Anna ekki eftirspurn eftir lífrænt vottuðu lambakjöti
Sauðfjárbændurnir í Sölvanesi í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði liggja nú undir feldi fyrir sláturtíð, enda nokkur vandi á höndum eftir að sláturhús þeirra á Blönduósi hætti störfum.
Sauðfjárbændurnir í Sölvanesi í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði liggja nú undir feldi fyrir sláturtíð, enda nokkur vandi á höndum eftir að sláturhús þeirra á Blönduósi hætti störfum.
Sauðfjárbændur með lífræna vottun hafa lítið borið úr býtum á undanförnum árum umfram aðra sauðfjárbændur hvað afurðaverð snertir. Markaðssetning og sala á þessum afurðum hefur ekki gengið nægilega vel og nú er svo komið að ekki hefur verið talið þess virði að flokka þær sérstaklega frá öðrum og markaðssetja.