Skylt efni

HM íslenska hestsins

HM í Herning: Guðmundur og Hrímnir efstir eftir forkeppni í fjórgangi
Fréttir 5. ágúst 2015

HM í Herning: Guðmundur og Hrímnir efstir eftir forkeppni í fjórgangi

Heimsmeistaramót íslenska hestsins var formlega sett í dag í Herning í Danmörku. Keppni á mótinu hófst þó 3. ágúst og stendur til 9. ágúst. Helst hefur borið til tíðinda af íslensku keppendunum að Guðmundur Friðrik Björgvinsson er efstur eftir forkeppni í fjórgangi á Danmörku á stóðhestinum Hrímni frá Ósi með 7,47 í einkunn.