiðslu í aðalhlutverki, erum með allt að 120 mjólkurkýr og 2 DeLaval mjaltaþjóna.

Fjöldi búfjár: 260 nautgripir, 20 kindur og 15 hestar.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum: Förum í fjósið kvölds og morgna og sinnum ýmsum verkum þar yfir daginn. Gjafir eru líka partur af öllum vinnudögum ásamt hinum ýmsu verkefnum.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin: Flest verk eru skemmtileg þegar vel gengur, rúlluhirðing er líklega ekki vinsælasta verkið. Börnunum finnst gaman að vera í kringum féð og kálfana og öll fjölskyldan nýtur sín saman í hestamennsku. Það er líka skemmtilegt að rækta, bæði búpening og gróður, það er afar gefandi og skemmtilegt.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár: Með svipuðu sniði og vonandi meiri kvóta.

Hvað er alltaf til í ísskápnum: Mjólk, smjör og ostur.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu: Lamba- og nautasteik er oft á borðum og börnin halda mikið upp á grjónagraut. Pitsa er líka vinsæl.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin: Þegar við tókum við búinu stendur auðvitað upp úr og þegar við kvöddum flórsköfurnar og fengum okkur flórgoða, það voru góð tímamót í fjósinu hjá okkur. Eftirlætiskýr og gæðagripir eru líka alltaf eftirminnileg og var mjög gaman og eftirminnilegt þegar fyrsta folaldið í okkar ræktun fæddist.

Bergsstaðir á Vatnsnesi
Bærinn okkar 22. maí 2023

Bergsstaðir á Vatnsnesi

Þau Magnús Örn Valsson og Ingibjörg Jónína Finnsdóttir keyptu jörðina 2019 og tó...

Gilhagi
Bærinn okkar 8. maí 2023

Gilhagi

Nýkrýndur formaður búgreinadeildar geitfjárbænda, Brynjar Þór, flutti ásamt konu...

Svanavatn
Bærinn okkar 20. apríl 2023

Svanavatn

Þau Bjarney og Hlynur hafa búið á Svanavatni í 4 ár. Keyptu jörðina í nóvember 2...

Sandar
Bærinn okkar 30. mars 2023

Sandar

Þau Birkir Snær Gunnlaugsson og Hanifé Agnes Mueller-Schoenau reka kjúklinga- og...

Saurbær
Bærinn okkar 22. mars 2023

Saurbær

Við fáum að líta inn hjá þeim Heiðrúnu og Pétri og gefum þeim orðið:

Starrastaðir
Bærinn okkar 8. mars 2023

Starrastaðir

Á Starrastöðum í gamla Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði hefur sama fjölskyldan bú...

Stóra-Mástunga 1
Bærinn okkar 22. febrúar 2023

Stóra-Mástunga 1

Hér kynnumst við þeim Aðalheiði og Bjarna sem búa á blönduðu búi í Skeiða- og Gn...

Árbakki
Bærinn okkar 8. febrúar 2023

Árbakki

Á Árbakka búa hjónin Hulda Gústafsdóttir og Hinrik Bragason ásamt syni sínum, te...