Er nauðsynlegt að friða þá?
Þjóðin skiptist í þrjá jafnstóra hópa í afstöðu til áframhaldandi hvalveiða við Ísland. Einn hópurinn styður veiðarnar, annar er andvígur þeim og sá þriðji tekur ekki afstöðu. Erlendir andstæðingar veiðanna hamra á því að verið sé að veiða úr hvalastofnum í útrýmingarhættu sem er vísindalega rangt.