Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á heyrúlluplasti með framleiðslu á fimm lítra plastbrúsum sem væntanlegir eru í verslanir.
Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á heyrúlluplasti með framleiðslu á fimm lítra plastbrúsum sem væntanlegir eru í verslanir.
Sigurður Halldórsson, stofnandi og framkvæmdastjóri plastendurvinnslunnar Pure North Recycling í Hveragerði, segir íslenskan landbúnað nú vera í kjörstöðu með að ná endurnýtingu á öllu plasti sem til fellur í greininni. Þannig geti okkar landbúnaður orðið til fyrirmyndar með einstakri stöðu á heimsvísu.