Er einhver leið að hætta?
Þegar kemur að því að bændur vilja bregða búi getur ferlið tekið frá einu ári upp í fimm. Þeir eru ekki eingöngu að láta af störfum, heldur þurfa þeir oftast að selja heimilið og sjá eftir bújörð sem þeir hafa byggt upp í áratugi. Eftir sölu þurfa þeir að standa skil á ýmsum sköttum sem geta reynst þungur baggi.

