Bændur gefa fólki tækifæri til að kynnast lífi þeirra og störfum
Með Opnum landbúnaði gefst almenningi tækifæri á að heimsækja bóndabæi og kynna sér þau störf sem unnin eru í sveitum landsins. Öll býlin í Opnum landbúnaði eru í samstarfi við Bændasamtök Íslands. Þau eru þversnið af íslenskum landbúnaði í dag. Allir bæirnir hafa vottorð frá dýralæknum um heilbrigði.