Merkilegt rannsóknarstarf á mæði-visnuveirunni
Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum fagnar 70 ára starfsafmæli á árinu. Af því tilefni var haldinn afmælisfagnaður þann 22. nóvember í húsakynnum stöðvarinnar að Keldnavegi 3. Valgerður Andrésdóttir, sameindaerfðafræðingur á Keldum, flutti fræðsluerindi um sögu mæði-visnurannsókna á Keldum síðustu 70 árin.