Skylt efni

Noregur sjávarútvegurlax þorskur

Metár í norskum sjávarútvegi
Fréttaskýring 16. mars 2022

Metár í norskum sjávarútvegi

Sjávarútvegur er ein mikilvægasta útflutningsgrein í Noregi og hvergi er vöxturinn meiri en þar. Útflutningsverðmæti hafa farið úr 47,7 milljörðum norskra króna (680 milljörðum íslenskum) árið 2012 í 120,8 milljarða í fyrra (rúmir 1.700 milljarðar íslenskir). Árið 2021 reyndist vera metár í norskum sjávarútvegi.