Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Bændur gefa fólki tækifæri til að kynnast lífi þeirra og störfum
Fréttir 23. júní 2015

Bændur gefa fólki tækifæri til að kynnast lífi þeirra og störfum

Með Opnum landbúnaði gefst almenningi tækifæri á að heimsækja bóndabæi og kynna sér þau störf sem unnin eru í sveitum landsins. Öll býlin í Opnum landbúnaði eru í samstarfi við Bændasamtök Íslands. Þau eru þversnið af íslenskum landbúnaði í dag. Allir bæirnir hafa vottorð frá dýralæknum um heilbrigði.
 
Á býlunum sem þátt taka í Opnum landbúnaði er að finna upplýsingar um búskap á bænum, gripakost, byggingar og tækni. Heimsóknir þarf þó að panta með fyrirvara nema annað sé tekið fram. Það er gert til þess að bændur geti tekið sér hlé frá bústörfum og verið heima við þegar gestirnir koma.
 
Flest býlin eru fjölskyldubú. Tegund búskapar, umhverfið og mannaflinn á bænum er mismunandi og ákveða bændur samsetningu gestahópa í samræmi við það. Algengast er að gestir fái leiðsögn um búið og nágrenni þess.
 
Öryggismál
 
Sveitabæir eru vinnustaðir. Þar eru stórvirkar vélar og í umhverfinu geta leynst hættur. Áríðandi er að gæta vel að börnum, sleppa ekki hundum lausum á hlaðinu og umgangast húsdýrin af nærgætni.
 
Sóttvarnir
 
Heilbrigði búfjár á Íslandi er gott og smitsjúkdómar fágætir. Ef gestir hafa nýlega verið innan um búfé í öðrum löndum er gott að hafa í huga að sjúkdómar geta borist á milli landa með umgangi. Notið hlífðarklæðnað þar sem það á við. Á öllum bæjum eru einnota skóhlífar og hlífðarsloppar fyrir þá gesti sem þess óska.
 
Gjaldtaka
 
Bændur taka gjald fyrir heimsóknir, mismikið eftir eðli og umfangi þjónustunnar. Í langflestum tilfellum er eingöngu hægt að taka við reiðufé og eru gestir vinsamlegast beðnir að hafa það í huga. 
Eftirtaldir bæir eru þátttakendur í Opnum landbúnaði og nánari upplýsingar um bæina er að finna á bondi.is.
 
  • Bjarteyjarsandur - Suðvesturland
  • Grjóteyri – Suðvesturland
  • Hraðastaðir - Suðvesturland
  • Miðdalur - Suðvesturland
  • Hvanneyri - Vesturland
  • Ferjukot - Vesturland
  • Helgavatn - Vesturland
  • Skáney - Vesturland
  • Bjarnarhöfn – Vesturland
  • Erpsstaðir – Vesturland
  • Ytri-Fagridalur – Vesturland
  • Hænuvík – Vestfirðir
  • Gauksmýri – Norðurland vestra
  • Keldudalur – Norðurland vestra
  • Egilsstaðir I – Austurland
  • Hvannabrekka – Austurland
  • Fagridalur – Suðurland
  • Ásólfsskáli – Suðurland
  • Stóra-Mörk III – Suðurland
  • Árbakki – Suðurland
  • Egilsstaðakot – Suðurland
  • Vorsabær II – Suðurland
  • Sólheimar – Suðurland
  • Engi – Suðurland
  • Espiflöt – Suðurland
  • Friðheimar – Suðurland
  • Arnarholt – Suðurland

7 myndir:

Skylt efni: opinn landbúnaður

Hjartað slær með náttúruvernd
Fréttir 18. febrúar 2025

Hjartað slær með náttúruvernd

Sigrún Ágústsdóttir er forstjóri nýrrar Náttúruverndarstofnunar sem tók til star...

Á hverfanda hveli
Fréttir 18. febrúar 2025

Á hverfanda hveli

Árið í ár er helgað hverfandi jöklum. Íslenskir jöklar minnkuðu um 900 km2 milli...

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi
Fréttir 17. febrúar 2025

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi

Frá árinu 2022 hefur samdráttur verið stöðugur í útflutningi íslenskra hrossa.

Samráð um úrgangsforvarnir
Fréttir 14. febrúar 2025

Samráð um úrgangsforvarnir

Í Samráðsgátt stjórnvalda liggja nú drög Umhverfisstofnunar að stefnu um úrgangs...

Sóknarhugur er í Dalamönnum
Fréttir 14. febrúar 2025

Sóknarhugur er í Dalamönnum

Í Búðardal er fyrirhugað að reisa atvinnuhúsnæði með allt að 150 milljóna króna ...

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk
Fréttir 13. febrúar 2025

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk

Vísbendingar eru um að náttúrulegir birkiskógar hafi mikil áhrif á uppsöfnun kol...

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða
Fréttir 13. febrúar 2025

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða

Kennslutól fyrir skólabörn, vöruþróun ærkjöts og sauðaosta og markaðssetning á s...

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög
Fréttir 12. febrúar 2025

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt fyrir vorþingið. Landbúnaðarmá...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f