Skylt efni

Landgræðsluverðlaunin 2016

Landgræðsluverðlaunin 2016 voru veitt í gær
Fréttir 2. desember 2016

Landgræðsluverðlaunin 2016 voru veitt í gær

Landgræðsluverðlaunin 2016 voru afhent í Sagnagarði í Gunnarsholti í gær. Landgræðsluverðlaunin eru veitt árlega einstaklingum og félagasamtökum sem hafa unnið að landgræðslu og landbótum. Verðlaunahafar að þessu sinni voru annars vegar hjónin Ingimundur Sigfússon og Valgerður Valsdóttir og hins vegar Landgræðslufélag Hrunamanna.