Heimsbyggðin horfir fram á töluverðan samdrátt í matvælaframleiðslu
Stríðið í Úkraínu hefur haft mikil áhrif á hrávörumarkaði um allan heim. Þar skiptir verulegu máli að bæði Rússland og Úkraína eru meðal stærstu kornframleiðsluríkja heims og ýmsar afleiður í olíuiðnaði hafa líka veruleg áhrif. Varað hefur verið við miklum samdrætti í framboði á nauðsynjavörum.