Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Bændur gefa fólki tækifæri til að kynnast lífi þeirra og störfum
Fréttir 23. júní 2015

Bændur gefa fólki tækifæri til að kynnast lífi þeirra og störfum

Með Opnum landbúnaði gefst almenningi tækifæri á að heimsækja bóndabæi og kynna sér þau störf sem unnin eru í sveitum landsins. Öll býlin í Opnum landbúnaði eru í samstarfi við Bændasamtök Íslands. Þau eru þversnið af íslenskum landbúnaði í dag. Allir bæirnir hafa vottorð frá dýralæknum um heilbrigði.
 
Á býlunum sem þátt taka í Opnum landbúnaði er að finna upplýsingar um búskap á bænum, gripakost, byggingar og tækni. Heimsóknir þarf þó að panta með fyrirvara nema annað sé tekið fram. Það er gert til þess að bændur geti tekið sér hlé frá bústörfum og verið heima við þegar gestirnir koma.
 
Flest býlin eru fjölskyldubú. Tegund búskapar, umhverfið og mannaflinn á bænum er mismunandi og ákveða bændur samsetningu gestahópa í samræmi við það. Algengast er að gestir fái leiðsögn um búið og nágrenni þess.
 
Öryggismál
 
Sveitabæir eru vinnustaðir. Þar eru stórvirkar vélar og í umhverfinu geta leynst hættur. Áríðandi er að gæta vel að börnum, sleppa ekki hundum lausum á hlaðinu og umgangast húsdýrin af nærgætni.
 
Sóttvarnir
 
Heilbrigði búfjár á Íslandi er gott og smitsjúkdómar fágætir. Ef gestir hafa nýlega verið innan um búfé í öðrum löndum er gott að hafa í huga að sjúkdómar geta borist á milli landa með umgangi. Notið hlífðarklæðnað þar sem það á við. Á öllum bæjum eru einnota skóhlífar og hlífðarsloppar fyrir þá gesti sem þess óska.
 
Gjaldtaka
 
Bændur taka gjald fyrir heimsóknir, mismikið eftir eðli og umfangi þjónustunnar. Í langflestum tilfellum er eingöngu hægt að taka við reiðufé og eru gestir vinsamlegast beðnir að hafa það í huga. 
Eftirtaldir bæir eru þátttakendur í Opnum landbúnaði og nánari upplýsingar um bæina er að finna á bondi.is.
 
  • Bjarteyjarsandur - Suðvesturland
  • Grjóteyri – Suðvesturland
  • Hraðastaðir - Suðvesturland
  • Miðdalur - Suðvesturland
  • Hvanneyri - Vesturland
  • Ferjukot - Vesturland
  • Helgavatn - Vesturland
  • Skáney - Vesturland
  • Bjarnarhöfn – Vesturland
  • Erpsstaðir – Vesturland
  • Ytri-Fagridalur – Vesturland
  • Hænuvík – Vestfirðir
  • Gauksmýri – Norðurland vestra
  • Keldudalur – Norðurland vestra
  • Egilsstaðir I – Austurland
  • Hvannabrekka – Austurland
  • Fagridalur – Suðurland
  • Ásólfsskáli – Suðurland
  • Stóra-Mörk III – Suðurland
  • Árbakki – Suðurland
  • Egilsstaðakot – Suðurland
  • Vorsabær II – Suðurland
  • Sólheimar – Suðurland
  • Engi – Suðurland
  • Espiflöt – Suðurland
  • Friðheimar – Suðurland
  • Arnarholt – Suðurland

7 myndir:

Skylt efni: opinn landbúnaður

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...