Kyngreint sæði í notkun
Nú eru nýkomin í notkun sex ný naut og þar af stendur til boða kyngreint sæði úr fimm þeirra. Sá galli er þó á gjöf Njarðar að notkun þeirra verður í tilraunaskyni þannig að hvorki frjótæknar né notendur vita hvort um er að ræða kyngreint eða hefðbundið sæði við notkun þeirra.



