Skylt efni

helstu nytjaplöntur heims

Granatepli - fræin jafnmörg og boð og bönn Gamla testamentisins
Á faglegum nótum 11. október 2018

Granatepli - fræin jafnmörg og boð og bönn Gamla testamentisins

Granatepli eru mikilvægur hluti af fæðu fólks í löndunum við botn Miðjarðarhafsins og í Kákasusfjöllunum. Aldinið kemur víða fram í trúarbrögðum sem tákn um frjósemi, velsæld og dauða. Þrátt fyrir að granatepli sé nefnt í Guðbrandsbiblíu, fyrstu heildarútgáfu Biblíunnar á íslensku, fór aldinið ekki að sjást hér á landi að nokkru ráði fyrr en um síð...

Eggaldin var talið valda geðveiki
Á faglegum nótum 20. júlí 2018

Eggaldin var talið valda geðveiki

Heitið eggaldin vísar til afbrigðis plöntunnar sem gefur af sér hvít aldin sem eru á stærð við hænuegg. Ræktun aldinsins hófst í Asíu fyrir um 4000 árum og barst til landanna við Miðjarðarhaf með úlfaldalestum arabískra kaupmanna. Samkvæmt skilgreiningu grasafræðinnar er egg­aldinið ber.

Hringlandi hafrabjöllur
Á faglegum nótum 6. júlí 2018

Hringlandi hafrabjöllur

Hafrar voru í árdaga meinlegt illgresi við ræktun á hveiti. Plantan er harðgerðari en aðrar korntegundir og eftir að kornrækt hófst í Norður-Evrópu skutu hafrar hveiti ref fyrir rass og illgresið varð að nytjaplöntu.

Mangó – konungur ávaxtanna
Á faglegum nótum 22. júní 2018

Mangó – konungur ávaxtanna

Mangó er það aldin sem mest er ræktað og neytt af í hitabeltinu og þar er mangó sagt vera konungur ávaxtanna. Fjölbreytni mangóaldina er mikið og til yfir 1000 yrki sem eru ólík að stærð, lögun, lit og bragði í ræktun. Ian Fleming notaði mangó sem myndlíkingu fyrir botnsprengjur í sögunni Goldfinger.

Vanilla í flokki með músík og málaralist
Á faglegum nótum 25. maí 2018

Vanilla í flokki með músík og málaralist

Flestir þekkja bragðið af vanillu og þykir gott. Þrátt fyrir það hafa margir aldrei smakkað náttúrulega vanillu þar sem yfir 90% af vanillu á markaði er bragðefni sem er að mestu unnið úr trjákvoðu. Sagt hefur verið um vanillu að það sé ekki til nokkurs gagns og því í flokki með músík og málaralist.

Salat kemur á óvart
Á faglegum nótum 22. mars 2018

Salat kemur á óvart

Salat er ómissandi hluti af hverri máltíð og hefur neysla þess og framleiðsla margfaldast alla undanfarna áratugi. Plantan kemur upphaflega frá fjöllum Mið-Asíu en salat eins og við þekkjum það í dag finnst ekki villt í náttúrunni.

Gulrætur í öllum regnbogans litum
Á faglegum nótum 9. mars 2018

Gulrætur í öllum regnbogans litum

Appelsínugular gulrætur eins og við þekkjum best komu fram á sjónarsviðið á 16. öld þegar hollenskir garðyrkjumenn frjóvguðu saman rauðum og gulum afbrigðum gulróta. Gulrætur voru leynivopn Grikkja í stríðinu um Trójuborg.

Sæt paprika og eldpipar
Á faglegum nótum 17. janúar 2018

Sæt paprika og eldpipar

Paprika, chili, papriku- og chiliduft er með mest notuðu aldinum og kryddum í heiminum. Uppruni plöntunnar er í Mið-Ameríku. Ræktun á papriku á Íslandi hófst um 1960. Chilirúlletta er spennandi og eldheitur partíleikur.

Mandarínur um jólin og annað súrt
Á faglegum nótum 22. desember 2017

Mandarínur um jólin og annað súrt

Neysla á mandarínum og mandarínublendingum er mest í kringum jólahátíðina hér á landi og ófá börn sem fá mandarínu í skóinn frá jólasveininum. Mandarínur tilheyra ættkvíslinni Citrus sem inniheldur alls kyns yrki og afbrigði sítrusávaxta sem reyndar eru ber ef rétt skal vera rétt.

Svalur eins og agúrka
Á faglegum nótum 21. nóvember 2017

Svalur eins og agúrka

Schierbeck landlæknir var líklega fyrstur til að rækta agúrkur á Íslandi en framleiðsla á þeim hófst um miðjan þriðja áratug síðustu aldar. Gúrkur eru um 96% vatn. Á ævintýraeyjunni Balnibarbi sem Gúlliver heimsótti á ferðalagi sínu var reynt að vinna úr þeim sólarljós.

Hvítlaukur – drauga-, djöfla-, varúlfa- og vampíruhrellir
Á faglegum nótum 24. október 2017

Hvítlaukur – drauga-, djöfla-, varúlfa- og vampíruhrellir

Nytjar á hvítlauk eiga sér árþúsundasögu. Hvítlaukur er nátengdur þjóðtrú og alþýðulækningum þar sem hann þótti allt í senn vörn gegn djöflum og vampírum og lækning gegn ristregðu og niðurgangi jafnt í mönnum og búfé. Hvítlaukur fer einstaklega vel með grilluðum humar og þurru hvítvíni.

Fíkjur – kóngaspörð með blómafyllingu
Á faglegum nótum 6. október 2017

Fíkjur – kóngaspörð með blómafyllingu

Búdda öðlaðist hugljómun undir fíkjutré. Adam og Eva notuðu lauf fíkjutrjáa sem klæðaskáp. Blóm fíkjutrjáa eru ósýnileg og frjóvgast inni í ummyndaðri grein af vespum sem nýskriðnar eru úr eggi.

Pera – er talin elsti ávöxtur í ræktun
Á faglegum nótum 25. september 2017

Pera – er talin elsti ávöxtur í ræktun

Áætluð heimsframleiðsla af perum árið 2016 er tæp 30 milljón tonn. Framleiðsla hefur aukist jafnt og þétt síðustu ár og áratugi. Samkvæmt tölum FAO, Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, var framleiðslan á perum árið 2004 rúm 18 milljón tonn og rúm 22,6 milljón tonn 2013.

Jarðarber – munúðarfull og lystug
Á faglegum nótum 8. september 2017

Jarðarber – munúðarfull og lystug

Haft er eftir enskum sautjándu aldar rithöfundi að Guð hefði eflaust getað skapað betri ber en jarðarber en einfaldlega ekki gert það. Jarðarber eru ekki ber í grasafræðilegum skilningi. Þau ilma vel eru falleg á litinn, sæt á bragðið og líkjast gimsteinum í útliti.

Bambus – planta fortíðar, nútíðar og framtíðarinnar
Á faglegum nótum 8. ágúst 2017

Bambus – planta fortíðar, nútíðar og framtíðarinnar

Bambusrækt á sér langa sögu í Austurlöndum og þar er hann ómissandi hluti af daglegu lífi fólks. Íslendingar þekkja bambus aftur á móti helst sem byggingarefni í húsgögn og sem forvitnileg viðbót í austurlenskri matargerð. Bambusar eru grös og vaxa hraðast allra planta í heim­inum.

Humall – sálin í bjórnum
Á faglegum nótum 24. júlí 2017

Humall – sálin í bjórnum

Nytjar á humal eiga sér árþúsunda sögu. Framan af var plantan ræktuð til lækninga og til að bragðbæta drykki. Það var ekki fyrr en á miðöldum sem farið var að nota humla til að bragðbæta bjór í Evrópu. Ræktun á humal í tilraunaskyni til bjórgerðar á Íslandi hófst 2016.

Hreindýr á Íslandi í tæp 250 ár
Á faglegum nótum 16. desember 2016

Hreindýr á Íslandi í tæp 250 ár

Hreindýr voru útbreidd um alla Evrópu fyrir ísöld en hörfuðu norður þegar ísaldarjökullinn hopaði. Í dag finnast þau, aðallega tamin, um allt norðurhvel jarðar. Fyrstu hreindýrin voru flutt til Íslands fyrir tæpum 250 árum samkvæmt konunglegri tilskipun til að efla íslenskan landbúnað.

Sólblóm – fullkomið gullinsnið
Á faglegum nótum 1. febrúar 2016

Sólblóm – fullkomið gullinsnið

Indíánar Norður-Ameríku voru fyrstir til að rækta sólblóm til matar, Spánverjar fluttu þau til Evrópu og ræktuðu sem skrautjurtir. Pétur mikli Rússlandskeisari féll kylliflatur fyrir plöntunni og setti í framkvæmd umfangsmestu ræktunaráætlun síns tíma til að rækta sólblóm. Eitt af dýrustu málverkum sögunnar er af sólblómi.

Bygg – bjór, brauð og viskí
Á faglegum nótum 15. janúar 2016

Bygg – bjór, brauð og viskí

Bygg er fyrsta plantan sem menn tóku til ræktunar. Nytjar á því hafa verið margs konar í gegnum aldanna rás. Það hefur verið nýtt sem fæða, notað sem gjaldmiðill, sem byggingarefni, úr því er bakað brauð og bruggaður bjór og viskí. Við Grindavík er ræktað erfðabreytt bygg til framleiðslu á snyrtivörum.

Epli – súr, sæt og forboðin
Á faglegum nótum 22. desember 2015

Epli – súr, sæt og forboðin

Epli eru fjölbreytt og harðgerð og sá ávöxtur sem mest er ræktaður á norðurhveli jarðar. Eplayrki skipta þúsundum og hvert þeirra hefur sitt sérstaka bragð og nokkur þeirra hafa reynst ágætlega í ræktun hér á landi.

Te – milljón bollar á mínútu
Á faglegum nótum 7. desember 2015

Te – milljón bollar á mínútu

Te er annar vinsælasti drykkur í heiminum á eftir vatni. Fjöldi plantna er notaður til að búa til te eins og minta og blóðberg. Að þessu sinni skal athyglinni beint að terunnanum Camellia sinensis og ræktun á honum.

Tóbak – heilagt eitur
Á faglegum nótum 23. nóvember 2015

Tóbak – heilagt eitur

Plöntur hafa verið brenndar í aldaraðir og reykurinn af þeim notaður við helgiathafnir sem reykelsi og til að fæla burt illa anda. Reykurinn hefur einnig verið notaður til reykja matvæli og auka geymsluþol þeirra. Engin reykingarplanta hefur þó náð viðlíka útbreiðslu og tóbak.

Gúmmí – hjólbarðar og smokkar
Á faglegum nótum 6. nóvember 2015

Gúmmí – hjólbarðar og smokkar

Notagildi gúmmís er mikið og það er að finna í ótrúlegum fjölda hluta sem við notum á hverjum degi. Færri vita að um 40% af öllu gúmmíi sem notað er í heiminum er tappað úr trjám.

Yam – mjölrót
Á faglegum nótum 12. október 2015

Yam – mjölrót

Þrátt fyrir að mjölrót sé lítt þekkt rótargrænmeti hér á landi er rótin undirstöðufæða yfir hundrað milljón manna sem búa á yam-beltinu við miðbaug hvort sem það er í Afríku, Asíu, Suður-Ameríku eða Eyjaálfunni. Yam er þriðja mest ræktaða rótargrænmeti í heimi.

Pálmaolía – blessun eða bölvun?
Á faglegum nótum 24. september 2015

Pálmaolía – blessun eða bölvun?

Pálmaolía sem unnin er úr aldinum olíupálma er ein af helstu orsökum skógareyðingar í hitabeltinu. Á sama tíma er ræktun plöntunnar helsta lífsafkoma milljóna smábænda í Suðaustur-Asíu.

Cannabis sp. – misskilin nytjaplanta
Á faglegum nótum 10. september 2015

Cannabis sp. – misskilin nytjaplanta

Af öllum þeim um það bil 400 þúsund plöntum sem greindar hafa verið í heiminum er engin jafn umdeild og á sama tíma jafn nytsamleg og Cannabis sativa.

Kaffi – svart og sykurlaust
Á faglegum nótum 23. júlí 2015

Kaffi – svart og sykurlaust

Á eftir hráolíu er kaffi verðmætasta varan í milliríkjaviðskiptum í heiminum. Gróft áætlað eru drukknir um 500 milljarðar kaffibolla í heiminum á ári. Mest er neytt af kaffi í ríkustu löndum heims en framleiðslan er mest í löndum sem flokkast sem þróunarríki.

Vínviður og veigar guðs
Á faglegum nótum 9. júlí 2015

Vínviður og veigar guðs

Vínviður er með allra elstu nytjajurtum mannkyns og talið er að fólk hafi bruggað vín í allt að átta þúsund ár. Árleg framleiðsla á vínberjum er hátt í 80 milljón tonn og ríflega 70% hennar fara til víngerðar. Yrki vínviðar í ræktun teljast yfir tíu þúsund.