Skylt efni

Narfasel

Fundu jarðnæði sem var ekki í boði í Sviss
Líf og starf 4. október 2021

Fundu jarðnæði sem var ekki í boði í Sviss

Á bænum Narfaseli, undir Hafnarfjalli í Borgarfirði, hafa svissnesku hjónin Laurent og Lola Balmer sest að og stunda þar grænmetisræktun úti og inni í gróðurhúsi. Þau fluttust til Íslands snemma á síðasta ári og hafa reist sér íbúðarhúsnæði, geymslu og lítið kornsíló á landinu – auk veglegs 450 fermetra gróðurhúss.