Skylt efni

Gestastofa friðlands fugla á Hvanneyri

Hlaða Halldórsfjóss hýsir fræðslusýningu fuglafriðlandsins
Fréttir 13. maí 2019

Hlaða Halldórsfjóss hýsir fræðslusýningu fuglafriðlandsins

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra opnaði fyrsta áfanga Gestastofu friðlands fugla í Landbúnaðarsafni Íslands á Hvanneyri síðasta vetrardag, 24. apríl, og staðfesti verndaráætlun svæðisins. Í þessum áfanga er gert ráð fyrir fræðslusýningu um fuglafriðlandið í Andakíl, sem komið var á árið 2011, og þýðingu þess.